Félags og jafnréttismálanefnd

6. fundur 12. janúar 2007 kl. 17:00 - 19:30 Iðndal 2

6. fundur félags og jafnréttismálanefndar Sveitarfélagsins Voga.
Haldinn 12.janúar 2007 að Iðndal 2 kl. 17:00.
Mættar eru: Guðbjörg Jakobsdóttir, Oddný Þóra Baldvinsdóttir
og Sigríður Ragna Birgisdóttir. Einnig situr fundinn Gyða
Hjartardóttir.

Lokuð mál:
Fyrir nefndinni liggja umsóknir um fjárhagsaðstoð og styrki
Nefndin samþykkir eina fjárhagsaðstoð og þrjá styrki.
Gyða víkur af fundi kl. 18:20
Opin mál
1. mál
Bréf frá Samtökum herstöðvarandstæðinga lagt fram til kynningar ásamt svarbréfi
bæjarstjóra við erindinu þar sem nefndinni er falið að móta stefnu fyrir Sveitarfélagið í
mannréttinda- og friðarmálum. Nefndin ákveður að fresta umfjöllun um málið til næsta
fundar.
2. mál
Jafnréttisáætlun fyrir Sveitarfélagið Voga. Nefndin skipuleggur vinnuna sem framundan
er varðandi áætlunarvinnuna og skiptir með sér verkum. Einnig er ákveðið að nefndin
hittist á sérstökum vinnufundum til að vinna að áætluninni.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 19.30

Getum við bætt efni síðunnar?