Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

200. fundur 21. desember 2022 kl. 18:00 - 18:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá
Áður en gengið er til dagskrár leitaði forseti afbrigða og lagði til við bæjarstjórn að við útsenda dagskrá bættist einn viðbótar dagskrárliður, Snjómokstur og forgangsröðun Vegagerðarinnar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

1.Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og breyting á útsvarsálagningu

2212020

Breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.“


Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Framlögð tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn fagnar þessari breytingu sem þýðir að hámarksútsvar sveitarfélaga sem nú er 14,52% verður hækkað um 0,22% samhliða lækkun tekjuskatts sem nemur samsvarandi prósentu. Þetta þýðir að ríkið muni á árinu 2023 auka framlag málaflokksins um 5 milljarða. En betur má ef duga skal, þar sem þau framlög sem fylgt hafa málaflokknum hafa alls ekki dugað hingað til. Bæjarstjórn bindur vonir við að starfshópur sem myndaður var á vegum ríkis og sveitarfélaga komist að niðurstöðu sem hægt verður að byggja á til framtíðar.

2.Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Voga

2212021

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn Sveitarfélagsins Voga.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa framlagðri tillögu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Barnavernd - breytt skipulag

2112001

Lögð fram beiðni byggðasamlags fimm sveitarfélaga í félags-og skólaþjónustu Rangárvalla-og Skaftafellssýslu um þátttöku í sameiginlegu umdæmisráði sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Árborg. Sveitarfélögin sem standa að byggðasamlaginu eru s Ásahreppur, Rangárþing Ytra, Rangárþing Eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að félags-og skólaþjónusta Rangárvalla-og Vestur Skaftafellssýslu taki þátt í samstarfi um umdæmisráð barnaverndar sveitarfélaganna á Suðurnesjum og Árborgar, með fyrirvara um samþykki þeirra sveitarfélaga.

4.Gjaldskrá fráveitu 2023

2212003

Lögð fram til staðfestingar gjaldskrá fráveitu 2023.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir framlagða gjaldskrá. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

5.Gjaldskrá vatnsveitu 2023

2212003

Lögð fram til staðfestingar gjaldskrá vatnsveitu 2023.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir framlagða gjaldskrá. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar 2023

2212003

Lögð fram til staðfestingar gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar 2023.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir framlagða gjaldskrá. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Vegagerðin, snjómokstur og forgangsröðun

2212023

Lögð fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmd við og forgangsröðun Vegagerðarinnar síðustu daga og kallar eftir því að málið verði tekið upp við ráðherra vegamála og á vettvangi almannavarnarnefndar á svæðinu.

Þó vissulega sé mikilvægt að tryggja samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli er með öllu óásættanlegt að skilgreindir stofnvegir til og frá íbúabyggðum á svæðinu séu ófærir svo sólarhringum skiptir og rýming þeirra mæti afangi eins og raunin hefur verið síðustu daga. Kallar bæjarstjórn eftir því mótuð verði skýr og afdráttarlausa stefna um að öryggi og velferð íbúa og hagsmunir fyrirtækja á svæðinu hljóti í framtíðinni eðlilegan forgang við slíkar aðstæður.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?