Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

99. fundur 16. júní 2014 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Birgir Örn Ólafsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Bergur Brynjar Álfþórsson, starfsaldursforseti bæjarstjórnar setur fund og stýrir fram að kjöri forseta bæjarstjórnar.

1.Kjör forseta og varaforseta bæjarstjórnar

1406004

Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins skal bæjarstjórn kjósa forseta og tvo varaforseta til eins árs á fyrsta fundi sínum að afloknum kosningum.
Tilnefningar til embætta forseta, 1. varaforseta og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs eru eftirfarandi:
Ingþór Guðmundsson af E-lista er tilnefndur sem forseti bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.

Nýkjörinn forseti bæjarstjórnar, Ingþór Guðmundsson, tók við stjórn fundarins.

Inga Rut Hlöðversdóttir af E-lista er tilnefnd sem 1. varaforseti bæjarstjórnar.
Björn Sæbjörnsson af D-lista er tilnefndur sem 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: BBA, IG

2.Kosning í bæjarráð til eins árs

1406005

Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa 3 aðalmenn og jafnmarga varamenn í bæjarráð til eins árs. Aðalmenn í bæjarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn og varamenn í bæjarráð. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann bæjarráðs úr hópi kjörinna bæjarráðsmanna. Framboðslisti sem fulltrúa á í bæjarstjórn en ekki í bæjarráði má tilnefna bæjarfulltrúa til setu í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt.
Tilnefningar til bæjarráðs til eins árs eru eftirfarandi:
Af E-lista:
Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður
Ingþór Guðmundsson, varaformaður
Til vara:
Inga Rut Hlöðversdóttir
Birgir Örn Ólafsson

Af D-lista:
Björn Sæbjörnsson
Til vara:
Guðbjörg Kristmunsdóttir

Af hálfu L-lista er Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, til vara Jóngeir H. Hlinason.

Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG

3.Kosning í nefndir og ráð

1406006

Sveitarstjórn kýs í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.
Fyrir fundinum liggja tilnefningar framboðanna um skipan í nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að. Fulltrúar D og L lista, sem mynda minnihluta bæjarstjórnar, leggja fram sameiginlega tillögu um skipan fulltrúa minnihlutans í nefndir og ráð þar sem tveir fulltrúar koma í hlut minnihlutans. Fulltrúar D og L lista óska bókað að samkomulag sé milli framboðanna um skiptingu á fimmta manni í Fræðslunefnd, Umhverfis- og skipulagsnefnd og Frístunda- og menningarnefnd á þann hátt að fulltrúar L-lista eiga fulltrúa í tveimur nefndum og D-listinn í einni fyrri hluta kjörtímabilsins, en á síðari hluta kjörtímabilsins á D-listinn fulltrúa í tveimur nefndum og L-listinn í einni.

Eftirfarandi tilnefningar voru lagðar fram:
Fræðslunefnd:
Af E-lista:
Bergur B. Álfþórsson, formaður
Marta G. Jóhannesdóttir, varaformaður
Brynhildur S. Hafsteinsdóttir
Til vara:
Davíð Harðarson
Inga Rut Hlöðversdóttir
Áshildur Linnet

Af D-lista:
Magga Lena Kristinsdóttir
Til vara:
Guðbjörg Kristmundsdóttir

Af L-lista:
Jóngeir H. Hlinason
Til vara:
Sigríður Þorgrímsdóttir

Umhverfis- og skipulagsnefnd:
Af E-lista:
Áshildur Linnet, formaður
Ingþór Guðmundsson, varaformaður
Friðrik V. Árnason
Til vara:
Kristinn Sveinsson
Ivan Kay Frandsen
Davíð Harðarson

Af D-lista:
Sigurður Árni Leifsson
Til vara:
Hólmgrímur Rósenbergsson
Af L-lista:
Gísli Stefánsson
Til vara:
Kristinn Björgvinsson

Frístunda- og menningarnefnd:
Af E-lista:
Erla Lúðvíksdóttir, formaður
Þorvaldur Örn Árnason, varaformaður
Marteinn Ægisson
Til vara:
Kristinn Sveinsson
Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir
Ingvar Leifsson

Af D-lista:
Kristinn Benediktsson
Sylvía Hlíf Latham
Til vara:
Oddur Ragnar Þórðarson
Magga Lena Kristinsdóttir

Kjörstjórn:
Hilmar Egill Sveinbjörnsson, formaður
Þórdís Símonardóttir
Jón Ingi Baldursson
Til vara:
Svanborg Svansdóttir
Oktavía Ragnarsdóttir
Halla Jóna Guðmundsdóttir

Fjölskyldu- og velferðarnefnd (einnig Barnaverndarnefnd) Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga:
Jóhanna Lára Guðjónsdóttir
Drífa B. Gunnlaugsdóttir
Til vara:
Áshildur Linnet
Guðbjörg Kristmundsdóttir


Almannavarnarnefnd Suðurnesja:
Ásgeir Eiríksson
Til vara:
Ingþór Guðmundsson

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja:
Bergur B. Álfþórsson
Til vara:
Áshildur Linnet
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Brunavarnir Suðurnesja:
Bergur Viðar Guðbjörnsson
Til vara:
Birgir Örn Ólafsson
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fulltrúar á landsþig Sambands Íslenskra Sveitarfélaga:
Ingþór Guðmundsson
Björn Sæbjörnsson
Til vara:
Birgir Örn Ólafsson
Guðbjörg Kristmundsdóttir

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum:
Ingþór Guðmundsson
Til vara:
Birgir Örn Ólafsson
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Sorpeyðingastöð Suðurnesja:
Inga Rut Hlöðversdóttir
Til vara:
Bergur B. Álfþórsson
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Stjórn Dvalarheimila aldraðra:
Inga Rut Hlöðversdóttir
Til vara:
Erla Lúðvíksdóttir
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Tilnefningarnar eru að öðru leyti samþykktar samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: IG, BS

4.Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2014-2018

1406009

Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins skal bæjarstjórn ráða framkvæmdastjóra til að annast framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og verkefni sveitarfélagsins. Ráðningartími framkvæmdastjóra skal að jafnaði vera sá sami og kjörtímabil bæjarstjórnar.
Forseti bæjarstjórnar leggur fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að ráða Ásgeir Eiríksson sem bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga kjörtímabilið 2014 - 2018. Bæjarstjórn samþykkir að veita forseta heimild til að ganga til samninga við Ásgeir og að ráðningarsamningur verði lagður fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarráðs."
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tók: IG

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?