Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

231. fundur 26. mars 2025 kl. 17:30 - 17:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Björn Sæbjörnsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða og lagði til við bæjarstjórn að við útsenda dagskrá bættust við dagskrárliðirnir: Kosning í ráð og nefndir 2025, sem verður 4. mál á dagskrá fundarins, greiðsludreifing á lóðagjöldum sem verður 5. mál á dagskrá og fundargerð 122. fundar frístunda- og menningarnefndar sem haldinn var 20.03.2025 og verður 10. mál á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

1.Samþykkt um umgengni og þrif utanhús á starfssvæði HES

2503023

Tekið fyrir 7. mál úr fundargerð 442. fundar bæjarráðs þann 19.03.2025: Samþykkt um umgengni og þrif utanhús á starfssvæði HES.



Lögð fram drög að samþykkt um umgengni og þrif utanhúss á starfssvæði HES.

Afgreiðsla bæjarráðs:



Bæjarráð samþykkir samhljóða samþykkt um umgengni og þrif utanhúss á starfsvvæði HES og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn og kynningar í umhverfisnefnd.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101

2501010

Tekið fyrir 3. mál úr fundargerð 68. fundar skipulagsnefndar þann 20.03.2025: Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101.



Tekin er fyrir deiliskipulagstillaga vegna Hafnargötu 101 að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Engar athugasemdir komu við forkynningu skipulagssins. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulaga nr 123/2010.
Birgir Örn Ólafsson vakti athygli á vanhæfi sínu og tók ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

3.Grænaborg - Deiliskipulagsbreyting í Staðarborg

2503030

Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð 68. fundar skipulagsnefndar þann 20.03.2025: Grænaborg - Deiliskipulagsbreyting í Staðarborg.



Grænabyggð ehf. óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Staðarborg 1-25 (oddatölur) og Staðarborg 2-12 (sléttar tölur). Sú breyting er lögð til að lóðum ofan Staðarborgar verði fækkað úr tólf í níu. Innan hvers byggingarreits verði heimilt að byggja sex íbúða fjölbýlishús í stað fjögurra íbúða rað- eða fjölbýlishúsa. Byggingar eru eftir sem áður á tveimur hæðum. Við Staðarborg 13-25 er lagt til að heimilað verði að byggja tvö fimm íbúða raðhús og tvö sex íbúða raðhús á einni hæð, í stað fjögurra íbúða rað- eða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum. Númeraröð breytist í samræmi við breytingar á lóðunum. Fjöldi íbúða eftir breytingu er óbreyttur þ.e. 76 íbúðir alls.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipulagssviði að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gegn því að ekki berist umsagnir sem gefi tilefni til breytinga á áformunum.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Kosning í ráð og nefndir 2025

2502022

Lögð fram tillaga að breytingu á skipan í skipulagsnefnd. Davíð Harðarson hefur flutt úr sveitarfélaginu og víkur því sæti sem varamaður í nefndinni. Lagt til að fyrir E-lista verði Valdimar Pétursson tilnefndur sem varamaður í hans stað.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu samhljóða með 7 atkvæðum og þakkar Davíð Harðarsyni fyrir hans störf í þágu sveitarfélagsins.

5.Greiðsludreifing á lóðagjöldum

2503025

Tekið fyrir 8. mál úr fundargerð 442. fundar bæjarráðs þann 19.03.2025: Greiðsludreifing á lóðagjöldum.



Lögð er fram tillaga að uppfærðum reglum um úthlutanir lóða í Sveitarfélaginu Vogum ásamt fylgiskjölum og minnisblaði sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu.

Afgreiðsla bæjarráðs:



Bæjarráð samþykkir samhljóða uppfærslu á greiðslufrestum í reglum varðandi úthlutanir lóða í Sveitarfélaginu Vogum og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tók: GPÓ

6.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 422

2503003F

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Lagt fram

Tekið fyrir 2. mál fundargerðarinnar - Málefni Grindavíkur (2401065)
Bókun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn telur miður að sveitarfélaginu hafi ekki enn verið bættur sá verulegi kostnaðarauki og tekjufall sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir vegna málefna Grindvíkinga. Breytingar á lögum um aðsetursskráningu, sem sett voru á í kjölfar rýmingar Grindavíkur, hafa komið einna verst niður á Sveitarfélaginu Vogum. Með aðsetursskráningu íbúa fara útsvarstekjur viðkomandi íbúa til þess sveitarfélags þar sem lögheimili er, í Grindavík. Jafnframt hefur aðsetursskráning áhrif á framlög úr Jöfnunarsjóði. Fjöldi aðsetursskráðra Grindvíkinga í Sveitarfélaginu Vogum á sl. ári var þegar mest lét 200 manns sem er 13,3% af íbúafjölda sveitarfélagsins í byrjun þess árs. Í dag eru tæplega 3% íbúa sveitarfélagsins aðsetursskráðir og með lögheimili í Grindavík. Sveitarfélagið kallar eftir viðbrögðum frá ríkisstjórn um hvernig staðið verði að stuðningi við þau sveitarfélög sem mestan þunga hafa borið í stuðningi við Grindavíkinga. Sveitarfélagið Vogar vill geta tekið vel utan um þá Grindvíkinga sem hafa flutt til sveitarfélagsins og eru að vinna úr sínu áfalli.

Til máls tóku: BS, GPÓ

7.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 421

2502006F

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Lagt fram

8.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 68

2503001F

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Lagt fram

9.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 113

2503002F

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Lagt fram

10.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 122

2503004F

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni síðunnar?