Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

135. fundur 28. júní 2017 kl. 18:30 - 18:59 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Ivan Kay Frandssen varamaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Árni Leifsson varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti Sigurð Árna Leifsson, varafulltrúa D-listans velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236

1706003F

Fundargerð 236. fundar bæjarráðs er lögð fram á 135. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Í samræmi við bókun 1 í kjarasamningi FG (Félags grunnskólakennara) og SNS (Samninganefndar sveitarfélaga) hafa fulltrúar sveitarfélagsins (bæjarstjóri, mannauðsráðgjaf), skólastjórnendur og fulltrúar kennara tekið saman greiningu og umbótaáætlun vegna innleiðingar vinnumats kennara. Skýrslan hefur þegar verið send samningsaðilum.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.

    Til máls tók: JHH, IG, ÁE
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Fundardagbækur vikur 18 - 23.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að gera samstarfssamning við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu útsendingabúnaðar netmerkis fyrir dreifbýli sveitarfélagsins. Stofnframlag sveitarfélagsins er 2,5 m.kr., sem rúmast innan framkvæmdaáætlunar ársins.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs er samþykkt á 135. fundi bæjarstjórnar samhljóða með sex atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda í verkið, Grjótgarða ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs er samþykkt á 135. fundi bæjarstjórnar samhljóða með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð er jákvætt í afstöðu sinni til málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs er samþykkt á 135. fundi bæjarstjórnar samhljóða með sex atkvæðum.

    Til máls tóku: JHH, IG
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.

    Til máls tók: JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá leikjanámskeiðs, að framvegis gildi systkinaafsláttur þannig að fyrsta barn greiðir fullt gjald, fyrsta systkini fái 50% afslátt, annað systkini fái 75% afsl
    átt og þriðja systkini og fleiri fái 100% aflsátt.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs er samþykkt á 135. fundi bæjarstjórnar samhljóða með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga leggur áherslu á mikilvægi samþættingu borgarlínu við almenningssamgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélagið Vogar leggur jafnframt til að á tengistöðvum á jaðri höfuðborgarsvæðisins verði hugað að samþættingu mismunandi ferðamáta, sem gerir m.a. þeim sem ferðast á einkabílum kleift að ferðast til og frá þessum stöðvum um borgarlínu (park&ride).
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 236. fundar bæjarráðs er samþykkt á 135. fundi bæjarstjórnar samhljóða með sex atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar ásamt fylgigögnunum lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 236 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
    Undir þessum lið er lagt fram bréf Reykjanes Geopark dags. 7.júní 2017 þar sem vakin er athygli á bókun stjórnar þess efnis að sveitarfélögin á Suðurnesjum breyti lögreglusamþykktum þannig að gisting í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum verði aðeins heimiluð á sérmerktum svæðum, hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli.
    Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að leggja breytta lögreglusamþykkt fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarráðs.
    Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, JHH

2.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68

1706002F

Fundargerð 68. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 135. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Farið yfir drög að dagskrá og þau rædd. Margir fastir liðir eru í dagskránni en alltaf er eitthvað um nýjungar. Búið er að hafa samband við fulltrúa félagasamtaka og verður haldinn fundur með félögunum á næstunni þar sem dagskrá og möguleg aðkoma félaga verður til umræðu.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Rætt um að efla almenningsíþróttir í sveitarfélaginu. Í því sambandi hafa t.a.m. komið fram hugmyndir um frisbeegolfvöll sem væri jafnvel hægt að tengja fótboltagolfvöll við. Farið yfir fyrstu hugmynd að frisbeegolfvelli sem liggur fyrir og gróft kostnaðarmat. Rætt um fleiri greinar almenningsíþrótta og mikilvægi þess að fá frumherja til verka á þessu sviði. Einnig er brýnt að nýta stóra viðburði á landsvísu eins og Hreyfiviku til að auka þátt almenningsíþrótta í sveitarfélaginu.

