Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

93. fundur 29. janúar 2014 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Kristinn Björgvinsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Bergur Álfþórsson
  • Erla Lúðvíksdóttir
  • Sveindís Skúladóttir
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Oddur Ragnar Þórðarson forseti stýrir fundi.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 162

1312003F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: ORÞ

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 163

1401001F

Fyrir tekið 8. mál, bréf vegna starfskjara (1401007)
Oddur Ragnar Þórðarson leggur fram svohljóðandi bókun vegna málsins:
Í Reykjanesbæ eru gefnar út beiðnir fyrir fatakaupum. Þar getur starfsfólk framvísað þessum beiðnum við kaup sín fyrir allt að 45 þús kr á ári og viðkomandi fyrirtæki sent reikninginn á sveitarfélagið. Þetta kerfi hefur viðgengist í Reykjanesbæ undanfarin amk 5 ár við góðan orðstír. Með þessu beiðnakerfi verður til kerfi sem skilar sér í bækur sveitarfélagsins með svipuðu móti og gerist þegar sveitarfélagið kaupir inn umræddan fatnað sjálft. En það að kaupa þennan hlífðarfatnað sjálf er einmitt það sem bíður viðkomandi stofnana ef þetta verður niðurstaðan. Með þá ærinni fyrirhöfn og kjaraskerðingu fyrir viðkomandi starfsmenn.


Bergur Brynjar Álfþórsson óskar bókað: Ég legg áherslu á að við afgreiðslu málsins verði farið eftir lögum, reglum og kjarasamningum.
Bergur Brynjar Álfþórsson óskar bókað vegna 1. máls, Almenningssamgöngur á Suðurnesjum (1203016): Bæjarstjórn fagnar jákvæðri þróun og aukinni notkun á Vogastrætó. Bæjarstjórn þakkar sérstaklega frumkvæði Ingu Sigrúnar Atladóttur, fv. forseta bæjarstjórnar, í málinu. Samþykkt samhljóða.
Fyrir tekið 2. mál, málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (1311036): Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga tekur undir bókun sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Garðs og Grindavíkur um leið og hún hvetur þingmenn kjördæmisins, sérstaklega þá sem koma af Suðurnesjum, að láta málið til sín taka og beiti sér fyrir framgangi þess á Alþingi.
Fyrir tekið 6. mál, fundur með FEBS: Á undan fundi bæjarstjórnar kom stjórn FEBS til fundar við bæjarstjórn. Bæjarstjórn fagnar frumkvæði félagsins og lýsir yfir ánægju með fundinn. Tillögur félagsins verða til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, SS, BS, BBÁ, ÁE.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54

1401002F

Fyrir tekið 4. mál, stúkubygging við knattspyrnuvelli (1401043):
Bæjarstjórn samþykkir að ráðist verði í gerð nýs deiliskipulags á íþróttasvæðinu, þar sem gert verði ráð fyrir byggingu áhorfendastúku. Vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, BBÁ, BS, KB, IG.

4.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 64

1401003F

Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með jákvæða niðurstöðu sem fram kemur í viðhorfskönnun meðal starfsmanna leikskólans og jákvæðri niðurstöðu sem fram kemur í ytra mati grunnskólans.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: ORÞ, BBÁ

5.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar 2013

1310001

Fundargerðin 74. og 75. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Fundargerðin 74. og 75. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar samþykktar samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: ORÞ

6.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar 2014

1401070

Fundargerð 76. fundar nefndarinnar ásamt reglum um fjárhagsaðstoð 2014, sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fyrir tekið 1. mál, reglur um fjárhagsaðstoð. Bæjarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti breyttar reglur um fjárhagsaðstoð 2014, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum..
Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, BBÁ,ÁE

7.Beiðni um tímabundið leyfi

1401013

Jón Elíasson varabæjarfulltrúi óskar eftir leyfi út kjörtímabilið.
Lagt fram bréf Jóns Elíassonar varabæjarfulltrúa dags. 6. janúar 2014, sem óskar eftir tímabundnu leyfi frá störum varabæjarfulltrúa vegna persónulegra aðstæðna. Í stað Jóns verður Sigrún Línbergsdóttir, Akurgerði 3, fyrsti varamaður H-lista, en Magga Lena Kristinsdóttir, Miðdal 1, verður 2. varafulltrúi listans. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: ORÞ

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?