Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

229. fundur 29. janúar 2025 kl. 17:30 - 17:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Björn Sæbjörnsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Starfandi bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða og lagði til við bæjarstjórn að við útsenda dagskrá bættist dagskrárliðurinn, Uppbygging á athafnasvæði AT-5, sem verður 3. mál á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

1.Málefni heilsugæslu í Vogum

2209017

Tekið fyrir 8. mál á dagskrá 417. fundar bæjarráðs þann 8.1.2025: Málefni heilsugæslu í Vogum.



Lögð fram drög að uppfærðum leigusamningi HSS og Sveitarfélagsins Voga.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að leigusamningi við HSS og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarráð fagnar opnun heilsugæslunnar í Iðndal 2 í mánuðinum.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum.

Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn fagnar því að þjónusta við bæjarbúa hafi verið aukin með opnun heilsugæslu í sveitarfélaginu. Öllum hlutaðeigandi, stjórnendum og starfsfólki HSS og sveitarfélagsins, sem unnu að undirbúningi opnunarinnar er þakkað fyrir vel unnin verk.

Til máls tóku:
BS,BÖÓ

2.Ráðning sviðsstjóra

2412011

Tekið fyrir 9. mál á dagskrá 417. fundar bæjarráðs þann 8.01.2025: Ráðning sviðsstjóra.



Lagt fram minnisblað bæjarstjóra í tengslum við ráðningu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að Ásta Friðriksdóttir verði ráðin til að gegna tímabundið starfi sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.



Í samræmi við 50.gr. samþykkta Sveitarfélagsins Voga leggur bæjarstjóri jafnframt til við bæjarstjórn að Ástu Friðriksdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, sem jafnframt gegnir hlutverki staðgengils bæjarstjóra, sé veitt prókúra frá og með 30. janúar næstkomandi.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og tillögu bæjarstjóra um prókúru til handa nýjum sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Bókun bæjarstjórnar:
Fyrir hönd bæjarstjórnar óskar forseti Ástu velfarnaðar í störfum.

3.Uppbygging á athafnasvæði AT-5

2401027

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu á athafnasvæði A5 skv. aðalskipulagi ásamt drögum að samkomulagi milli Sveitarfélagsins Voga og annarra eigenda Heiðarlands Vogajarða.
Birgir Örn Ólafsson lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og tók því ekki þátt í afgreiðslu þess.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum framlögð drög og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 418

2501003F

Afgreiðsla bæjarstjórnar
Lagt fram

5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 417

2501001F

Afgreiðsla bæjarstjórnar
Lagt fram

6.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66

2412002F

Afgreiðsla bæjarstjórnar
Lagt fram

7.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 119

2411003F

Afgreiðsla bæjarstjórnar
Lagt fram

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 95

2403003F

Afgreiðsla bæjarstjórnar
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni síðunnar?