Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

92. fundur 11. desember 2013 kl. 18:00 - 19:30 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Kristinn Björgvinsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Bergur Álfþórsson
  • Erla Lúðvíksdóttir
  • Sveindís Skúladóttir
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 161

1312001F

Fyrir tekið 11. mál, sala á hlutabréfum í HS
Veitum (1203007). Bæjarráð samþykkti endanlegan kaupsamning, sem er í samræmi við áður samþykkt drög. Um er að ræða sölu á öllum hlut sveitarfélagsins í félaginu, samtals 1.331.573 hlutir, kaupverð er kr. 9.099.448.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Fyrir tekið 18. mál, 229. fundur stjórnar BS (1311032). Í fundargerð nefndarinnar var lögð fram til samþykktar endurskoðuð gjaldskrá BS, sem bæjarráð vísaði til staðfestingar bæjarstjórnar. Gjaldskráin er meðfylgjandi fundargerðinni.
Bæjarstjórn staðfestir gjaldskrána, samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: ORÞ, BBÁ, ÁE.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - 2017

1308030

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2014-2017
Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2014-2017. Fyrri umræða fór fram á 91. fundi bæjarstjórnar þ. 27. nóvember 2013. Bæjarráð fjallaði um áætlunina á 161. fundi sem haldinn var 4.desember 2013, og leggur nú fram áætlunina til síðari umræðu. Áætlunin samanstendur af rekstrarreikningi, efnahagsreikningi og yfirliti um sjóðstreymi, annars vegar fyrir samantekinn A og B hluta og hins vegar fyrir sveitarsjóð A hluta. Sundurliðanir fyrir hvert ár áætlunartímabilsins eru einnig lagðar fram.

Bergur Brynjar Álfþórsson leggur til að föst laun bæjarfulltrúa og varabæjarfulltrúa falli brott. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Björn Sæbjörnsson og Oddur Ragnar Þórðarson leggja til að innheimt verði gjald fyrir skólamáltíðir í Stóru-Vogaskóla, kr. 5.500 á mánuði. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Bergur Brynjar Álfþórsson leggur til að föst laun bæjarfulltrúa verði kr. 5.000 á mánuði. Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Kristinn Björgvinsson leggur til að bæjarráði verði falið að vinna tillögur að styrkjum til einstakra málaflokka, sem síðan viðkomandi félög verði gert kleift að sækja um framlag úr. Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.


Bókun bæjarstjórnar við síðari umræðu og samþykkt fjárhagsáætlunar 2014-2017:
"Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2014 - 2017 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu, jafnt í A hluta sem og í A og B hluta samanteknum. Áætlaðar heildartekjur A og B hluta eru 833 milljónir króna, þar af eru tekjur bæjarsjóðs (A-hluta) áætlaðar 803 milljónir króna. Tekjur umfram gjöld eru áætluð tæpar 6 milljónir króna. Fjármunamyndun er viðunandi, en áætlun um sjóðstreymi gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði tæpar 81 milljónir króna á árinu. Framlegð rekstrarins er áætluð um 12% af heildartekjum, sem telst vera viðunandi. Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir að lokið verði við kaup á fasteignum í eigu EFF, kaupum og endurnýjun á húsnæði heilsugæslunnar, endurnýjun gatna, kaup á leiktækjum á skólalóð og kaup á eftirlitsmyndavélum. Sveitarfélaginu hefur með framlagningu áætlunarinnar tekist að uppfylla skilyrði fjármálareglna sveitarstjórnarlaganna sem kveða á um jafnvægi í rekstri og viðunandi skuldahlutfall. Rekstur sveitarfélagsins er réttu megin við strikið allt áætlunartímabilið, auk þess sem skuldaviðmið mun fara niður fyrir 100% af heildartekjum, en hlutfallið má að hámarki vera 150% af tekjum. Tekjugrundvöllur sveitarfélagsins hefur veikst undanfarin ár, því er mikilvægt að gæta áfram aðhalds í rekstrinum auk þess sem mikilvægt er að örva uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu og með því renna styrkari stoðum undir reksturinn."

Bæjarstjórn samþykkir, með fyrirvara um að lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt á Alþingi fyrir 31. desember, að útsvar á árinu 2014 skuli nema 14,52%. Gangi fyrirhugaðar lagabreytingar ekki í gegn stendur fyrri ákvörðun bæjarstjórnar frá 91. fundi um að útsvar skuli á árinu 2014 nema 14,48% af tekjum.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2014.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir breytta samþykkt um gatnagerðagjöld, sem lögð er fram á fundinum.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun 2014 - 2017 með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, ÁE, BBÁ, BS, IG, KB, EL.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?