Aukafundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 21. september 2006,
kl. 17 15 að Iðndal 2.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Anný
Helena Bjarnadóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigurður
Kristinsson. Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
1. Kjör tveggja fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarstjórn samþykkir að fulltrúar Sveitarfélagsins Voga á XX. Landsþing Sambands
íslenskra sveitarfélaga verði Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri og Inga Sigrún Atladóttir,
bæjarfulltrúi. Varamaður Róberts verður Birgir Örn Ólafsson, bæjarfulltrúi og
varamaður Ingu Sigrúnar verður Sigurður Kristinsson, bæjarfulltrúi.
Samþykkt samhljóða.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Á bæjarstjórnarfundi 27. júní þar sem kosið var um fulltrúa sveitarfélagsins á
landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var réttmætri tillögu minnihlutans um að
fá annan fulltrúa á þingið, felld. Í framhaldi leitaði minnihlutinn til
félagsmálaráðuneytisins til að fá úrskurð um lögmæti þessara valdníðslu meirihlutans.
Úrskurðurinn var birtur þann 13. september og var skýr og afdráttarlaus. Í úrskurði
félagsmálaráðuneytisins stendur m.a.:
Með hliðsjón af þeirri skyldu og ábyrgð sem hvílir á forseta bæjarstjórnar skv. 22. gr.
sveitarstjórnarlaga um að málsmeðferð á fundum sveitarstjórnar fari löglega fram,
telur ráðuneytið að forseti bæjarstjórnar hafi ekki gætt þess nægilega við meðferð
málsins á fundinum 27. júní 2006 að kosning færi fram í samræmi við 31. gr.
samþykktar um stjórn og fundarköp sveitarfélagsins. Að mati ráðuneytisins bar
forseta að beina meðferð málsins í þann löglega farveg að um það færi fram
hlutfallskosning og í því sambandi kalla eftir lista minnihluta með nafni a.m.k. eins
aðalmanns og annars til vara.
Með hliðsjón af framangreindu telur ráðuneytið að ekki verði hjá því komist að ógilda
niðurstöðu atkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Voga á landsþing
Sambands íslenskra sveitarfélaga og beina því til bæjarstjórnar að endurupptaka
málið hið fyrsta.
2
Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Meirihlutinn vill taka það fram að minnihlutinn hafði aldrei beint samband við forseta
eða bæjarstjóra til að ræða athugasemdir þeirra við afgreiðslu málsins, heldur fór
erindið beint til ráðuneytisins og án þess að bæjarstjórn eða forseti fengi afrit af því.
Um leið og forseta var málið ljóst, þ.e. þegar hann fékk bréf frá
félagsmálaráðuneytinu í byrjun ágúst var haft samband við oddvita minnihluta. Þann
9.ágúst var boðin sátt í málinu sem fólst í því að taka það upp aftur. Þeirri sátt var
hafnað og vildi minnihlutinn að ráðuneytið hlutaðist til um að málið yrði tekið upp
aftur. Nú liggur niðurstaða ráðuneytisins fyrir, sem er sú sama og forseti bauð þann 9.
ágúst, þ.e. endurupptaka málsins.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt fundargerð þann 27. júní síðastliðinn er ljóst að minnihlutinn var ósáttur
við afgreiðslu málsins og sættir voru ekki boðnar fyrr en meirihlutanum var ljóst að
afgreiðslan var kærð til félagsmálaráðuneytisins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45