    Afgreiðsla FMN.
    Hugmyndum um frisbeegolfvöll vísað til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram. Bæjarstjórn vísar hugmyndum um frisbeegolfvöll til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2018. Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, JHH
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Rætt um að halda dag félagasamtaka í Vogum í haust. Þar gætu félög kynnt starf sitt og þannig boðið nýja félaga velkomna. Einnig væri hægt að veita félögum og einstaklingum viðurkenningar fyrir öflugt félags- og menningarstarf en nýlega er búið að afgreiða reglur um slíkar viðurkenningar.

    Afgreiðsla FMN.´
    Ákveðið að halda dag félagasamtaka 23. september og bjóða félögum til þátttöku.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Félagsstarfið í Álfagerði er komið í sumarfrí. Enn er boðið upp á heitan mat í hádeginu virka daga og verður svo í allt sumar. Starfinu lauk með ferð austur á land dagana 30. maí - 1. júní. 30 manns fóru í ferðina sem þótti afar vel heppnuð.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68 Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir breytingar á starfsemi og skipulagi íþróttamiðstöðvar. Búið er að auglýsa nýtt starf og unnið er að ráðningu.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið kynnt.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.

3.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74

1706005F

Fundargerð 74. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 135. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: GK, JHH, IG.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins vegna Heilsuleikskólans Suðurvalla liggur fyrir. Leikskólastjóri fór yfir niðurstöðurnar, auk þess sem hún gerði jafnframt grein fyrir hvernig unnið hafi verið með þær. Þegar á heildina er litið eru niðurstöðurnar jákvæðar fyrir starfsemi skólans. Þegar hafa verið lögð drög að úrbótaáætlun með þau atriði sem betur mega fara.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Skóladagatal Heilsuleikskólans Suðurvalla fyrir skólaárið 2017 - 2018.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Fræðslunefnd samþykkir skóladagatalið.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 74. fundar Fræðslunefndar er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Niðurstöður nemendakönnunar Skólapúlsins vegna nemenda Stóru-Vogaskóla liggur fyrir. Margt jákvætt er í niðurstöðunum, auk þess sem markvisst er unnið að úrbótaverkefnum.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Könnunin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Niðurstaða starfsmannakönnunar Skólapúlsins vegna starfsmanna Stóru-Vogaskóla liggur fyrir. Niðurstöður könnunarinnar er í öllum megin atriðum jákvæð.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Könnunin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fór yfir starfsemi grunnskólans á nýliðnu skólaári, og gerði nefndinni grein fyrir helstu þáttum í starfseminni.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Skólastjóri fór yfir stöðu starfsmannahalds Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2017 - 2018. Búið er að manna allar stöður fyrir næsta skólaár.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Skólastjóri Stóru-Vogaskóla gerði nefndinni grein fyrir helstu niðurstöðum nemenda á samræmdum könnunarprófum vorið 2017. Árangur er nokkuð misjafn eftir greinum og árgöngum, enda árgangar misstórir og missterkir. Sérlega ánægjulegt er að 9. bekkur náði bestum árangri á landsvísu í ensku.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Sameiginleg úrbótaáætlun kennara, skólastjórnenda og sveitarfélagsins liggur fyrir. Niðurstöðurnar hafa verið sendar samninganefnd aðila, sbr. bókun 1 í kjarasamningi FG og SNS.

    Afgeriðsla Fræðslunefndar:
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Ályktun Ungmennaráðstefnu UMFÍ 2017.

    Afgreiðsla Fræðslunefndar:
    Ályktunin lögð fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90

1706004F

Fundargerð 90. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 135. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 90. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Eftirfarandi eru athugasemdir Harðar Einarssonar f.h. stjórnar Reykjaprents ehf. sem bárust við tillöguna og umfjöllun umhverfis- og skipulagsnefndar um þær:

    1. Athugasemd: Ekki gerð grein fyrir þeirri þörf, sem liggur að baki þeim skipulagsráðstöfunum, sem í tillögunni felast. Hvaða þörf er á sameiningu umræddra lóða? Hversvegna er hætt við eldsneytisstöð fyrir bíla?
    Svar: Eftirspurn er eftir lóð að þeirri stærð sem sameinaðar lóðir ná yfir. Ekki hefur verið eftirspurn eftir minni lóðum og lóð fyrir eldsneytisstöð.

