Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

216. fundur 31. janúar 2024 kl. 18:00 - 18:32 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Kosning í ráð og nefndir 2024

2401054

Lögð fram tillaga um breytingar á skipan í fræðslunefnd.



Eftirfarandi breytingar eru lagðar til á skipan í fræðslunefnd:

Lagt er til að Guðmann Rúnar Lúðvíksson taki sæti sem aðalmaður í fræðslunefnd í stað Jónu Kristbjargar Stefánsdóttur. Einnig er lagt til að Karel Ólafsson taki sæti sem varamaður í fræðslunefnd í stað Bjarka Þórs Kristinssonar.

Þá eru lagðar til eftirfarandi breytingar á skipan fulltrúa í frístunda- og menningarnefnd:

Lagt er til að Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir taki sæti sem aðalmaður í frístunda- og menningarnefnd í stað Guðmanns Rúnars Lúðvíkssonar. Jafnframt er lagt til að Sædís María Drymkowska verði kjörinn formaður frístunda- og menningarnefndar í stað Guðmanns Rúnars Lúðvíkssonar sem víkur sæti úr nefndinni

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
KB,BS,GAA

2.Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)

2211023

Tekið fyrir 3. mál á dagskrá 57. fundar skipulagsnefndar frá 16.1.2024: Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)



Tekið fyrir að nýju að lokinni forkynningu skv. 4. mgr. 40 gr. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig liggur fyrir viðauki við samkomulag við Grænubyggð vegna uppbyggingar svæðisins (áfanga 6-10).



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa skipulagstillöguna til kynningar í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010 sbr. 1. mgr. 41. gr. sbr. 31. gr. sömu laga. Nefndin telur þó nauðsynlegt að áður en tillagan verður afgreidd, að loknum auglýsingatíma, liggi fyrir viðauki við samkomulag við landeigendur um uppbyggingu hverfisins m.a. um uppbyggingarhraða, áfangaskiptingu og heimildir til uppbyggingar hvers hluta m.a. m.t.t. kostnaðar og möguleika sveitarfélagsins til að tryggja þjónustu við íbúa hins nýja hverfis í samræmi við uppbyggingu þess. Vísað til bæjarstjórnar.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagnefndar með þeim fyrirvörum sem nefndin setur um endanlega afreiðslu að loknum auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
GAA

3.Húsnæðisáætlun 2024

2401057

Lögð fram til staðfestingar drög að húsnæðisáætlun 2024.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir framlagða húsnæðisáætlun fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
GAA

4.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024

2312008

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Sorphirðu og sorpeyðingu vegna ársins 2024.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá Sorphirðu og sorpeyðingu

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
GAA

5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 391

2312002F

Til máls tóku:
GAA,KB,BS,BÖÓ

6.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 392

2401003F

Til máls tóku:
GAA, BÖÓ

7.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 110

2312005F

8.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 111

2401002F

9.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 107

2401004F

Til máls tóku:
GAA

10.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 57

2401001F

Fundi slitið - kl. 18:32.

Getum við bætt efni síðunnar?