Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

85. fundur 16. maí 2013 kl. 18:00 - 20:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Sigrún Atladóttir
  • Kristinn Björgvinsson
  • Bergur Álfþórsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Þorvaldur Örn Árnason
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson Bæjarstjóri
Dagskrá
Oddur Ragnar Þórðarson, forseti bæjarstjórnar, stýrir fundi.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 150

1304005F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tók: Oddur Ragnar.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 151

1305001F

Fyrir tekið 5. mál, Brunavarnaráætlun B.S 2013 - 2017. Bæjarstjórn staðfestir áætlunina. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fyrir tekið 4. mál, Viðauki við fjárhagsáætlun 2013-2016:
Bergur Brynjar Álfþórsson ítrekar tillögu sína um að málinu verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.
Tillaga Bergs er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fyrir tekið 7. mál, ósk um styrk vegna Bryggjudags.
Bergur Brynjar Álfþórsson bókar eftirfarandi fyrirspurn: Að hversu mörgum samningum hafa forseti bæjarstjórnar og fyrsti varafulltrúi L-lista unnið varðandi endurnýjun, sbr. fyrri samþykkt bæjarstjórnar þar að lútandi? Forseti svaraði fyrirspurninni á fundinum og sagði frá framgangi mála. Bergur Brynjar Álfþórsson óskar bæjarfulltrúum Oddi Ragnari Þórðarsyni og Jóngeiri Hlinasyni góðs gengis í þeirri vinnu sem framundan er við endurnýjun samstarfssamninga við félagasamtök. Kristinn Björgvinsson ítrekar mikilvægi þess að við gerð samstarfssamninganna verði hugað að gagnsæi og skilvirkni, þannig að skýrt sé hverjar séu réttindi og skyldur samningsaðila.

Kristinn Björgvinsson leggur til að bæjarstjóra og frístunda- og menningarfulltrúa verði falið að vinna að gerð samstarfssamninga og að þeir komi síðan til umfjöllunar í Frístunda- og menningarnefnd áður en þeir koma til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Tillaga Kristins er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: Oddur Ragnar, Bergur, Inga Sigrún, Ásgeir, Þorvaldur Örn, Kristinn, Björn.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 44

1304006F

Fyrir tekið 4. mál, viðhald sundlaugar 2013: Bæjarstjórn tekur undir sjónarmið nefndarinnar um að ánægjulegt sé að ráðist sé í viðgerðir á sundlauginni.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Inga Sigrún, Bergur, Kristinn, Björn.

4.Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2012

1302026

Síðari umræða og samþykkt ársreiknings.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga lagður fram til síðari umræðu. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með undirskrift sinni. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bókun bæjarstjórnar:Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga sem nú er samþykktur við síðari umræðu ber með sér góðan viðsnúning í rekstri sveitarfélagsins. Þeim viðsnúningi má helst þakka þeim leiðréttingum sem fengust í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, sem lauk í upphafi árs 2013. Rekstrarafkoma bæjarsjóðs og samstæðu er í öllum megin atriðum í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Þegar hafa verið lögð drög að uppkaupum þeirra fasteigna sem eru í eigu Fasteignar ehf., og gert ráð fyrir að þeim ljúki í árslok 2014. Með því móti verður enn styrkari stoðum rennt undir rekstur sveitarfélagsins. Bókfærð eiginfjárstaða er nærri 40%. Sveitarfélagið hefur nú þegar náð þeim árangri að uppfylla skilyrði fjármálareglna sveitarstjórnarlaganna. Skuldahlutfall er um 95%, auk þess sem ákvæði jafnvægisreglu eru nú einnig uppfyllt. Ársreikningurinn 2012 markar því góðan og varanlegan viðsnúning hjá sveitarfélaginu eftir nokkur erfið ár í kjölfar lakari efnahagsskilyrða frá árinu 2008.

Oddur Ragnar Þórðarson bókar þakkir til bæjarfulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf. Ennu Eirnýju Valsdóttur fyrrverandi bæjarstjóra og Ásgeiri Eiríkssyni bæjarstjóra eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf sérstaklega er varðar vinnu við endurskipulagningu Fasteignar ehf.
Bergur óskar að fram komi að hann lýsi yfir ánægju sinni með að Ennu Eirnýju Valsdóttur fyrrverandi bæjarstjóra séu færðar þakkir.
Til máls tóku: Oddur Ragnar, Bergur, Ásgeir.

5.Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins Voga

1303038

Fyrri umræða. Samþykktir endurskoðaðar og samræmdar við ný sveitarstjórnarlög.
Á fundinum er lögð fram tillaga vinnuhóps bæjarstjórnar að endurskoðuðum samþykktum sveitarfélagsins. Samþykktirnar byggja á fyrirmynd Innanríkisráðuneytisins og taka mið af ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011.
Afgreiðslu málsins er vísað til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Bergur, Ásgeir, Inga Sigrún.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?