Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

217. fundur 28. febrúar 2024 kl. 18:00 - 18:17 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Skrifstofa vogar
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi

2401052

Tekið fyrir 1. mál af dagskrá bæjarráðs þann 7.02.2024

Úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi - 2401052



Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg v. úrsagnar úr Reykjanesfólkvangi.





Einnig lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 22.01.2024 auk minnisblaðs bæjarstjóra.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindi Reykjavíkurborgar og bókun borgarstjórnar við afgreiðslu tillögu um úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi. Leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að Sveitarfélagið Vogar fari að fordæmi Reykjavíkurborgar, segi sig frá þátttöku í Reykjanesfólkvangi og óski eftir því við Umhverfis-, orku-, og loflagsráðuneytið að auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi nr. 520/1975 með síðari breytingum verði breytt til samræmis við framangreinda ákvörðun.



Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
BÖÓ

2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá fundar Skipulagsnefndar þann 20.02.2024

Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál - 2104030



Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir og athugasemdir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum athugasemda og umsagna. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillögur skv. áðurnefndri grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
ARS

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 393

2402001F

Til máls tóku:
BÖÓ

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 394

2402003F

Til máls tóku:
BÖÓ, GAA

5.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 21

2401006F

Til máls tóku:
ISB, GAA

6.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 58

2401007F

Fundi slitið - kl. 18:17.

Getum við bætt efni síðunnar?