Skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla 2021-2022 lagt fram til staðfestingar.
Frestað
Leikskólastjóri fór yfir og kynnti drög að skóladagatali leikskólans fyrir næsta skólaár.
Afgreiðsla Fræðslunefndar: Afgreiðslu skóladagatalsins er frestað. Fræðslunefnd hvetur bæjarstjór til að flýta ákvörðunartöku um opnunartíma leikskólans milli jóla og nýárs 2021.
2.Ársskýrsla 2020 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir
2103022
Ársskýrsla Heilsuleikskólans Suðurvalla lögð fram til kynningar.
Leikskólastjóri kynnti ársskýrsluna og fór yfir einstök atriði á fundinum.
Afgreiðsla Fræðslunefndar: Lagt fram.
3.Rýmingaráætlun - Sveitarfélagið Vogar
2103019
Rætt um rýmingaráætlun Sveitarfélagsins með áherslu á áætlun fyrir skólana.
Á fundinum var farið yfir viðbragðsáætlanir leikskólans og grunnskólans, ásamt almennri yfirferð um rýmingaráætlun Sveitarfélagsins.
Afgreiðsla Fræðslunefndar: Lagt fram.
4.Stóru-Vogaskóli - Skóladagatal 2021-2022
2103018
Skóladagatal Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2021-2022 lagt fram til samþykktar.
Samþykkt
Skólastjóri fór yfir og kynnti skóladagatal næsta skólaárs.
5.Notkun nemenda á framhalds- og háskólastigi á bókasafni
1905013
Umfjönnum um hvort mögulegt sé að setja upp rafræna aðgangsstýringu á bókasafni til að gera framhaldsskólanemendum kleyft að nýta aðstöðu á safninu til að læra í.
Á fundinum var upplýst að til stendur að setja upp aðgangsstýringu að bókasafninu fyrir framhaldsskóla- og háskólanemendur, sem óska eftir að nýta sér aðstöðu á safninu til heimanáms.
Afgreiðsla Fræðslunefndar: Lagt fram.
6.Starfsemi á vorönn 2021 - Stóru-Vogaskóli
2103023
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir starfsemi skólans á vorönn 2021.
Skólastjóri kynnti nefndarmönnum starfsemi skólans á vorönn 2021.
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Afgreiðslu skóladagatalsins er frestað. Fræðslunefnd hvetur bæjarstjór til að flýta ákvörðunartöku um opnunartíma leikskólans milli jóla og nýárs 2021.