7. fundur félags og jafnréttismálanefndar Sveitarfélagsins
Voga.
Haldinn 15. febrúar 2007 að Iðndal 2 kl. 17:00.
Mættar eru: Oddný Þóra Baldvinsdóttir, Sigríður Ragna
Birgisdóttir og Magnús Jón Björgvinsson.
Opin mál.
1. mál. Reglubreytingar varðandi fjárhagsaðstoð
Tillaga að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð til samræmis við önnur sveitarfélög
var tekin til umræðu í félagsmálálaráði í Sandgerðisbæ og hljóðar upp á að
grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar taki mið af neysluvísitölu og breytist skv. henni í stað
tengingar við bótaupphæðir TR.
Fjárhagsaðstoð til einstaklings geti numið allt að 95.050 kr. Á mánuði.
Fjárhagsaðstoð til hjóna verður þá 152.080 kr.
Nefndin samþykkir breytinguna samhljóða.
2. mál. Jafnréttisáætlun
Rætt um vinnuna sem framundan er og ákveðið að hittast á vinnufundi 1. mars.
Tvö trúnaðarmál tekin fyrir á fundinum.
Fundi slitið 18:45.