2312018
Tekið fyrir 7. mál af dagskrá 391. fundar bæjarráðs - Endurskoðun samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Voga.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um endurskoðun samþykkta um stjórn sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarráði verði falið það verkefni að endurskoða núgildandi samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Voga nr.925/2013, með síðari breytingum, með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á stjórn og stjórnsýslu sveitarfélagsins og gildandi fyrirmynd ráðuneytis sveitarstjórnarmála nr.1180/2021. Bæjarráði verði falið það verkefni ásamt bæjarstjóra að vinna drög að nýrri samþykkt og stefnt skuli að því að síðari umræða um tillöguna í Bæjarstjórn fari fram fyrir lok júní næstkomandi
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Til máls tóku:
GAA, BS