Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 28. mars 2006 kl. 18:00 - 19:50 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 28. mars 2006,
kl. 18 00 í Tjarnarsal.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem
jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Bæjarráðs Voga dags. 16/3 2006.
10. mál um bréf frá Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf. varðandi
áhuga á uppbyggingu á miðbæjarkjarna í Vogum.
Bæjarstjóra var falið að senda erindi til nokkra fyrirtækja til að kanna
áhuga þeirra á uppbyggingu miðbæjarkjarna. Bæjarstjóri upplýsti að
bréf hefðu verið send út í síðustu viku og fyrirspurnir eru farnar að
berast.
13. mál varðandi reglur um Tjarnarsal.
Forseti bæjarstjórnar fór yfir lokatillögu að reglum. Hann lagði áherslu
á að í raun væri Tjarnarsalur félagsheimili bæjarins sem ákveðið var á
sínum tíma að byggja áfast grunnskólanum. Skólinn hefði síðan
aðgang að salnum fyrir mötuneyti og sem samkomusal. Með þessu er
verið að samnýta fjárfestinguna og spara verulega fjármuni. Forseti
lagði áherslu á að Tjarnarsalur væri ekki skilgreindur sem
skólamannvirki og full sátt hefði verið í hreppsnefnd
Vatnsleysustrandarhrepps um þá tilhögun.
Birgir Örn lýsir vonbrigðum sínum með að reglurnar hafi ekki farið til
Fræðslunefndar til umsagnar.
Jón óskar eftir því að fram komi að reglurnar sem verið er afgreiða snúi
að notkun félagsheimilisins utan skólatíma og telur því ekki eðlilegt að
Fræðslunefnd fái til umsagnar vegna þess.
Til máls tóku undir þessum lið: Jón Gunnarsson og Birgir Örn Ólafsson.
Samþykkt með þremur atkvæðum og tveir sitja hjá.

2
15. mál um úthlutun iðnaðarlóða.
Á fundinum úthlutaði bæjarráð fjórum lóðum. Í ljós hefur komið að lega
landsins sem er í eigu bæjarins er með öðrum hætti en talið var, þó
stærð þess sé sú sama, um 54 þúsund fermetrar. Því er nauðsynlegt
að breyta staðsetningu lóðanna og hefur lóðarumsækjendum verið
gerð grein fyrir því. Þessi breyting lækkar kostnað við gatnagerð
verulega, núverandi gata nýtist betur. Samhliða er tillaga um að gatan
sem nýju byggingalóðirnar verða við, fái nafnið Heiðarholt. Breytingin
felur í sér að úthlutun lóða verði með eftirfarandi hætti.
Heiðarholt 1 – Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hf.
Heiðarholt 2 – Nettur ehf. og Ökumælar ehf.
Heiðarholt 3 – R. Sveinsson ehf.
Heiðarholt 5 – G.T. verktakar ehf.
Bæjarstjórn samþykkir ofangreindar úthlutanir með fyrirvara um
breytingu á deiliskipulagi. Birgir Örn gerir jafnframt fyrirvara um
eignarhald lóðanna.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilögu um nafnið Heiðarholt.
Til máls tóku: Jón Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson og Sigurður
Kristinsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir.
Fundargerðin í heild sinni var borin upp til atkvæða.
Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 20/3
2006 um nýja stöðu í varnarmálum.
Bæjarstjórn tekur undir bókun stjórnar atvinnuráðs og stjórnar SSS og
telur afar mikilvægt að sveitarélögin á Suðurnesjum komi fram sem ein
heild hvað varðar málefni Varnarliðsins.
Í bókuninni kemur fram að skipuð verði sérstök landaskilanefnd sem í
sitji einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi. Bæjarstjórn tilnefndir
bæjarstjóra í nefndina.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja dags. 16/3 2006.
Bæjarstjórn tekur undir bókanir Sigurðar Kristinssonar á fundinum og
lýsir undrun sinni á því að formaður stjórnar virðist ekki hafa lesið eða
kynnt sér aftöðu Voga sem alltaf hefur legið fyrir og komið fram í
samþykktum sveitarstjórnar.
Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.
4. Fundargerð Þjónustuhóps aldraða á Suðurnesjum dags. 7/3 2006.
Fundargerðin er kynnt.

3

5. Bréf frá Sunddeild Þróttar dags. 20/3 2006 þar sem skorað er á
bæjarstjórn að standa fyrir stækkun á sundlauginni vegna mikils
áhuga á sundíþróttinni. Í bréfinu er jafnframt óskað eftir því að
leitað verði leiða til að leigja tvo tíma til æfinga á viku í 25 metra
sundlaug í nágranna-sveitarfélagi Voga.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja athugun á möguleikum þess að
stækka núverandi sundlaug og lýsir sig jafnframt jákvæða varðandi
leigu á tímum í 25 metra sundlaug.

