Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

220. fundur 14. maí 2024 kl. 17:00 - 17:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Ársreikningur 2023

2404066

Bæjarstjórn tekur til síðari umræðu og afgreiðslu ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Fyrir fundinum liggur ársreikningur 2023, sundurliðun ársreiknings, staðfestingarbréf stjórnenda og endurskoðunarskýrsla löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins.



Lilja Dögg Karlsdóttir, endurskoðandi hjá KPMG, fór yfir endurskoðunarskýrslu og helstu niðurstöður ársreiknings 2023.
Bæjarstjórn samþykkir ársreikning 2023.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: GAA, BÖÓ

2.Ráðning leikskólastjóra

2403053

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá bæjarráðs frá 2. maí, Ráðning leikskólastjóra:

Greinargerð Hagvangs um niðurstöðu á mati umsækjenda er lögð fram.



Gestur fundarins undir þessum lið var Geirlaug Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Hagvangs sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.



Afgreiðsla bæjarráðs:



Á grundvelli fyrirliggjandi mats á hæfi umsækjenda samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að Heiða Hrólfsdóttir verði ráðinn leikskólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla. Bæjarráð þakkar umsækjendum um starfið fyrir áhuga þeirra á starfinu og umsóknir þeirra.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Heiðu Hrólfsdóttur í starf leikskólastjóra Heilsuleikskólans Suðurvalla og óskar henni velfarnaðar í starfi.
Bæjarstjórn þakkar fráfarandi leikskólastjóra, Maríu Hermannsdóttir fyrir mikilvægt framlag hennar til skólamála í sveitarfélaginu og gott og árangursríkt samstarf á liðnum árum.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: GA, BS

3.Viðaukar 2024

2403003

Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 399. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2.5.2024: Viðaukar 2024.



Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2024.

Viðhald sundlaugar

Mál nr. 2404062



Á 398. fundi bæjarráðs var samþykkt kostnðaráætlun vegna viðhalds sundlaugar. Kostnaðaráætlun nemur 7,5 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Beiðni um aukið stöðugildi í skóla og frístund vegna fjöglunar barna

Mál nr. 2403054



Á 397. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni skólastjóra um viðbótar stöðugildi vegna fjölgunar barna frá og með haustinu. Áætlaður kostnaðarauki vegna launa og launatengdra gjalda nemur 21,1 m.kr. frá og með ágúst 2024. Lagt er til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Heimreið að Kálfatjörn

Mál nr. 2308020



Á 397. fundi bæjarráðs var samþykkt kostnaðarþátttaka í heimreið að Kálfatjörn að fjárhæð 800 þúsund krónum og er lagt til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: GAA

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 399

2404004F

Til máls tóku: BS

5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 400

2405000F

6.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 109

2404000F

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni síðunnar?