Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

224. fundur 11. september 2024 kl. 17:45 - 17:57 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Björn Sæbjörnsson varaforseti
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
  • Ragnar Karl Kay Frandsen varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Tekið fyrir að nýju 2. mál á dagskrá 62. fundar skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040 - 2104026.



Áframhaldandi vinna vegna breytinga á aðalskipulagi. Lögð fyrir vinnslutillaga aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2024-2040.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga. Ómar Ívarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.

2.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Tekið fyrir 3. mál á dagskrá 407. fundar bæjarráðs frá 4.september: Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga.



Tekin fyrir staðan á óformlegum sameiningarviðræðum sveitarfélaga.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bókun bæjarstjórnar:
Í febrúar 2024 samþykktu sveitarstjórnir Sveitarfélagsins Voga, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar að skipa verkefnishóp til að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt er að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna skv. 119. gr. sveitarstjórnarlaga sem lyki með íbúakosningu. Á 393. fundi sínum þann 7. febrúar 2024 skipaði bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fulltrúa í verkefnishópinn. Verkefnishópurinn hefur tekið saman greinargerð með ýmsum upplýsingum um stöðu sveitarfélaganna, skipulag þeirra og þjónustu með aðstoð ráðgjafa frá KPMG. Við mat á því hvort fýsilegt sé að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna hefur verkefnisstjórn skoðað ýmsa þætti varðandi rekstur þeirra, fjárhag, íbúasamsetningu og fleira til að varpa ljósi á það hvort líklegt megi telja að sameining yrði íbúum til hagsbóta.

Að mati verkefnisstjórnar er forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna að reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt þannig að framlög til sameinaðs sveitarfélags verði að lágmarki ekki lægri en samanlögð framlög til sveitarfélaganna í dag og að sameinað sveitarfélag fái yfirráð yfir landi í eigu ríkisins innan marka þess til jákvæðrar uppbyggingar húsnæðis og atvinnulífs. Jafnframt telur verkefnisstjórn nauðsynlegt að mótuð verði skýr stefna um bættar almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja sem taki mið af núverandi þörfum íbúa og atvinnulífs á svæðinu sem og uppbyggingu á svæðinu til framtíðar. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga leggur áherslu á að ná fram ásættanlegri niðurstöðu varðandi þessi atriði sem geta ráðið úrslitum um hvort samstarfsnefndin og sveitarstjórnir viðkomandi sveitarfélaga mæli með því að tillaga um sameiningu verði samþykkt í íbúakosningu þegar og ef til hennar kemur.

Hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar nú þegar tekið málið til afgreiðslu og samþykkti á fundi sínum þann 3. september sl. að vísa tillögu um að hefja formlegar viðræður við sveitarfélögin tvö, annaðhvort eða bæði og skipan í samstarfsnefnd til síðari umræðu.
Á grundvelli framangreinds og með vísan í 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að vísa tillögu sama efnis til síðari umræðu.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atvæðum að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku:
BS, BÖÓ

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 407

2408006F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Lagt fram.

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 116

2408003F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:57.

Getum við bætt efni síðunnar?