Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

89. fundur 18. maí 2020 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingvi Ágústsson formaður
  • Baldvin Hróar Jónsson varaformaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason, menningarfulltrúi
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hálfdan Þorsteinsson, skólastjóri
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfsemi Stóru-Vogaskóla á Covid tímum vorið 2020

2005017

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir starfesmi skólans á Covid tímanum (vormánuðir 2020).
Lagt fram
Skólastarf gekk mjög vel á Covid tímanum en gera þurfti ákveðnar breytingar á skóladagatali. Leita þurfti nýrra leiða í kennslunni, til að mynda fór hluti kennslu eldri nemenda fram í fjarkennslu.Útlit er fyrir að hægt verði að halda skólaslit með hefðbundnu sniði í byrjun júní.

2.Fyrirhuguð starfsemi Stóru-Vogaskóla haustið 2020

2005018

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla fer yfir stöðu mála varðandi næsta skólaár.
Lagt fram
Búið er að ráða tvo réttindakennara fyrir næsta haust og reiknað er með að ekki þurfi að segja upp starfsmönnum næsta vetur. Sex einstaklingar eru í réttindanámi sem stendur og vonir standa til að a.m.k. þrír þeirra klári námið næsta vetur og verður þá hlutfall réttindakennara komið í um 80%. Einn kennari snýr til baka úr ársleyfi.

3.Sumaropnun bókasafns 2020

2005019

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir sumaropnun bókasafns sumarið 2020.
Lagt fram
Stjórnendur bókasafns og skóla leggja áherslu á að safnið sé opið yfir sumartímann. Opnunartíminn verður ákveðinn fljótlega og kynntur á heimasíðu skólans, facebook síðu safnsins og heimasíðu sveitarfélagsins.

4.Húsnæðismál grunnskólans

1404060

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir stöðuna á húsnæðismálum grunnskólans.
Lagt fram
Fyrir rúmu ári síðan var skipuð nefnd um stækkun Stóru-Vogaskóla. Húsnæði skólans er nú þegar of lítið og þörfin fyrir stærra húsnæði er mikil. Skólastjóri leggur áherslu á að halda þessu máli lifandi og að hægt sé að vinna ýmsa undirbúningsvinnu þrátt fyrir ástandið sem er uppi í dag.

5.Skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla 2020-21

2005020

María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir skóladagatal fyrir starfsárið 2020-21.
Samþykkt
Skóladagatalið er að langmestu leyti hefðbundið. Skipulagsdagar eru sex en hafa verið fimm. Fræðslunefnd samþykkir dagatalið fyrir sitt leyti.

6.Fáliðunaráætlun Heilsuleikskólans Suðurvalla

2005021

María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir fáliðunaráætlun skólans.
Lagt fram
Í fáliðunaráætlun leikskólans er m.a. fjallað um aðgerðir til að mæta fáliðun og þar er einnig neyðarstaða vegna fáliðunar.

7.Verklagsreglur fyrir starfsemi leikskóla

2005022

María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir drög að uppfærðum verklagsreglum fyrir skólann.
Samþykkt
Nefndin tók verklagsreglurnar til umfjöllunar og samþykkti þær með breytingum sem gerðar voru á fundinum og þær vistaðar í skjal sem sett var inn í málið. Menningarfulltrúa falið að samræma útlit skjalsins eftir óskum leikskólastjóra en ekki verða gerðar orðalagsbreytingar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?