97. fundur
14. maí 2014 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
Oddur Ragnar Þórðarsonforseti bæjarstjórnar
Kristinn Björgvinsson
Björn Sæbjörnsson
Ingþór Guðmundsson
Bergur Álfþórsson
Erla Lúðvíksdóttir
Sveindís Skúladóttir
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 169
1404006F
Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Fyrir tekið 2. mál, lokun vegs milli Neðri Brunnastaða og Naustakots (1011006). Ingþór Guðmundsson leggur til að ákvörðun bæjarráðs verði snúið við og fallið verði frá þeirri ákvörðun um að loka umræddum vegi. Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum. Tveir sitja hjá.
Bergur Brynjar Álfþórsson óskar bókað að hann fagnar því að fyrir liggi til samþykktar forvarnarstefna sveitarfélagsins.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum. Til máls tóku: ORÞ, IG, KB
2.Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Voga
1302025
Forvarnarstefna sveitarfélagsins er send bæjarstjórn til staðfestingar. Stefnan hefur hlotið umfjöllun og afgreiðslu í Frístunda- og menningarnefnd, bæjarráð hefur einnig staðfest stefnuna fyrir sitt leyti.
Lögð fram drög að forvarnarstefnu sveitarfélagsins. Forvarnarstefnan hefur hlotið umfjöllun og afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar, bæjarráð hefur einnig staðfest stefnuna fyrir sitt leyti. Bæjarstjórn staðfestir forvarnarstefnu Sveitarfélagsins Voga, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Björn Sæbjörnsson óskar bókað: "Ég vil fagna því að forvarnarstefna sveitarfélagsins sé að verða að veruleika með samþykkt bæjarstjórnar. Unnið hefur verið markvisst að stefnunni allt kjörtímabilið og er það mér mikið ánægjuefni að hún skuli vera að komast í notkun. Hún á vonandi eftir verða börnum og unglingum hér í sveitarfélaginu til heilla og koma öllum þeim sem með þeim vinna að góðum notum.
Fulltrúar allra framboða taka undir með Birni og fagna jafnframt þessum merka áfanga. Öllum þeim aðilum sem að undirbúningi við gerð stefnunnar komu eru færðar þakkir fyrir þeirra framlag.
Til máls tóku: ORÞ, BS, BBÁ, IG, EL, KB.
3.Ársreikningur 2013
1402007
Siðari umræða um ársreikning sveitarfélagsins árið 2013.
Síðari umræða um ársreikning sveitarfélagsins 2013. Rekstrartekjur námu alls 812 m.kr. fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 775,5 m.kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 19,5 m.kir., og í A hluta um 26,1 m.kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2013 nam 928,7 m.kr., samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 771,2 m.kr. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með áritun sinni.
Til máls tóku: ORÞ.
Í lok fundar færði bæjarstóri bæjarstjórnarmönnum þakkir fyrir samstarfið ásamt því að hann stiklaði á stóru á þeim helstu verkefnum sem hlotið hafa framgang á kjörtímabilinu.
Bergur Brynjar Álfþórsson, Kristinn Björgvinsson og Oddur Ragnar Þórðarson þökkuðu bæjarfulltrúum og bæjarstjóra fyrir samstarfið og óskuðu frambjóðendum velfarnaðar í kosningabaráttunni framundan.
Fyrir tekið 2. mál, lokun vegs milli Neðri Brunnastaða og Naustakots (1011006). Ingþór Guðmundsson leggur til að ákvörðun bæjarráðs verði snúið við og fallið verði frá þeirri ákvörðun um að loka umræddum vegi. Tillagan er samþykkt með fimm atkvæðum. Tveir sitja hjá.
Bergur Brynjar Álfþórsson óskar bókað að hann fagnar því að fyrir liggi til samþykktar forvarnarstefna sveitarfélagsins.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: ORÞ, IG, KB