Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

223. fundur 28. ágúst 2024 kl. 17:00 - 17:13 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Björn Sæbjörnsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Tekið fyrir 1. mál á dagskrá 62. fundar skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál



Málið tekið fyrir að nýju eftir yfirferð hjá Skipulagsstofnun.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aftur tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi - Hrafnaborg 1

2407030

Tekið fyrir 4. mál á dagskrá 62.fundar skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Breyting á deiliskipulagi - Hrafnaborg 1.



Tasof ehf. óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingarnar gera ráð fyrir að byggingareitur við Hrafnaborg 1 færist um 2 metra til norð-austurs.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Hrafnaborg 2,4,6 og 8

2408023

Tekið fyrir 5. mál á 62. fundi skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Hrafnaborg 2,4,6 og 8.



Róbert Páll Lárusson, fyrir hönd Hrafnaborg 2-8 ehf., óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í stækkun á byggingareit á lóðunum Hrafnaborg 2, 4, 6 og 8.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)

2211023

Tekið fyrir 1. mál á 59. fundi skipulagsnefndar frá 16. apríl: Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði).



Tekið fyrir að nýju að loknu auglýsingaferli í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt samningsdrögum að samkomulagi varðandi seinni áfanga svæðisins.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum umsagna en engar athugasemdir bárust. Nefndin telur umsagnirnar ekki gefa ástæðu til breytinga á deiliskipulagstillögu. Samkomulag milli Sveitarfélagsins Voga og Grænubyggðar var kynnt fyrir skipulagsnefnd og vísar nefndin því til bæjarráðs. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillöguna skv. áðurnefndum greinum skipulagslaga nr. 123/2010

Ívar Pálsson lögmaður sveitarfélagsins og Ómar Ívarsson frá Landslag ehf. sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Framlögð tillaga að deiliskipulagi er samþykkt ásamt svörum sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, skipulags- og byggingarfulltrúa, við umsögnum sem bárust vegna tillögunnar en þær gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni að mati sveitarstjórnar. Engar athugasemdir bárust við auglýsingu tillögunnar.

Sveitarstjórn áréttar að eigendur landsins og sveitarfélagið þurfa að ná samkomulagi um uppbyggingartíma og uppbyggingarhraða hverfisins, vegna fjárfestinga sveitarfélagsins í nauðsynlegum innviðum, áður en veitt verða leyfi til framkvæmda, skiptingar lands eða sölu lóða á deiliskipulagssvæðinu.

5.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Tekið fyrir 2. mál á dagskrá 62. fundar skipulag skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040 - 2104026



Áframhaldandi vinna vegna breytinga á aðalskipulagi. Lögð fyrir vinnslutillaga aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2024-2040.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga. Ómar Ívarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins

Til máls tók:
BS

6.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 406

2408004F

7.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 405

2408001F

8.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 115

2406004F

Til máls tók:
EBJ

9.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 404

2407002F

10.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 62

2406002F

11.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 23

2408002F

Afgreiðsla bæjarstjórnar
Bæjarstjórn óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

Til máls tók:
ISB

Fundi slitið - kl. 17:13.

Getum við bætt efni síðunnar?