123. fundur
15. júní 2016 kl. 18:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonforseti bæjarstjórnar
Inga Rut Hlöðversdóttiraðalmaður
Birgir Örn Ólafssonaðalmaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Guðbjörg Kristmundsdóttiraðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinason1. varamaður
Áshildur Linnet
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Forsetakosningar 25. júní 2016
1604023
Staðfesting kjörskrár vegna forsetakosninga 25. júní 2016
Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands dags. 6. júní 2016: "Upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna forsetakosninga 25. júní 2016." Á fundinum er einnig lagður fram kjörskrárstofn sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan kjörskrárstofn sem kjörskrá til forsetakosninga 25. júní 2016. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að veita bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní n.k., í samræmi við ákvæði. laga nr. 24/2000 (kosningalög).
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan kjörskrárstofn sem kjörskrá til forsetakosninga 25. júní 2016. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að veita bæjarstjóra fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní n.k., í samræmi við ákvæði. laga nr. 24/2000 (kosningalög).
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: IG