    2. Athugasemd: Við gerð tillögunnar hefur ekkert samráð verið haft við eigendur aðliggjandi eigna eða aðra nágranna, þ.m.t. eigendur að öðrum lóðum á iðnaðarsvæðinu eða eigendur Heiðarlands Vogajarða sem umlykur svæðið.
    Svar: Um er að ræða breytingu á gildandi skipulagi þar sem ekki er gert ráð fyrir grundvallarbreytingum. Lóð fyrir eldsneytisstöð er felld út og sameinuð tveimur öðrum lóðum og munu gilda sömu byggingarskilmálar fyrir sameinaða lóð og var fyrir þær. Málsmeðferð breytingar á deiliskipulagi var í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var tillagan auglýst frá 6. apríl 2017 til og með 18. maí 2017. Minnt er á að sveitarfélagið er einn af stærstu einstöku eigendum Heiðarlands Vogajarða.

    3. Athugasemd: Ekki er kunnugt um að Skipulagsstofnun hafi tekið neina ákvörðun um að umhverfismats sé ekki þörf. Til að svo væri þyrfti stofnunin að hafa frekari upplýsingar en koma fram í tillögunni, t.d. um hvaða starfsemi að fara fram á lóðinni. Staðhæft að farið sé með rangt mál í tillögunni og hún því byggð á röngum forsendum.
    Svar: Um misritun texta er að ræða sem verður leiðrétt. Starfsemi skv. byggingarskilmálum fellur ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum.

    4. Athugasemd: Þar sem ekkert er upplýst um tilganginn með deiliskipulagsbreytingunni, verður ekki hjá því komist, að menn geti sér eitthvað um tilganginn. Getið er þess til að lóðin sé ætluð Ísaga ehf. Að leynd sé haldið yfir hvaða starfsemi er áformuð á svæðinu. Hversvegna þessi leynd og hvað tilgangi hún þjónar? Til að komast framhjá umhverfismati? Eða býr fleira að baki? Er ekki vitað um áformaða starfsemi? Býr eitthvað annað að baki þögn um það?
    Svar: Lóðinni hefur ekki verið úthlutað. Eftirspurn er eftir lóð fyrir starfsemi sem samræmast byggingarskilmálum breytingartillögunnar, en á stærri lóð en nú er. Sú starfsemi sem mun fara fram á lóðinni þarf að uppfylla kröfur skipulagsskilmála sem fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Getgátum um tilgang og leynd breytingarinnar er látið ósvarað.

    5. Athugasemd: Miðað við þau umsvif, sem Ísaga virðist vera ætluð á iðnaðarsvæðinu, verður það að teljast skiljanlegt, að ekki ekki verði áfram gert ráð fyrir fyrir bílaeldsneytistöð. Ekki sé bætandi á þá stórslysahættu sem fylgir starfsemi Ísaga. Hefði ekki verið ráð að ætla hleðslustöð fyrir rafbíla þarna stað?
    Svar: Ekki hefur verið eftirspurn eftir lóð fyrir eldsneytisstöð og því ekki talin þörf fyrir hana og ekki heldur fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla. Breytingin hefur ekkert að gera með mögulega hætttu af stórslysi vegna starfsemi Ísaga. Í undirbúningi er að að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla við íþrótttamiðstöð.

    6. Athugasemd: Ekkert mat hefur verið gert á tillögunni samkvæmt 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einkum 5. mgr. greinarinnar. Ekki verið sýnt fram á að þesskonar mat sé óþarft. Talið að það sé þvert á móti, að þörf sé fyrir umhverfismat, enda bendi flest til að breytingin sé aðeins hluti af leyfisveitingu fyrir matskylda starfsemi, sem sé bútuð niður í minni einingar í viðleitni til að komast hjá umhverfismati.. Tillagan uppfyllir því meðal annars ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru til deiliskipulagstillagna og breytinga á þeim.
    Svar: Starfssemi skv. byggingarskilmálum fellur ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Því er talið að umfjöllun um umhverfisáhrif sé nægjanleg og uppfylli settar kröfur.

