Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

214. fundur 13. desember 2023 kl. 18:00 - 18:22 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Skrifstofa vogar
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

2303017

Tekið fyrir 3. mál á dagskrá 390. fundar bæjarráðs frá 6.12.2023: Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023



Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagður fram að nýju viðauki 4 2023 ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.



Viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins hafa verið yfirfarnar í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi. Lagt er til að fjárfest verði í varaflstöð og tengibúnaði, kostnaðarmat nemur um 6 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.



Davíð Viðarsson, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat undir þessum lið og fór yfir framlögð tilboð í varaaflsstöð



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 4, auk kostnaðarauka við tengibúnað að fjárhæð 0,5 m.kr. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

2303017

Tekið fyrir 15. mál á dagskrá 390. fundar bæjarráðs frá 6.12.2023: Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023



Lagður fram viðauki 6 vegna samstarfsverkefna 2023. Færð hlutdeild sveitarfélagsins Voga í eftirfarandi samstarfsverkefnum: Brunavarnir Suðurnesja bs. og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bs. (Skrifstofa,



Heklan, Sérverkefni og heilbrigsðiseftirlit ) fært í A hluta.



Kalka, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. fært í B hluta. Áhrif á rekstrarniðurstöðu eru jákvæð og nema 0,4 m.kr. á A hluta og 9,1 m.kr. á B hluta.

Lagður fram viðauki 6 vegna samstarfsverkefna 2023. Færð hlutdeild sveitarfélagsins Voga í eftirfarandi samstarfsverkefnum: Brunavarnir Suðurnesja bs. og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bs. (Skrifstofa,

Heklan, Sérverkefni og heilbrigsðiseftirlit ) fært í A hluta.

Kalka, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. fært í B hluta. Áhrif á rekstrarniðurstöðu eru jákvæð og nema 0,4 m.kr. á A hluta og 9,1 m.kr. á B hluta.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.


3.Þjónustugjaldskrár 2024

2312001

Tekið fyrir 5. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023: Þjónustugjaldskrár 2024.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um þjónustugjaldskrá Sveitarfélagsins Voga 2024 með áorðnum breytingum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.


4.Álagningareglur fasteignagjalda 2024

2312002

Tekið fyrir 6. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023: Álagningaregla fasteignagjalda 2024



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísir framlagðri tillögu um álagningarreglur fasteignagjalda 2024 til staðfestingar í bæjarstjórn
Fasteignagjöld 2024:
Fasteignaskattur A, hlutfall af fasteignamati , 0,43%
Fasteignaskattur B, hlutfall af fasteignamati , 1,32%
Fasteignaskattur C, hlutfall af fasteignamati , 1,65%
Fráveitugjald, íbúðir, hlutfall af fasteignamati húss og lóðar , 0,085%
Fráveitugjald,stofnanir og atvinnuhúsnæði, hlutfall af fasteignamati, 0,16%
Vatnsgjald, íbúðir, hlutfall af fasteignamat, 0,080%
Vatnsgjald, stofnanir og atvinnuhúsnæði, hlutfall af fasteignamati , 0,19%
Aukavatnsgjald, atvinnuhúsnæði, kr.m3, 25
Lóðarleiga, % af fasteignamati lóðar, íbúðarhúsnæði, 1,15%
Lóðarleiga, % af fasteignamati lóðar, stofnanir og atvinnuhúsnæði, 1,6%
Fast sorpgjald, kr. pr. íbúðareiningu, 18.000
Gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs, Fer eftir rúmmáli
Bæjarstjórn samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti, séu gjöldin að fullu greidd eigi síðar en 19. febrúar 2024.
Gjalddagar eru 10, frá 1. febrúar - 1. nóvember, eindagi er fyrsta virka dag næsta mánaðar eftir gjalddaga.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.



5.Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2024

2312003

Tekið fyrir 7. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023: Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþeg af fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2024



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um tekjuviðmið vegna afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum árið 2024 vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Samþykkt um gatnagerðargjald

2312005

Tekið fyrir 8. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023: Samþykkt um gatnagerðargjald.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um samþykkt um gatnagerðargjald 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:

7.Þjónustugjaldskrá Vogahafnar 2024

2312004

Tekið fyrir 9. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023: Þjónustugjaldskrá Vogahafnar 2024



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um þjónustugjaldskrá Vogahafnar 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

8.Gjaldskrá vatnsveitu 2024

2312007

Tekið fyrir 10. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023: Gjaldskrá vatnsveitu 2024



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá vatnsveitu 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

9.Gjaldskrá fyrir fráveitu 2024

2312009

Tekið fyrir 11. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023: Gjaldskrá fráveitu 2024



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá fyrir fráveitu 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

10.Gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld 2024

2312006

Tekið fyrir 12. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023: Gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld 2024



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál og önnur tengd þjónustugjöld 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

11.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024

2312008

Tekið fyrir 13. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023: Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar tillögu um gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024 til staðfestingar í bæjarstjórn
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

12.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Tekið fyrir 16. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 6. desember 2023:

