2408023
Tekið fyrir 5. mál á 62. fundi skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Hrafnaborg 2,4,6 og 8.
Róbert Páll Lárusson, fyrir hönd Hrafnaborg 2-8 ehf., óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í stækkun á byggingareit á lóðunum Hrafnaborg 2, 4, 6 og 8.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.