2212020
Breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.“