Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 2. október 2007, kl. 18 í Tjarnarsal.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Rut
Hlöðversdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Kristinsson og Íris Bettý
Alfreðsdóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð.
1. Fundargerðir 20. og 21. fundar Skipulags- og bygginganefndar.
Fundargerð 20. fundar er lögð fram til kynningar.
Fundargerð 21. fundar er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku:
2. Fundargerðir 29. og 30. fundar bæjarráðs.
Með vísan til 3. máls 29. fundargerðar leggur forseti til að bæjarstjórn samþykki að
Sveitarfélagið Vogar kaupi hlut Keili að fjárhæð 100.000 kr.
Samþykkt með .
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku:
3. Samþykkt um gatnagerðargjald í Sveitarfélaginu Vogum.
Forseti ber upp tillögu um breytingu á ákvæði 19. gr. þannig að einingaverð breytist
mánaðarlega í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss, í stað árlega.
Tillagan er samþykkt .....
Forseti ber samþykktina upp til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku:
4. Reglur fyrir Tjarnarsal.
Forseti ber upp tillögu um breytingu á 6. gr. á þá leið að heimilt verið að veita
undanþágu frá ákvæðinu þegar um einkasamkvæmi er að ræða.
Tillagan er samþykkt....
Forseti ber reglurnar upp til samþykktar
2
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku:
5. Breytingar á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga
Forseti ber breytingatillöguna upp til samþykktar. Breytingarnar eru m.a. lagðar fram
með vísan til afleiðinga af samþykktum breytingum undir lið 3 og 4. í fundargerð
þessari.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku:
6. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2007-2027.
Fyrir fundinum liggja drög að tillögu að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga.
Tillagan var unnin af verkefnishóp um nýtt aðalskipulag og hélt hann 11. fundi.
Haldnir hafa verið þrír opnir
Bæjarstjórn þakkar verkefnishópnum fyrir vel unnin störf.
Tillagan var til umfjöllunar á 20. fundi Skipulags- og bygginganefndar.
Bæjarstjóri fer yfir helstu atriði tillögunnar.
Forseti ber upp tillögu um að fallið verði frá hugmynd um nýja götu sunnan
Hvammsdals.
Tillagan er samþykkt .....
Forseti ber upp tillögu um að drögin verði send til umsagnar hagsmunaaðila með
vísan til gr. 3.2 í skipulagsreglugerð.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku:
Forseti ber upp tilögu um að fundinum verði lokað með vísan til 3. mgr. 17. gr.
Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga.
7. Ávöxtun fjármuna vegna sölu á hlut Sveitarfélagsins Voga í Hitaveitu
Suðurnesja hf.
Umræða færð í trúnaðarbók.
8. Tillaga um breytingu á rekstrarformi Eignarhaldsfélagsins Fasteignar.
Umræða færð í trúnaðarbók.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.