104. fundur
12. nóvember 2014 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonforseti bæjarstjórnar
Bergur Álfþórssonaðalmaður
Inga Rut Hlöðversdóttiraðalmaður
Birgir Örn Ólafssonaðalmaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Guðbjörg Kristmundsdóttiraðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinason1. varamaður
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 2. mál: 1406006 Kosning í nefndir (1406006). Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
1.Fjárhagsáætlun 2015-2019
1407008
Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2015
Fjárhagsáætlun 2015 er lögð fram til fyrri umræðu. Með áætluninni fylgir greinargerð bæjarstjóra, dags. 10.11.2014. Bæjarstjóri fór yfir tillöguna og gerði grein fyrir helstu atriðum áætlunarinnar. Bæjarstjórn samþykkir að álagningarhlutfall útsvars tekjuárins 2015 verði óbreytt frá fyrra ári, 14,52%. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum. Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætluninni til áframhaldandi umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 17. desember n.k.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að í stað Bergs Viðars Guðbjörnssonar sem fulltrúa í stjórn BS verði Birgir Örn Ólafsson kjörinn aðalmaður og Ingþór Guðmundsson til vara.