Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

219. fundur 24. apríl 2024 kl. 18:00 - 18:18 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélaga - Apríl 2024

2403056

Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 398. fundar bæjarráðs sem haldinn var 17.4.2024: Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélaga - Apríl 2024
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 80.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána frá Lánasjóði sveitarfélaga og fellur ekki að kröfum reglugerðar 2021/2139 um umhverfisvænar fjárfestingar sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gunnari Axel Axelsyni kt. 030475-2919, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Enn fremur samþykkir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 20.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til framkvæmdir við færanlegar kennslustofur sem fellur undir skilgreiningu 7.2. skv. reglugerð ESB nr. 2139/2021 en uppfyllir ekki öll skilyrði með jákvæðum hætti sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gunnari Axel Axelsyni kt. 030475-2919, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

2.Viðaukar 2024

2403003

Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 397. fundar bæjarráðs frá 3. apríl 2024: Viðaukar 2024



Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024



Beiðni um aukið stöðuhlutfall í Frístund



Mál nr. 2401012



Á 392. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni skólastjóra um viðbótar stöðugildi í frístund. Áætlaður kostnaðarauki vegna launa og launatengdra gjalda á árinu 2024 nemur 3,65 m.kr. Lagt er til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Rekstur leikskóla 2024 og opnun nýrrar deildar



Mál nr. 2403002



Í minnisblaði leikskólastjóra sem lagt var fram á 395 bæjarráðs kemur fram áætluð mönnunarþörf vegna nýrrar deildar. Áætlaður kostnaður við laun og launatengd gjöld nema samtals 23 m.kr. á árinu 2024. Lagt er til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.



Á 395. fundi bæjarráðs var samþykkt verkefnis- og kostnaðaráætlun vegna mats á húsnæðisþörf í skóla- og frístundaumhverfi Voga til næstu framtíðar. Heildar kostnaður vegna verkefnsins er áætlaður 2,5 m.kr. og er lagt til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

3.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

2403055

Tekið fyrir 10. mál af dagskrá 397. fundar bæjarráðs frá 3. apríl 2024: Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts



Lögð fram drög að reglum um styrki til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, auk minnisblaðs bæjarstjóra.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum drögum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
GAA

4.Ársreikningur 2023

2404066

Tekið fyrir 3. mál af dagskrá 398. fundar bæjarráðs frá 17. apríl 2024 - Ársreikningur 2023



Lilja Dögg Karlsdóttir og Steinunn Árnadóttur endurskoðendur hjá KPMG fóru yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins 2023



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar ársreikningi Sveitarfélagsins Voga 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Forseti leggur fram eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2023 er nú lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Samkvæmt honum námu heildartekjur samstæðu A og B hluta 2.095 m.kr á árinu borið saman við 1.912 m.kr. samkvæmt áætlun. Rekstrargjöld samstæðu námu 1.892 m.kr. samanborið við 1.790 m.kr. samkvæmt áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir var jákvæð um 202 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarniðurstaða yrði jákvæð um 122 m.kr. Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða var neikvæð um tæplega 4 m.kr. sem er um 55 m.kr. betri rekstrarniðurstaða en áætlað var. Skýrist betri rekstrarniðurstaða samanborið við áætlanir einkum af hærri tekjum en áætlað var. Verðbólga var meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það neikvæð áhrif á annan rekstrarkostnað og fjármagnsliði og þar með afkomu.

Veltufé frá rekstri nam 189 m.kr. á árinu sem er umtalsverð aukning frá síðasta ári þegar veltufé frá rekstri var um 70 m.kr. Fjárfestingar á árinu að teknu tilliti til innheimtra gatnagerðargjalda námu 122 m.kr. Stærsta fjárfesting ársins var í fráveitukerfi sem er nú að mestu lokið. Framkvæmdir vegna nýs heilsugæslusels frestuðust til ársins 2024 sem er helsta skýring fráviks um 20 m.kr. frá áætluðum fjárfestingum.
Í árslok var handbært fé 154 m.kr. borið saman við 234 m.kr í ársbyrjun.
Skuldaviðmið skv. reglugerð í árslok 2023 var 69,7% borið saman við 83% í árslok 2022.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Ársreikningi Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2023 er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
GAA, BS

5.Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024

2401067

Tekið fyrir 9. mál úr fundargerð 398. fundar bæjarráðs frá 17.apríl 2024: Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilboð Eignarhaldsfélagssins Norma ehf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn:



Kirkjugerði 2-4: 11.000.000 kr.

Aragerði 5: 11.200.000 kr.



Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa lóðir við Tjarnargötu 9 og 11 að nýju.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs um úthlutun á lóðunum Kirkjugerði 2-4 og Aragerði 5 til Eignarhaldsfélagsins Norma ehf. á grundvelli fyrirliggjandi úthlutunarskilmála.

6.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá 59. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var 16.04.2024: Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5



Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu í samræmi við 1. mgr 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum umsagna en engar athugasemdir bárust. Nefndin telur umsagnirnar ekki gefa ástæðu til breytinga á deiliskipulagstillögu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillöguna skv. áðurnefndum greinum skipulagslaga nr. 123/2010.

Ómar Ívarsson frá Landslag ehf. sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 59

2403002F

8.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 397

2403009F

9.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 398

2404001F

10.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 113

2404002F

Til máls tóku EBJ, BS

Fundi slitið - kl. 18:18.

Getum við bætt efni síðunnar?