-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.1.2015, með honum fylgir ritið "Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar". Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.1.2014, með því fylgdi ritið "Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar".
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla þessa fundar:
BBÁ leggur fram eftirfarandi tillögu: "Lagt er að gerð verði breyting á 5. gr. starfslýsingar Starfs- og samskiptareglna sveitarfélagsins: Bæjarstjórn ákvarðar hver skulu vera laun forseta bæjarstjórnar, formanns bæjarráðs og bæjarfulltrúa. Nefndarlaun eru greidd tvisvar á ári, í maí og desember ár hvert. Nefndarlaun breytast í samræmi við þingfararkaup. Fundargerðarbækur sveitarfélagsins eru frumheimildir fyrir greiðslu fyrir setu í nefndum og ráðum bæjarfélagsins. Bæjarfulltrúar fá jafnframt greitt fyrir setu á fundum utan fastanefnda sveitarfélagsins sem þeir eru boðaðir á sem fulltrúar bæjarstjórnar af bæjarstjóra eða bæjarráði. Ákveði bæjarstjórn að setja á fót vinnuhóp bæjarfulltrúa með skilgreind verkefni ákveður bæjarstjórn hvort greitt skuli fyrir þau störf eins og í öðrum nefndum. Fulltrúar sem bæjarstjórn eða fastanefnd kýs skv. reglugerð eða samþykktum í stjórnir og ráð fá greitt samkvæmt gjaldskrá fyrir hvern fund, þó aðeins ef viðkomandi stofnun greiðir ekki fundarþóknun. Bæjarfulltrúar leggja til tölvu og síma vegna starfa sinna og greiða kostnað því samfara."
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: IG, BS, BBÁ, JHH, ORÞ, BÖÓ
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2.2.2015, þar sem kynnt er að settar hafi verið upp undirsíður á vef Sambandsins um nýsköpun í sveitarfélögum. Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2.2.2015, kynning á undirsíðum á vef sambandsins um nýsköpun í sveitarfélögum.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagt fram bréf starfsmanna BS til stjórnar fyrirtækisins um afturköllun námsferðar til Finnlands.
Bókun fundar
Erindi starfsmanna BS til stjórnar fyrirtækisins um afturköllun á námsferð til Finnlands.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: JHH, BÖÓ
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagt fram bréf Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 21.1.2015 vegna vetrarfundar SSS. Óskað er eftir tillögum að fundarefni.
Bókun fundar
Erindi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 21.1.2015, óskað eftir tillögum að fundarefni á vetrarfundi SSS.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: JHH, IG
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagt fram rekstraryfirlit janúar 2015, ásamt greiningu bæjarstjóra.
Bókun fundar
Rekstraryfirlit janúar 2015 ásamt fráviksgreiningu bæjarstjóra.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagður fram tölvupóstur Ness, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, dags. 10.2.2015. Í erindinu er óskað eftir fjárstyrk í formi samstarfssamnings. Jafnframt liggur fyrir umsögn Frístunda- og menningarfulltrúa um málið, dags. 16.2.2015.
Bæjarráð er hlynnt því að gerður verður samstarfssamningur við Nes og að veitt verði 50 þús.kr. styrkur till starfseminnar. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við félagið og leggja fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Erindi Ness, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, dags. 10.2.2015, ósk um fjárstyrk í formi samstarfssamnings. Umsögn frístunda- og menningarfulltrúa um málið lá fyrir.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð er hlynnt því að gerður verði samstarfssamningur við Nes og að veitt verði 50 þús.kr. styrkur til starfseminnar. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við félagi og leggja fyrir bæjarráð.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: ORÞ, JHH
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagt fram bréf 159 ehf. dags. 10.2.2015, ósk um samstarf vegna útgáfu upplýsingabæklings fyrir sveitarfélagið Voga. Jafnframt liggur fyrir umsögn Markaðsstofu Suðurnesja dags. 12.2.2015. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að útfæra samning við bréfritara um verkefnið.
