169. fundur
16. júní 2020 kl. 17:00 - 17:05 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Áshildur Linnetaðalmaður
Bergur Álfþórssonaðalmaður
Birgir Örn Ólafssonaðalmaður
Inga Rut Hlöðversdóttirvaramaður
Andri Rúnar Sigurðsson1. varamaður
Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir2. varamaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonaðalmaður
Starfsmenn
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
Áshildur Linnet, 1. varaforseti, stýrir fundi í fjarveru forseta bæjarstjórnar.
1.Forsetakosningar 27. júní 2020
2005041
Staðfesting bæjarstjórnar á kjörskrá vegna forsetakosninga 27. júní 2020. Kjörskrárstofninn liggur frammi á fundinum.
Samþykkt
Kjörskrárstofn sveitarfélagsins frá Þjóðskrá Íslands vegna forsetakosninga lagður fram. Bæjarstjórn samþykkir að kjörskrárstofninn verði kjörskrá sveitarfélagsins við forsetakosningar sem fram fara laugardaginn 27. júní 2020. Á kjörskrá eru alls 866 kjósendur.
Kjörskráin skal auglýst og mun liggja frammi á bæjarskrifstofunum fram að kjördegi frá og með deginum í dag, 16. júní 2020.
Bæjarstjórn veitir bæjarstjóra fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, gera viðeigandi leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 27. júní 2020 samkvæmt 27. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. 6.gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945.