    7. Athugasemd: Um er að ræða fimmtu breytinguna á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Vogabraut frá því að það var upphaflega samþykkt í sveitarstjórn 13. júní 2001. Síðasta breyting var samþykkt í bæjarstjórn 24. maí 2016 og og tók gildi með auglýsingu í B-deild stjóranrtíðinda 15. júní 2016. Tilgangur breytingarinnar var rýmkun heimilda vegna fyrirhugaðrar byggingar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju Ísaga. Nú virðist standa til að gera sértækar breytingar í þágu sama fyrirtækis. Svo tíðar breytingar í þágu einstakra aðila samræmist illa marmiði skipulagslaga að að tryggja fyrirsjáanleika og festu við skipulagsgerð. Bent er á að í skipulagsgerð felst bindandi ákvörðun sveitarstjórnar um landnotkun og yfirbragð skipulagssvæða sem ætlað er að gilda til framtíðar. Hagsmunaaðilar verða að geta treyst því að festa sé í framkvæmd skipulags og að því verði ekki lamennt ekki breytt nem atil þess ríki málefnalegar ástæður. Í því samhengi er er nefnt að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að sveitafélög ráðist ekki í breytingar á skipulagsáætlunum nem aveigamiklar mæli með slíkum breytingum. Tilgreindir eru tveir úrskurðir nefndarinnar í slíkum málum, nr. 31/2007 og nr. 66/2012. Tilvitnun er í síðari úrskurðinn þar sem segir:
    „Í skipulagðri byggð verða borgarar að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á skipulagi nema að nauðsyn beri til. Verður því að gjalda varhug við því, m.a. með tilliti til fordæmisgildis, að raðist sé í breytingar á deiliskipulagi eftir óskum einstakra lóðarhafa, enda getur það raskað hagsmunum annarra lóðarhafa og dregið úr þeirri festu er deiliskipulagi er ætlað að skapa. Eiga þessi sjónarmið við þótt breyting á skipulagi hafi ekki veruleg grenndaráhrif.“
    Svar: Breytingin er gerð vegna eftirspurnar eftir stórri lóð eins og áður hefur komið fram og er verið að koma á móts við þá þörf. Ekki er verið að gera breytingar í þágu starfsemi Ísaga. Heimilt er skv. skipulagslögum að gerðar séu breytingar á skipulagi og er farið með breytinguna í samræmi við lögin. Breytingin felur í sér að lóð og skilmálar hennar verða í samræmi við upphaflegt skipulag og má því segja að um afturhvarf sé til þess skipulags að ræða.

    8. Athugasemd: Með vísan til þess, sem rakið hefur verið, krefst undirritaður aðili þess, að ferli til breytinga á deiliskipulagi fyrir iðmnaðarsvæði við Vogabraut verði stöðvað þegar í stað. Áskilinn er réttur til frekari athugasemda.
    Svar: Ekki er talin ástæða til að stöðva deiliskipulagsferlið vegna framkominna athugasemda.


    Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og að málsmeðferð hennar verði í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem um óverulega breytingu sé að ræða. Jafnframt er samþykkt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst að nýju að undangenginni breytingu á aðalskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 90. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.

    Til máls tók: JHH
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Landskiptin eru samþykkt. Sveitarfélagið setur sig ekki á móti stofnun lögbýlis samræmist það ákvæðum jarðalaga nr. 81/2004.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Afgreiðsla 90. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Ákveðið að garðaskoðun fari fram 4. júlí. Tilkynning um það verður sett á hemasíðu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla þessa fundar:
    Lagt fram.

    Til máls tók: JHH

5.Sameining Kölku og Sorpu

1706027

Erindi framkvæmdastjóra Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf., ósk um afgreiðslu bæjarstjórnar vegna sameiningarviðræðna SS og Sorpu.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn leggur til að boðað verði til sameiginlegs eigendafundar þar sem málið verði yfirfarið og rætt áður en sveitarfélagið tekur afstöðu.
Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BÖÓ, IKF
Fundurinn er sá síðasti fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar. Næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður miðvikudaginn 30. ágúst 2017. Í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins fer bæjarráð með fullnaðarákvörðunarvald meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Fundi slitið - kl. 18:59.

Getum við bætt efni síðunnar?