Fjárhagsáætlun 2024 - 2027.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 29. nóvember 2023. Samhliða áætlun næsta árs var jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2025, 2026 og 2027. Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga er nú lögð fram til síðari umræðu og afgreiðslu.
Við gerð fjárhagsáætlunar 2024-2027 er tekið mið af bæði ytri og innri forsendum, meðal annars stöðu og horfum í efnahagsmálum og íbúaþróun í sveitarfélaginu. Líkt og fyrri ár ríkir talsverð óvissa um þróun ytri aðstæðna og framvindu efnahags- og kjaramála á næstu misserum og árum. Óvissan snýr meðal annars að verðbólguþróun, kjarasamningum og alþjóðlegri efnahagsþróun. Til viðbótar bætist óvissa vegna áhrifa jarðhræringa á Reykjanesi.
Frá ársbyrjun 2023 hefur íbúum í Sveitafélaginu Vogum fjölgað um yfir 12% og má gera ráð fyrir að sú þróun haldi áfram á næsta ári og næstu ár enda mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að í árslok verði íbúar í sveitarfélaginu orðnir 1.850 talsins eða um 32,5% fleiri en þeir voru í ársbyrjun 2023.
Til að mæta þeim sjálfsögðu og eðlilegu kröfum um aukið framboð þjónustu sem óhjákvæmilega fylgja fjölgun íbúa er í fjárhagsáætlun lögð höfuðáhersla á að byggja upp nauðsynlega innviði og viðhalda góðri þjónustu við nýja íbúa jafnt sem núverandi. Til þess að þær áætlanir geti gengið eftir og sveitarfélagið geti áfram tryggt íbúum sínum góða þjónustu þarf rekstur sveitarfélagsins að styrkjast talsvert frá því sem verið hefur síðustu ár.
Við undirbúning fjárhagsáætlunar hefur því verið lögð áhersla á breytingar sem miða að því að bæta framlegð í rekstri sveitarfélagsins með hagræðingu á öllum sviðum og markvissari forgangsröðun útgjalda. Markmiðið er að sveitarfélagið geti ávallt uppfyllt skilyrði laga um fjárhagslega sjálfbærni og jafnvægi í rekstri samhliða nauðsynlegri innviðauppbyggingu.
Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta á árinu 2024 verði um 2.207 milljónir króna og að áætluð rekstrargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði um 1.921 milljón króna. Jákvæð rekstrarniðurstaða A- og B-hluta er áætluð 90 milljónir króna.
Heildareignir A- og B-hluta eru áætlaðar um 2.639, milljónir króna í árslok 2024 og skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 2.041 milljón króna. Skuldaviðmið skv. reglugerð 520/2012 er áætlað um 72,9% í árslok 2024.
Veltufé frá rekstri er sá mælikvarði sem oft er litið til þegar meta skal getu sveitarfélaga til að standa við skuldbindingar sínar. Mælikvarðinn gefur meðal annars vísbendingu um hversu mikið er til ráðstöfunar frá rekstri til fjárfestinga og til að greiða niður skuldir. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 249 milljónir króna, eða sem nemur 11,3% af áætluðum heildartekjum ársins.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2024:

Rekstrarniðurstaða A-og B-hluta verði jákvæð um 90,1 milljón króna eða 4,1% af tekjum.
Framlegðarhlutfall A- og B-hluta verði 13% á árinu 2024.
Rekstrarniðurstaða A-hluta verði jákvæð um 62,5 milljónir króna eða 3,4% af tekjum.
Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta (skuldahlutfall) verði 92,5% í árslok 2024.
Skuldaviðmið samkv. reglugerð 502/2012 verði 72,9% í árslok 2024.
Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta verði 249 milljónir króna eða 11,3% af heildartekjum.
Launahlutfall verði 51,8% á árinu 2024 (53,9% árið 2023).
Útsvarsprósenta verði óbreytt, eða 14,74%.
Álagningarhlutfall fasteignaskatta verði óbreytt á milli ára.
Almennt er miðað við að gjaldskrár fylgi verðlagsþróun, þ.e. að þjónustugjöld haldist óbreytt að raungildi á milli ára (8%).
Áætlaðar fjárfestingar nemi 158 milljónum króna á árinu 2024 eða 7,2% af áætluðum heildartekjum.

Fjárfestingaáætlun ársins 2024 auk áætlunar fyrir árin 2025-2027 er lögð fram samhliða rekstraráætlun. Samhliða mikilli fjölgun íbúa skapast þörf fyrir innviðauppbyggingu auk annarra brýnna verkefna, s.s. viðhaldi fasteigna. Í áætlun næsta árs er gert ráð fyrir fyrsta áfanga við stækkun Heilsuleikskólans Suðurvalla með uppsetningu færanlegrar kennslustofu. Unnið verður markvisst að viðgerðum á húsnæði Stóru-Vogaskóla á næstu árum, göngu- og hjólastígagerð, hönnun og byggingu viðbyggingar við Stóru-Vogaskóla og viðhald og uppbyggingu íþróttamannvirkja. Samtals eru fjárfestingar áætlaðar um 158 m.kr á næsta ári en í heild eru fjárfestingar á áætlunartímabilinu 2024-2027 áætlaðar um 1,6 milljarðar króna.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2024-2027.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
GAA, BS

13.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 390

2311006F

Í lok fundar þakkaði forseti bæjarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir samstarfið á árinu og óskaði þeim, fjölskyldum þeirra og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 18:22.

Getum við bætt efni síðunnar?