6. Bréf frá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja dags. 20/3 2006
varðandi húsnæðismál B.S.
Í framhaldi af bréfi starfsmanna BS vill bæjarstjórn Voga taka fram
eftirfarandi:
Eini ágreiningurinn milli eignaraðila Brunavarna Suðurnesja varðandi
framtíðarhúsnæði fyrir starfssemina snýst um það atriði að einhverra
hluta vegna hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki verið tilbúin til þess,
að undirbúningur og ákvörðunartaka varðandi húsnæðið fylgi
venjubundnum leiðum í samskiptum sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Það hefur legið fyrir lengi að bæjarstjórn Voga getur ekki fallist á
einhliða ákvarðanir bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um framtíðar-
húsnæði og lýsir bæjarstjórn Voga undrun sinni á því, að ekki hefur
reynst unnt að fá umræðu milli eignaraðila B.S. um framhald málsins
fyrr en í sl. viku. Það er rangt sem fram kemur í bréfi starfsmannanna
að viðsnúningur hafi orðið í afstöðu Voga þar sem afstaða
bæjarstjórnar hefur legið fyrir lengi og ekkert breyst frá upphafi málsins.
Í bréfinu kemur fram að formaður stjórnar og slökkviliðsstjóri hafi kynnt
fyrir starfsmönnum B.S. 15.febrúar 2006 að tillaga meirihluta
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá 21.desember um uppbyggingu nýrrar
slökkvistöðvar hafi verið lögð fyrir eignaraðila án athugasemda.
Bæjarstjórn Voga taldi víst að eignaraðilum, stjórn og stjórnendum BS
væri fullljós sú afstaða Sveitarfélagsins Voga að nefnd eignaraðila sem
skipuð hafði verið af öllum bæjarstjórnum hefði málið til meðferðar og
voru eftirfarandi bókanir settar fram á fundi bæjarráðs 25. janúar 2006.
Fyrst vegna fundagerða nefndar eignaraðila um framtíðarhúsnæði BS:
“ Fundargerðirnar eru lagðar fram. Bæjarráð fagnar því að nefnd
eignaraðila um framtíðarhúsnæði B.S. hefur tekið til starfa og vonast til
að niðurstaða í þessu brýna hagsmunamáli náist fljótlega "
Síðar á sama fundi vegna bréfs frá Reykjanesbæ dags. 23. desember
2005 varðandi húsnæðismál B.S.: " Bæjarráð lýsir undrun sinni á þeirri
ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að draga sig einhliða út úr
nefnd um framtíðarhúsnæði B.S. sem eigendur höfðu orðið ásáttir um
að skipa. Bæjarráð Voga telur nauðsynlegt að nefndin haldi störfum
sínum áfram og skili niðurstöðu sinni til eignaraðila"

4

Fundargerðir stjórnar B.S. frá 21. desember 2005 og 17. febrúar 2006
komu fyrir bæjarráð Voga á fundi 2. mars 2006. Þar sem afstaða Voga
til tillögu Reykjanesbæjar sem lá fyrir fundinum átti að vera ljós var ekki
talin ástæða til að bóka sérstaklega varðandi það mál en varðandi 4. lið
seinni fundargerðarinnar var eftirfarandi bókað: “Varðandi 4. mál
seinni fundargerðarinnar vill bæjarráð árétta að nauðsynlegt sé að
eignaraðilar fundi áður en frekar verði aðhafst í húsnæðismálum B.S.
Að öðru leyti eru fundargerðirnar samþykktar."
Í ljósi ofangreindra bókana bæjarráðs Voga hlýtur að vera ljóst að bréf
starfsmanna B.S. er byggt á röngum upplýsingum og þar af leiðandi
dregnar rangar ályktanir um viðhorf sveitarfélagsins.
Þar sem afstaða bæjarstjórnar Voga hefur frá upphafi verið sú sama og
ekkert breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því að fyrst var rætt um
nauðsyn þess að stækka eða flytja aðstöðu B.S. og í þeirri fullvissu að
sameignaraðilum bæjarins í B.S. hafi verið ljós sú afstaða, hefur
bæjarstjórn ekki talið nauðsynlegt að bregðast við í hvert skipti sem
málefnið hefur borið á góma í stjórn B.S. eða hjá sameigendum.
Bæjarstjórn telur afar mikilvægt að eignaraðilar komist að niðurstöðu
um löngu tímabæra endurbót á aðstöðu slökkviliðsins og mun leggja
áherslu á það atriði á fundi eignaraðila með stjórn B.S. á morgun
29.mars 2006.
Bæjarstjórn tilnefnir Jóhönnu Reynisdóttur og Sigurð Kristinsson sem
fulltrúa sína á fundinum.
7. Bréf frá Sveitarfélaginu Garði dags. 23/3 2006 varðandi
húsnæðismál B.S.
Bréfið er kynnt.
8. Afrit af bréfum milli Skipulagstofnunar og Landverndar dags. 6/3
og 16/3 2006.
Bréfin eru kynnt. Að gefnu tilefni tekur bæjarstjórn fram að
lögsögumörk Grindavíkur og Sveitarfélagsins Voga eru óviss og ber
alltaf að hafa það í huga við afgreiðslu mála á umræddu svæði.
Samþykkt að senda bréfin til Umhverfisnefndar til upplýsinga.
9. Afrit af bréfi frá Umhverfisstofu dags. 21/3 2006.
Bréfið er kynnt. Samþykkt að senda bréfið til Umhverfisnefndar til
upplýsinga.
10. Afrit af bréfi frá Umhverfisstofnun dags. 16/3 2006.
Bréfið er kynnt. Samþykkt að senda bréfið til Umhverfisnefndar til
upplýsinga.

11. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 16/3 2006 varðandi
endurskoðun á reglugerð um um varnir gegn mengun hafs og
stranda.

5

Erindið er sent til Umhverfisnefndar til umsagnar. Bæjarstjóra falið að
svara málinu.
12. Ársreikningur 2005 – fyrri umræða.
Bæjarstjóri skýrði ársreikninginn og eftir nokkrar umræður var honum
vísað til seinni umræðu.
13. 3ja ára fjárhagsáætlun 2007-2009 – fyrri umræða.
Bæjarstjóri skýrði áætlunina og eftir nokkrar umræður var henni vísað
til seinni umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 50

Getum við bætt efni síðunnar?