Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

103. fundur 29. október 2014 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 174

1409004F

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, JHH, ÁE.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 175

1410002F

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 60

1409003F

Fundargerðin var afgreidd á 102. fundi bæjarstjórnar.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 61

1410001F

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG, BS, GK, JHH, ÁL.

5.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar 2014

1401070

Fundargerð 91. fundar dags. 16.10.2014 samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: IG, GK, JHH, ÁL.

6.Kaup á fasteignum EFF 2014

1406032

Samþykkt bæjarstjórnar um lántöku að fjárhæð 400 m.kr. hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Á 173. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra heimilað að óska eftir við Eignarhaldsfélagið Fasteign að nýta kauprétt sveitarfélagsins á íþróttahúsi, sundlaug og félagsmiðstöð sveitarfélagsins, fastanúmer 221-6552. Bæjarstjóra var einnig heimilað að óska eftir láni frá Lánasjóði sveitarfélaga allt að 400 m.kr. til 15 ára, verðtryggt með breytilegum vöxtum.

Með útsendum gögnum fylgir lánssamningur aðila nr. 1410_48 ásamt beiðni um útborgun láns.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 400.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á fasteignum íþrótta- og félagsmiðstöðvar af Eignarhaldsfélaginu Fasteign, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ásgeiri Eiríkssyni kennitala 080355-2119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BS, JHH, ÁE, BÖÓ.

7.Öldungaráð Suðurnesja

1401011

Tilnefning í Öldrunarráð Suðurnesja
Lagt fram bréf Félags eldri borgara á Suðurnesjum, dags. 15. október 2014. Í bréfinu er óskað eftir að Sveitarfélagið Vogar tilnefni tvo fulltrúa og einn til vara í ráðið. Með bréfinu fylgir jafnframt samþykktir ráðsins. Ráðinu er ætlað að gæta hagsmuna eldri borgara á Suðurnesjum og vera ráðgefandi um framtíðarskipulag öldrunarþjónustu, uppbyggingu hjúkrunarheimila, þjónustu- og öryggisíbúða á Suðurnesjum og vinni að samþættingu á þjónustu með það í huga að nýt sem best mannauð og fjármagn.

Afgreiðslu málsins er frestað.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?