Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 2. maí 2006,
kl. 18 00 í Tjarnarsal.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem
jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.
DAGSKRÁ
1. Fundargerð Bæjarráðs Voga dags. 27/4 2006.
22. mál um nýtt málakerfi. Forseti og bæjarstjóri svöruðu spurningum
sem fram komu.
23. mál um rammasamkomulag vegna Grænuborgahverfis. Forseti
kynnti samninginn og fylgiskjöl sem honum fylgja. Eftir nokkrar
umræður var samningurinn borinn upp til atkvæða og samþykktur
samhljóða.
Til máls tóku: Jón Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson, Jóhanna
Reynisdóttir, Sigurður Kristinsson og Hörður Harðarson.
2. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar dags. 2/5 2006.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Varðandi 1. mál fundargerðarinnar um nýtt deiliskipulag í
Grænuborgarhverfi þá samþykkir bæjarstjórn að auglýsa eftir
athugasemdum og felur bæjarstjóra málið.
Varðandi 2. mál um breytingu á aðalskipulagi þá samþykkir bæjarstjórn
að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa breytinguna og
felur bæjarstjóra málið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 00