Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

221. fundur 29. maí 2024 kl. 17:00 - 17:16 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason 1. varamaður
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Farsældarráð barna - samstarfssamningur

2405012

Tekið fyrir 16, mál af dagskrá 401. fundar bæjarráðs sem haldinn var 22.05.2024, Farsældarráð barna - samstarfssamningur



Á fundi stjórnar S.S.S. nr. 801 sem haldinn var þann 15.05.2024 var innleiðing svæðisbundinna farsældarráða á dagskrá. Eftirfarandi var fært til bókar:



Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur verið að vinna að útfærslu á starfsemi farsældarráða barna, samkvæmt 5 gr. farsældarlaga. Hugmyndin er að stofnað verði farsældarráð í hverjum landshluta.



Í tengslum við þetta hefur ráðuneytið lýst yfir vilja sínum til þess að gerður verði viðaukasamningur við sóknaráætlanir landshluta um að landshlutasamtökin fái stuðning til þess að ráða verkefnastjóra í 2 ár til þess að útfæra starfsemi farsældarráða.



Samningurinn felur ekki í sér fjárhagslegar kvaðir fyrir sveitarfélögin en er fyrst og fremst yfirlýsing um að þau vilji eiga með sér samstarf um útfærslu á Farsældarráði Suðurnesja og skoðuð verði tækifæri til samstarfs í þessu verkefni. M.a. hefur mikið samstarf átt sér stað í gegnum Velferðarnet Suðurnesja og mætti skoða það vel að samtvinna þessi tvö verkefni.



Framkvæmdastjóra S.S.S. falið að senda sveitarstjórnum á Suðurnesjum erindið frá ráðuneytinu ásamt gögnum til umsagnar.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSS og leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu á ofangreindum forsendum og með þeim fyrirvara að landshlutasamtökin fái stuðning til að ráð verkefnastjóra til að sinna verkefninu.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun og fyrirvara bæjarráðs um þátttöku í starfsemi farsældarráðs á Suðurnesjum.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 401

2405005F

Til máls tóku:
BÖÓ, BS

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 114

2405002F

4.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 22

2405004F

Til máls tóku:
ISB

5.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 60

2405003F

Til máls tóku:
ARS, BS

Fundi slitið - kl. 17:16.

Getum við bætt efni síðunnar?