Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 04. apríl 2006 kl. 18:00 - 19:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í bæjarstjórn, þriðjudaginn 4. apríl 2006,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerðir Skipulags-og byggingarnefndar dags. 28/3 2006 og 3 /4
2006.
Fundargerðirnar eru samþykktar. Birgir Örn tók ekki þátt í afgreiðslu 3.
liðar fyrri fundargerðarinnar.
2. Fundargerð Umhverfisnefndar dags. 29/3 2006.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Fræðslunefndar dags.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 2. mál d lið varðandi málaferli, þá
leggur bæjarstjórn áherslu á að í upphafi sé fagnefndum og bæjarstjórn
greint frá tilkomu sambærilegra mála.
4. Ársreikningur 2005 – seinni umræða.
Helstu niðurstöður úr samstæðureikning eru eftirfarandi:
Tekjur 399.452
Gjöld 385.035
Rekstrarniðurstaða 42.114
Eignir 865.081
Skuldir 514.334
Ársreikningurinn er samþykktur þremur atkvæðum, tveir sitja hjá.

2

5. 3ja ára fjárhagsáætlun 2007-2009 – seinni umræða.
Helstu tölur úr samstæðuáætlun eru eftirfarandi:

2007 2008 2009
Tekjur 510.986 596.964 697.651
Gjöld 457.092 526.246 586.220
Rekstrarniðurstaða 5.621 21.447 61.427
Eignir 864.806 897.981 914.815
Skuldir 537.449 897.981 814.815
Áætlunin er samþykkt með þremur atkvæðum, tveir sitja hjá.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 00

Getum við bætt efni síðunnar?