Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 01. ágúst 2006 kl. 18:00 - 19:45 Tjarnarsal

BÆJARSTJÓRN SVEITARFÉLAGSINS VOGA

 

FUNDARGERÐ

 

Árið 2006

10. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 1. ágúst 2006,

kl. 1800 í Tjarnarsal.

 

Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, varamaður fyrir Anný Helenu Bjarnadóttur, Sigurður Kristinsson, Inga Sigrún Atladóttir og Íris Bettý Alfreðsdóttir. Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.

 

DAGSKRÁ

 

  1. Fundargerð bæjarráðs dags. 25. júlí 2006.

 

Forseti spyr hvort bæjarfulltrúar vilji tjá sig um einstaka liði fundargerðarinnar.

 

Inga Sigrún spyr varðandi Umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins. Var farið um Vatnsleysuströndina og Hvassahraun?

 

Forseti svarar því til að hann þekki ekki hvort nefndin hafi farið um Vatnsleysuströnd og Hvassahraun, en hann treystir nefndinni til að gera tillögur um umhverfisverðlaun sveitarfélagsins.

 

Inga Rut leggur til að umhverfisnefndinni verði send fyrirspurn um framkvæmd úttektar vegna umhverfisverðlauna.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Inga Sigrún bókar varðandi 6. lið fundargerðar bæjarráðs.

Núverandi minnihluti H-listans í bæjarstjórn hefur alltaf stutt vel við Ungmennafélagið, og nú upp á síðkastið sérstaklega við sunddeild félagsins. Það er okkur því mikil vonbrigði að núverandi meirihluti hafi ekki hlúð betur að starfi sunddeildarinnar en raun ber vitni.

 

Sigurður spyr forseta bæjarstjórnar hvort hann vitað fyrirfram að breyting á formi varðandi greiðslur til framkvæmdastjóra UMFÞ myndi leiða til þess að framkvæmdastjórinn myndi segja upp.

Forseti svarar því til að hann hafi ekki vitað að framkvæmdastjóri myndi segja upp.

 

Íris bókar varðandi 9. lið fundargerðar bæjarráðs

Þar sem samþykkt er að skipa sameiginlega barnaverndarnefnd til 1. árs með Garði og Sandgerðisbæ, en áður var hún til fjögurra ára. Hvað hafa menn hugsað sér að gera í framhaldinu eftir þetta eina ár varðandi þessi mál. Af hverju er þessi breyting gerð þar sem fram kom á fundi barnaverndarnefndar að sú tilhögun sem nú er sé mjög góð.

 

Forseti bæjarstjórnar svarar því til að Sandgerðisbær hafi óskað eftir því að samstarfið yrði áfram til eins árs, en endurskoðað að þeim tíma liðnum. Næsta ár verður nýtt til að kanna aðra valkosti, en vilji er til þess að halda samstarfinu áfram.

 

Inga Sigrún tekur til máls varðandi 16. lið í fundargerð bæjarráðs.

Leggur til að bréfið verði afgreitt á annan hátt, þ.e. að bréfinu verði formlega svarað eins og gert er með önnur formleg erindi sem berast bæjarstjórn.

 

Forseti ber tillöguna upp til atkvæðagreiðslu.

Þrír eru með, tveir á móti, einn situr hjá. Inga Rut tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samráði við forseta bæjarstjórnar og oddvita minnihluta.

 

Íris spyr varðandi 20. lið fundargerðar bæjarráðs.

Hversu lengi verður framkvæmdum frestað? Verður ekkert gert í sumar, ef svo er, verður ekki örugglega gert ráð fyrir þessum framkvæmdum á næsta fjárhagsári.

 

Bæjarstjóri svarar því til að byggingafulltrúi sé að kanna hvort æskilegt sé að fara í hluta framkvæmdanna í sumar, en að öðru leyti sé gert ráð fyrir því að framkvæmdum sé frestað til næsta sumars.

 

Varðandi 21. lið í fundargerð bæjarráðs

Bæjarstjóri kynnti lánssamning milli Sveitarfélagsins Voga og Lánasjóðs sveitarfélaga um lántöku að fjárhæð 250 milljónir króna. Er lánið tekið til endurfjármögnunar óhagstæðari lána.

 

Lántakan samþykkt samhljóða með vísan til afgreiðslu bæjarráðs.

 

Til máls tóku: Inga Sigrún, Íris Bettý, Birgir, Sigurður, Inga Rut, Hörður og Róbert

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.

Inga Sigrún bókar varðandi 23. lið í fundargerð bæjarráðs.

Þar sem í bréfinu er ekki að finna neinar viðkvæmar persónuupplýsingar sem gætu flokkast sem viðkvæmar trúnaðarupplýsingar tel ég eðlilegast að bréfriturum sem bera fram slík mál sem þessi í trúnaði verði gert ljóst að slík vinnubrögð eru ekki viðhöfð í bæjarstjórn.

 

  1. Breyting á aðalskipulagi norðan núverandi þéttbýlis, ásamt íbúðabyggð og miðbæjarsvæði.

 

Bæjarstjóri kynnti breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Þær ná til íbúðabyggðar norðan núverandi þéttbýlis, svokallaðs Grænuborgarhverfis, ásamt íbúðabyggð og miðbæjarsvæði.

 

Sigurður leggur til að aðalskipulagið verði samþykkt og breytingartillaga bæjarráðs varðandi Grænuborgartúnið verði afgreidd við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem er í vinnslu.

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins norðan núverandi þéttbýlis, ásamt íbúðabyggð og miðbæjarsvæði og felur bæjarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra.

 

Samþykkt samhljóða.

 

Til máls tóku: Sigurður, Birgir Örn, Inga Sigrún, Róbert.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19. 45

Getum við bætt efni síðunnar?