Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

91. fundur 27. nóvember 2013 kl. 18:00 - 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Kristinn Björgvinsson
  • Björn Sæbjörnsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Bergur Álfþórsson
  • Sveindís Skúladóttir
  • Marta G. Jóhannesdóttir
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og 7. máli bætt á dagskrá, kosning í nefndir (1306036).
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 159

1311001F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: ORÞ

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 160

1311006F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: ORÞ

3.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar 2013

1310001

Lögð fram fundargerð 72. fundar, dags. 17.10.2013.
Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Lögð fram fundargerð 73. fundar, dags. 21.11.2013.
Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: ORÞ

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 47

1311002F

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, BS, BBÁ.

5.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53

1311005F

Fyrir tekið 1. mál, Framkvæmdir við sjóvarnir á Vatnsleysuströnd (1309019). Bæjarstjórn staðfestir útgáfu framkvæmdaleyfisins. Samþykkt með sex atkvæðum, einn á móti.
Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: ORÞ, MGJ, ÁE.

6.Fjárhagsáætlun 2014 - 2017

1308030

Fjárhagsáætlun 2014-2017, fyrri umræða
Tillaga að fjárhagsáætlun 2014-2017 er lögð fram til fyrri umræðu. Jafnframt er lögð fram greinargerð bæjarstjóra með fjárhagsáætluninni, dags. 25.11.2013.
Tillagan gerir ráð fyrir að rekstur bæjarsjóðs (A hluti) fyrir árið 2014 skili tekjuafgangi að fjárhæð 10,7 m.kr., en að samstæðan (A og B hluti) skili rekstrarafgangi að fjárhæð 15,6 m.kr. Í greinargerðinni kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir óbreyttu álagningarhlutfalli útsvars, 14,48%. Áætlunin gerir ráð fyrir að álagning fasteignaskatts hækki í 0,5% af fasteignamati, sem er lögbundið hámark (án álags). Til að vega upp áhrif þessarar hækkunar fasteignaskatts gerir tillagan jafnframt ráð fyrir lækkun vatnsskatts úr 0,19% í 0,08% af fasteignamati. Óvissa ríkir í áætluninni um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þ.e. tekjujöfnunarframlög og framlög vegna fasteignaskatta. Áætlunin gerir ráð fyrir að almennar verðlagshækkanir milli ára verði 3%, sem jafnframt á við um áætlaða þróun launakostnaðar. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskrá sveitarfélagsins hækki um 5% milli ára.
Rekstur sveitarfélagsins er sem fyrr viðkvæmur. Þótt afkoman sé réttu megin við strikið má lítið út af bera svo það snúist á verri veg, svo brýnt er að áframhaldandi aðhalds sé gætt í öllum rekstrarþáttum. Fækkun íbúa er einnig áhyggjuefni, en íbúum sveitarfélagsins hefur fækkað ár frá ári frá árinu 2008. Tekjuöflunarmöguleikar sveitarfélagsins takmarkast því nokkuð við þessa staðreynd. Sjóðstreymi sveitarsjóðs er á hinn bóginn viðunandi og fjárfestingageta því ásættanleg. Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir endurnýjun gatna, stækkun kirkjugarðs, deiliskipulags í Keilisnesi og kaup á eftirlitsmyndavélum.
Öll skilyrði fjármálareglna sveitarstjórnarlaganna hafa nú verið uppfyllt af sveitarfélaginu, tveimur árum eftir gildistöku laganna. Skuldahlutfall er vel innan viðmiðunarmarka og ákvæði um jöfnuð í rekstri eru einnig uppfyllt. Þrátt fyrir viðkvæma rekstrarniðurstöðu hefur því tekist að halda rekstrinum innan samþykktra viðmiðunarmarka.

Forseti bæjastjórnar gerði grein þeim hugmyndum fulltrúum H-listans að fjárhagsaðstoð sé lækkuð um 30% í stað 10% // Hjón 229þ og einstaklingar 140þ (kvarði) Sett verði hóflegt 5500kr gjald á mánuði fyrir mat í hádeginu í Stóru-Voga skóla.
Tekin verði til skoðunar tillaga Stóru-Vogaskóla að byggingu leiksvæðis við skólann Meistaraflokkur Þróttar verði styrktur um 2.5m Hópurinn leggur til að bæjarstjóri vinni að tillögum um hækkun lágmarksaldurs í leikskólann Suðurvelli.

BBÁ gerir það að tillögu sinni að hugmyndir forseta sem kynntar voru hér að framan verði vísað til umfjöllunar og úrvinnslu bæjarráðs.

Til máls tóku: ORÞ, ÁE, BBÁ, BS, MGJ, KB.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með sjö atkvæðum að vísa áætluninni til síðari umræðu með þeim ábendingum sem hafa komið og bókaðar eru í fundargerð.

7.Kosning í nefndir

1306036

Skipt er út aðalfulltrúa í Umhverfis- og skipulagsnefnd: Í stað Guðbjargar Theodórsdóttur er Sigurður Árni Leifsson kjörinn aðalmaður, sem fulltrúi H-lista.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: ORÞ

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?