Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 12. janúar 2006, kl. 18 00 í
Tjarnarsal.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem
jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.
DAGSKRÁ
1. Kosning í bæjarráð – þrír aðalmenn og þrír til vara.
Borist hafa þrjár tilnefningar um aðalmenn sem eru eftirtaldir:
Jón Gunnarsson, bæjarfulltrúi
Sigurður Kristinsson, bæjarfulltrúi
Birgir Örn Ólafsson, bæjarfulltrúi.
Þar sem fleiri eru ekki tilnefndir en kjósa skal, teljast þeir réttkjörnir
til setu í bæjarráði.
Borist hafa þrjár tilnefningar um varamenn sem eru eftirtaldir:
Hanna Helgadóttir, bæjarfulltrúi
Helga Friðfinnsdóttir, varabæjarfulltrúi
Hörður Harðarsson, bæjarfulltrúi.
Þar sem fleiri eru ekki tilnefndir en kjósa skal, teljast þau réttkjörin
sem varamenn í bæjarráði.
2. Staða aðalskipulagsmála – Ómar Ívarsson frá Landslagi ehf.
mætir á fundinn.
Ómar Ívarsson frá Landslagi fór yfir og skýrði stöðu
aðalskipulagsmála. Eftir umræður var ákveðið að stefna að
kynningar- og samráðsfundi eigi síðar en í mars n.k.
Á slíkum fundi fengju íbúar tækifæri til að hafa áhrif á
skipulagsvinnuna áður en lokatillögur verða unnar.
2
3. Fjárhagsáætlun 2006 – seinni umræða.
Jóhanna fór yfir forsendur áætlunarinnar.
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi samstæðunnar:
Heildartekjur: 439,6 milljónir
Gjöld: 401,7 milljónir
Þ.a. launatengd gjöld 239,5 milljónir
Niðurstaða fyrir afskr.og fjárm. 37,9 milljónir
Rekstrarniðurstaða 17,8 milljónir
Veltufé frá rekstri 43,3 milljónir
Eignir 888,3 milljónir
Skuldir og skuldbindingar 509,2 milljónir
Eigið fé 395,3 milljónir
Eftir umræður var fjárhagsáætlunin borin upp til atkvæða og
samþykkt með þremur atkvæðum, tveir sitja hjá.
4. Rammasamkomulag Búmanna, Trésmiðju Snorra Hjaltasonar
hf. og Sveitarfélagsins Voga um uppbyggingu þjónustukjarna
og íbúða fyrir eldri borgara – Þorgrímur Stefánsson frá
Búmönnum mætir á fundinn.
Þorgrímur kynnti forsendur verkefnisins. Jón Gunnarsson kynnti
rammasamkomulagið. Undirbúningur hefur staðið yfir allt síðastliðið
ár. Með samþykkt þessa samkomulags er í fyrsta skipti ráðist í
framkvæmdir innan sveitarfélagsins sem beint miða að því að bæta
þjónustu við eldri borgara í heimabyggð.
Rammasamkomulagið var undirritað á fundinum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10