Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 18. maí 2006 kl. 18:00 - 18:30 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 18. maí 2006,
kl. 18 00 í Tjarnarsal.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem
jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Drög að samningi um stækkun íþróttamiðstöðvar.
Forseti bæjarstjórnar kynnti drög að leigusamningi við Fasteign hf. um
viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina í Vogum. Samningurinn er í sama
formi og aðrir samningar sem gerðir hafa verið milli aðila.
Leiguprósenta er 0,685% á mánuði og samningsupphæð kr.
139.598.400.-. Teikningar og kostnaður eru í samræmi við það sem
áður hefur verið kynnt í hreppsnefnd/bæjarstjórn. Stærð
viðbyggingarinnar eru 713 fermetrar og rýmir húsnæðið alla þá
starfsmemi sem þarfagreininganefnd gerði ráð fyrir.
Bæjarstjórn samþykkir að ganga til samstarfs við Fasteign hf. á
grunvelli fyrirliggjandi samningsdraga og er gert ráð fyrir að
leigusamningur verði undirritaður við lok framkvæmda eins og venja er.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með þremur atkvæðum og tveir sitja
hjá.
2. Bréf frá UFE hópnum “Englar alheimsins” dags. 17/5 2006 vegna
heimsóknar á UFE unglingum frá Írlandi. Um er að ræða sama hóp
og unglingarnirnir okkar heimsóttu á síðasta ári.
Samþykkt að styrkja hópinn um 150.000,-

3. Umsókn um iðnaðarlóð.
Karton/Ís-art ehf. kt. 681201-2540, Höfðabakka 9, sækir um 3700
fermetra iðnaðarlóð við Iðndal.

2

Samþykkt að úthluta fyrirtækinu lóð við Iðndal 12. Gert er ráð fyrir að
stækka lóðina í u.þ.b. 3700 fermetra. Úthlutunin er með fyrirvara um
breytingu á deiliskipulagi á svæðinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18 30

Getum við bætt efni síðunnar?