Bókun fundar
Erindi 159 ehf. dags. 20.2.2015, ósk um samstarf vegna útgáfu upplýsingabæklings fyrir sveitarfélagið Voga. Umsögn Markaðsstofu Suðurnesja dags. 12.2.2015 liggur fyrir.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að útfæra samning við bréfritara um verkefnið.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: ORÞ, BBÁ, JHH.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Á fundinum eru kynnt drög að útfærslu á fyrirhuguðum breytingum á bæjarskrifstofunum. Bæjarráð leggur áherslu á að breytingum á húsnæðinu verði lokið fyrir 1. september n.k. Óskað er eftir að endanleg tillaga að útfærslu liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Bókun fundar
Fyrirliggjandi eru drög að útfærslu á fyrirhuguðum breytingum á bæjarskrifstofunum og þau kynnt á fundinum.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð leggur áherslu á að breytingum á húsnæðinu verði lokið fyrir 1. september n.k. Óskað er eftir að endanleg tillaga að útfærslu liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagðar fram til kynningar kostnaðaráætlanir vegna fyrirhugaðra framkvæmda á árinu 2015. Bæjarstjóri upplýsti að unnið sé að undirbúningi útboðs verklegra framkvæmda.
Bókun fundar
Kostnaðaráætlanir vegna fyrirhugaðra framkvæmda á árinu 2015 kynntar, bæjarstjóri upplýsti að unnið sé að undirbúningi útboðs vegna framkvæmda.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram til kynningar.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagður fram tölvupóstur Nýsköpunarkeppni Grunnskólanemenda, dags. 11.2.2015, þar sem óskað er eftir framlagi í formi hvatningar og styrks. Jafnframt liggur fyrir álit skólastjóra Stóru-Vogaskóla um umsóknina. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Bókun fundar
Erindi Nýsköpunarkeppni Grunnskólanemenda dags. 11.2.2015, óskað eftir framlagi í formi hvatningar og styrks. Umsögn skólastjóra Stóru-Vogaskóla um erindið liggur fyrir.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram drög að viðauka við samning frá 23.maí 2001 milli Hitaveitu Suðurnesja hf (HS) og sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum. Í viðaukanum er gert ráð fyrir að verðið fyrir vatnið hækki frá og með 1. febrúar 2015 um 5 kr/tonn og aftur 1. janúar 2016 um 5 kr/tonn. Hækkanirnar verðbætist með sama hætti og grunnverð samningsins. Bæjarráð samþykkir viðaukann með þeim fyrirvara að staðið verði við áform um að fundinn verði nýr staður fyrir vatnsból sveitarfélagsins á síðari hluta skipulagstímabilsins í samræmi við fyrri áform.
Bókun fundar
Lögð fram drög að viðauka við saming frá 23.5.2001 milli Hitaveitu Suðurnesja hf (HS) og sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum. Í viðaukanum er gert ráð fyrir að verðið fyrir vatnið hækki frá og með 1. febrúar 2015 um 5 kr/tonn og aftur 1. janúar 2016 um 5 kr/tonn. Hækkanirnar verðbætist með sama hætti og grunnverð samningsins.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir viðaukann með þeim fyrirvara að staðið verði við áform um að fundínn verði nýr staður fyrir vatnsból sveitarfélagsins á síðari hluta skipulagstímabilsins í samræmi við fyrri áform.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Sigrún Guðmundsdóttir og Helga Harðardóttir, fulltrúar BDO endurskoðunar mættu á fundinn og gerðu bæjarráði grein fyrir endurskoðun ársreiknings 2014, sem nú stendur yfir. Á fundinum er lagt fram óhæfisbréf BDO endurskoðunar gagnvart Sveitarfélaginu Vogum, dags. 18. febrúar 2015.
