Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 7. mars 2006,
kl. 18 00 í Tjarnarsal.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem
jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.
DAGSKRÁ
1. Fundargerð Bæjarráðs Voga dags. 2/3 2006.
1. mál um starf bæjartæknifræðings þá er bæjarstjóra falið að
ganga frá ráðningasamningi við Kjartan Sævarsson,
byggingafræðing og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Til máls tóku undir þessum lið: Jón Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson,
Jóhanna Reynisdóttir, Sigurður Kristinsson og Hörður Harðarson.
Samþykkt samhljóða.
26. mál um skipulagsmál, forseti bæjarstjórnar fór yfir stöðu
mála.
27. mál um iðnaðarlóðir þá lagði bæjarstjóri fram eftirfarandi:
a) Yfirlitsblað yfir umsóknir um lóðir við Iðndal og Hraunholt.
b) Drög að úthlutunarreglum fyrir Hraunholt og Iðndal.
c) Hugmyndir um breytingu á gatnagerðagjöldum vegna
iðnaðarlóða.
Bæjarstórn samþykkir að fela bæjarráði endanlegan frágang á
úthlutundarreglum og fyrirkomulagi gatnagerðagjalda. Þar sem ekki
liggja fyrir nægjanleg gögn til að úthlutun geti farið fram er bæjarráði
falið að úthluta iðnaðarlóðum á næsta fundi.
Til máls tóku: Jón Gunnarsson, Jóhanna Reynisdóttir, Hörður
Harðarson og Birgir Örn Ólafsson.
Samþykkt samhljóða.
2
28. mál, forseti bæjarstjórnar fór yfir stöðu byggingamála.
Til máls tók: Hörður Harðarson.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 10