Niðurstöður úr starfsmannakönnun Skólapúlsins fyrir Heilsuleikskólann Suðurvelli kynntar.
Lagt fram
AFgreiðsla Fræðslunefndar: Leikskólastjóri fór yfir niðurstöður könnunarinnar og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Niðurstöður könnunarinnar eru almennt jákvæðar.
3.Opnunartími leikskólans - dvalartími barna
2105026
Lagt fram erindi skólastjóra um hámarks dvalartíma barna á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum.
Lagt fram
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd tekur undir sjónarmið leikskólastjóra sem fram koma í bréfinu um að dvalartími leikskólabarna verði að hámarki 9 klst. a dag, og beinir því til bæjarstjórnar að hámarksdvalartími barna á leikskólanum verði endurskoðaður, m.a. með vísan til áherlsna sem fram koma í stefnumótun barnvæns sveitarfélags. Nefndin er þeirrar skoðunar að stytta eigi dvalartíma leikskólabarna enn meira, eða í 8,5 klst. á dag. Starfsemi leikskólans verði þannig lokið kl. 16:30 daglega.
Skólastjóri fer yfir starfsmannamál næsta skólaárs.
Lagt fram
Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála næsta skólaár. Skólinn er þegar fullmannaður, en auglýst var eftir fagmenntuðum leikskólakennurum. Engar slíkar umsóknir bárust.
Afgreiðsla Fræðslunefndar: Lagt fram, málið kynnt.
Skólastjóri fer yfir starfsmannamál skólans fyrir næsta skólaár.
Lagt fram
Búið er að ganga frá ráðningum fyrir næsta skólaár, og er fullmannað í allar stöður. Skólastjóri fór að öðru leyti yfir stöðu mála og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.
Afgreiðsla Fræðslunefndar: Lagt fram, málið kynnt.
María Hermannsdóttir leikskólastjóri fór yfir umbótaáætlunina og svaraði fyrirspurnum
fundarmanna.