Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

203. fundur 08. mars 2023 kl. 18:00 - 18:12 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Skrifstofa vogar
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Erindi til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

2302029

Erindi frá Hönnu Lísu Hafsteinsdóttur dags. 17.02.2023
Fyrir fundinum liggur erindi frá varabæjarfulltrúa Hönnu Lísu Hafsteinsdóttur varabæjarfulltrúa dags. 17. febrúar 2023. Vegna ástæðna sem tilgreindar eru í erindinu óskar varabæjarfulltrúinn eftir varanlegri lausn frá störfum sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn og í nefndum og ráðum sem hún hefur verið kjörin í fyrir hönd sveitarfélagsins.

Leggur forseti fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að bæjarstjórn verði við ósk varabæjarfulltrúans Hönnu Lísu Hafsteinsdóttur og veiti henni lausn frá störfum á grundvelli 2. mgr. 30. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Afgreiðsla bæjarstjórnar: Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

Fyrir hönd bæjarstjórnar þakkar forseti Hönnu Lísu fyrir gott og ánægjulegt samstarf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi

2.Samþykkt um gatnagerðargjald, framkvæmdaleyfis-og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-og þjónustugjöld umhverfis-og skipulagsdeildar 2023.

2302031

Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð 372. fundar bæjarráðs sem haldinn var 1. mars 2023: Samþykkt um gatnagerðargjald, framkvæmdaleyfis-og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-og þjónustugjöld umhverfis-og skipulagsdeildar 2023.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt um gatnagerðargjald, framkvæmdaleyfis-og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-og þjónustugjöld umhverfis-og skipulagsdeildar 2023.

Bæjarráð samþykkir að vísa samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn staðfestir framlögð drög að samþykkt um gatnagerðargjald, framkvæmdaleyfis-og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-og þjónustugjöld umhverfis-og skipulagsdeildar 2023.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

3.Reglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2302011

Tekið er fyrir 4. mál af dagskrá 100.fundar fræðslunefndar dags. 13.02.2023: Reglur um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Afgreiðsla fræðslunefndar:

Lögð eru fram drög að reglum um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

Fræðslunefnd samþykkir framlagðar reglur.

Samþykkt
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn staðfestir framlagðar reglur. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 370

2301007F

Fundargerð 370. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 203. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tók: BÖÓ

5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 371

2302001F

Fundargerð 371. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 203. fundi bæjarstjórnar.

6.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 372

2302005F

Fundargerð 372. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 203. fundi bæjarstjórnar.

7.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 100

2212006F

Fundargerð 100. fundar fræðslunefndar er lögð fram til kynningar á 203. fundi bæjarstjórnar.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 80

2301008F

Fundargerð 80. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram til kynningar á 203. fundi bæjarstjórnar.

9.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 47

2301006F

Fundargerð 47. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til kynningar á 203. fundi bæjarstjórnar.
Til máls tók: GAA

10.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 105

2302002F

Fundargerð 105. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram til kynningar á 203. fundi bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:12.

Getum við bætt efni síðunnar?