Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

94. fundur 15. mars 2021 kl. 17:30 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
Starfsmenn
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jens G. Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Erna Margrét Gunnlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Helgadóttir embættismaður
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skóladagatal 2021-2022 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir.

2103021

Skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla 2021-2022 lagt fram til staðfestingar.
Frestað
Leikskólastjóri fór yfir og kynnti drög að skóladagatali leikskólans fyrir næsta skólaár.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Afgreiðslu skóladagatalsins er frestað. Fræðslunefnd hvetur bæjarstjór til að flýta ákvörðunartöku um opnunartíma leikskólans milli jóla og nýárs 2021.

2.Ársskýrsla 2020 - Heilsuleikskólinn Suðurvellir

2103022

Ársskýrsla Heilsuleikskólans Suðurvalla lögð fram til kynningar.
Leikskólastjóri kynnti ársskýrsluna og fór yfir einstök atriði á fundinum.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

3.Rýmingaráætlun - Sveitarfélagið Vogar

2103019

Rætt um rýmingaráætlun Sveitarfélagsins með áherslu á áætlun fyrir skólana.
Á fundinum var farið yfir viðbragðsáætlanir leikskólans og grunnskólans, ásamt almennri yfirferð um rýmingaráætlun Sveitarfélagsins.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

4.Stóru-Vogaskóli - Skóladagatal 2021-2022

2103018

Skóladagatal Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2021-2022 lagt fram til samþykktar.
Samþykkt
Skólastjóri fór yfir og kynnti skóladagatal næsta skólaárs.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.

5.Notkun nemenda á framhalds- og háskólastigi á bókasafni

1905013

Umfjönnum um hvort mögulegt sé að setja upp rafræna aðgangsstýringu á bókasafni til að gera framhaldsskólanemendum kleyft að nýta aðstöðu á safninu til að læra í.
Á fundinum var upplýst að til stendur að setja upp aðgangsstýringu að bókasafninu fyrir framhaldsskóla- og háskólanemendur, sem óska eftir að nýta sér aðstöðu á safninu til heimanáms.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

6.Starfsemi á vorönn 2021 - Stóru-Vogaskóli

2103023

Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir starfsemi skólans á vorönn 2021.
Skólastjóri kynnti nefndarmönnum starfsemi skólans á vorönn 2021.

Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?