Bókun fundar
Fulltrúar BDO Endurskoðunar hf. mættu á fundinn og gerðu bæjarráði grein fyrir endurskoðun ársreiknings 2014, sem nú stendur yfir. Á fundinum var lagt fram óhæfisbréf BDO endurskoðunar gagnvart Sveitarfélaginu Vogum, dags. 18.2.2015.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Málið kynnt, óhæfisbréf BDO lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum dags. 13.2.2015, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsókn Arktik Rok ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í fl. IV að Iðndal 1 í Vogum. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Bókun fundar
Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum dags. 13.2.2015 þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsókn Arktik Rok ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í fl. IV að Iðndal 1 í Vogum.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Til máls tók: IG
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál
Bókun fundar
Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416.mál
Bókun fundar
Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp tl laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál
Bókun fundar
Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um uppbygginu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta), 454. mál
Bókun fundar
Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónleg þjónusta), 454. mál
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál
Bókun fundar
Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál.
Bókun fundar
Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál
Bókun fundar
Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál
Bókun fundar
Erindi Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldurm (heildarlög, strangari reglur), 512. mál
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram fundargerð 14. fundar stjórnar Reykjanes jarðvagns haldinn 21. nóvember 2014
Bókun fundar
Fundargerð 14. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs haldinn 21.11.2014
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram fundargerð 15. fundar stjórnar Reykjanes jarðvagns haldinn 9. janúar 2015
Bókun fundar
Fundargerð 15. fundar stjórnar Reykjanes jarðsvangs, haldinn 9.1.2015
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram fundargerð 94. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar frá 15.01.2015
Bókun fundar
Fundargerð 94. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar haldinn 15.1.2015
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram fundargerð 685. fundar stjórnar SSS haldinn 21. janúar 2015
Bókun fundar
Fundargerð 685. fundar stjórnar SSS haldinn 21.1.2015
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram fundargerð 95. fundar Þjónustuhóps aldraðra haldinn 26. janúar 2015
Bókun fundar
Fundargerð 94. fundar Þjónustuhóps aldraðra haldinn 26.1.2015
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram fundargerð 371. fundar Hafnasambands Íslands haldinn 16.01.2015. Undir þessum lið er ársreikningur Hafnasambandsins fyrir árið 2014 lagður fram til kynningar.
Bókun fundar
Fundargerð 371. fundar Hafnasambands Íslands haldinn 16.1.2015, ársreikningur Hafnasambandsins 2014.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram fundargerð 456. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, haldinn 12. febrúar 2015.
Bókun fundar
Fundargerð 456. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn 12.2.2015.
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
IRH bókar eftirfarandi undir þessum lið: Vegna hjásetu minnar við afgreiðslu á kaupum á fasteign á 456 fundi Kölku
Óska ég eftir að fram komi ástæða hjásetur minnar.
Öll framhvæmdin við þessi kaup eru unnin á milli funda án fullrar þáttöku stjórnar.
Hér er um skuldbindingu að ræða fyrir öll sveitarfélögin, þegar sá möguleiki varð til að þetta húsnæði væri falt þá hefði átt að boða til stjórnarfundar og málið tekið til skoðunar þar.
Húsnæðiskaup voru ekki á dagskrá stjórnar á 545 né 546 fundi.
Til máls tóku: JHH, IRH
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 30. janúar 2015
Bókun fundar
Fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 30.1.2015
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 185
Lögð fram fundargerð 246. fundar stjórnar BS haldinn 26. janúar 2015.
Lögð fram fundargerð 247. fundar stjórnar BS haldinn 29. janúar 2015
Bókun fundar
Fundargerð 246. fundar stjórnar BS haldinn 26.1.2015
Fundargerð 247. fundar stjórnar BS haldinn 29.1.2015
Niðurstaða 185. fundar bæjarráðs: Lagt fram.
Afgreiðsla þessa fundar:
Afgreiðsla 185. fundar bæjarráðs samþykkt á 108. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.