Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

87. fundur 07. ágúst 2013 kl. 18:00 - 20:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Sveindís Skúladóttir
  • Kristinn Björgvinsson
  • Erla Lúðvíksdóttir
  • Bergur Álfþórsson
  • Marta G. Jóhannesdóttir
  • Björn Sæbjörnsson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson Bæjarstjóri
Dagskrá
Oddur Ragnar Þórðarson forseti stýrir fundi.

1.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar

1307013

Tilnefndur er Oddur Ragnar Þórðarson sem forseti bæjarstjórnar. Kristinn Björgvinsson er tilnefndur sem fyrsti varaforseti og Bergur Brynjar Álfþórsson sem annar varaforseti. Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: Oddur Ragnar

2.Kosning skrifara og varaskrifara bæjarstjórnar

1307014

Sem aðalskrifarar eru tilnefndar Sveindís Skúladóttir og Erla Lúðvíkdsdóttir. Varaskrifarar eru tilnefndir Björn Sæbjörnsson og Ingþór Guðmundsson.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: Oddur Ragnar Þórðarson

3.Kosning í bæjarráð

1307012

Fram kom tilnefning um eftirtalda í bæjarráð:
Frá H-lista: Oddur Ragnar Þórðarson, til vara Björn Sæbjörnsson.
Frá L-lista: Kristinn Björgvinsson, til vara Jóngeir Hjörvar Hlinason.
Frá E-lista: Bergur Brynjar Álfþórsson, til vara Erla Lúðvíksdóttir.

Bergur Brynjar Álfþórsson óskaði eftir að kannað sé á fundinum hvort óskað sé eftir hlutfallsbundinni kosningu, en svo var ekki.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Bergur Brynjar

4.Kosning í fræðslunefnd

1307015

Bæjarstjórn kýs eftirtalda aðal-og varamenn í Fræðslunefnd:
Aðalmenn:
Jóngeir Hjörvar Hlinason, formaður
Júlía Rós Atladóttir, varaformaður
Bergur Brynjar Álfþórsson
Sveindís Skúladóttir
Brynhildur Hafsteinsdóttir

Varamenn:
Erla Lúðvíksdóttir
Ingþór Guðmundsson
Oddur Ragnar Þórðarson
Magga Lena Kristinsdóttir
Bergur Viðar Guðbjörnsson

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: Oddur Ragnar.

5.Kosning í Umhverfis- og skipulagsnefnd

1307016

Bæjarstjórn kýs eftirtalda í Umhverfis- og skipulagsnefrnd:

Aðalmenn:
Bergur Viðar Guðbjörnsson, formaður
Oddur Ragnar Þórðarson,varaformaður
Ingþór Guðmundsson
Þorvaldur Örn Árnason
Guðbjörg Theodórsdóttir

Varamenn:
Agnes Stefánsdóttir
Sigurður Gunnar Ragnarsson
Björn Sæbjörnsson
Kristberg Finnbogason
Kristinn Björgvinsson

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: Oddur Ragnar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?