Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

201. fundur 28. desember 2022 kl. 18:00 - 18:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason 1. varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Voga

2212021

Tekin til síðari umræðu tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn Sveitarfélagsins Voga.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

2203027

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna reksturs íþróttamiðstöðvar. Viðaukinn felur í sér viðbótarrekstrarframlag vegna rekstrarársins 2022.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku: EAB, GAA

Bókun fulltrúa L-lista:
L-listanum finnst mjög alvarlegt að stjórnsýslan vanreikni rekstrarfjármagn um sirka 35%, sér í lagi þar sem sveitarfélagið er búið að reka íþróttamannvirkin frá upphafi og hafði þar af leiðandi allar forsendur til að vanda útreikninga betur. En þess má geta að á bæjarráðsfundi nr. 351, þann 16.mars 2022 var rekstrarsamningur við Ungmennafélagið Þrótt til umræðu og benti fulltrúi L-listans á að miðað við þáverandi fyrirliggjandi gögn vantaði sirka 2 milljónir í reksturinn svo dæmið gæti gengið upp, sem nú er raunin, en ábendingin hlaut ekki hljómgrunn af þáverandi meirihluta E-listans.

Einnig óskar L-listinn eftir svörum við því hvort um sé að ræða einskiptis greiðslu eða hvort hækka verði styrkinn til rekstursins til frambúðar?

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?