Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

29. fundur 18. desember 2007 kl. 18:00 - 19:20 Hafnargötu 17-19

Aukafundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 18. desember 2007, kl. 18.00 að
Hafnargötu 17- 19.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Anný
Helena Bjarnadóttir, Inga Sigrún Atladóttir og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð.
1. Fundargerð 35. fundar bæjarráðs.
Með vísan til 9. liðar fundargerðar bæjarráðs afhendir forseti Gunnþórunni I.
Gunnarsdóttur og Margeiri Jóhannessyni viðurkenningu fyrir sérlega skemmtilega
skreytt Jólahús.
Inga Sigrún bókar varðandi 5. lið um vinnu við starfsmannastefnu.
Vinnubrögð þau sem hafa verið viðhöfð í undirbúningi að endurskoðun
starfsmannastefnu sveitarfélagsins eru mér ekki að skapi. Ítrekað hef ég gert
athugasemdir við hönnun verkefnisins en ekki hefur verið tillit til þeirra.
Í kjölfar kynningar bæjarstjóra á verkefninu á bæjarráðsfundi þann 11.desember
skýrði ég afstöðu mína. Ég mun því segja mig úr stýrihópi verkefnisins og tilkynni
hér með að H listinn hyggst ekki tilnefna mann í hópinn. Um leið bið ég starfsmenn
bæjarins að láta afstöðu H-listans ekki hafa áhrif á viðhorf sitt til verkefnisins.
Birgir fagnar því að verkefnið sé hafið og harmar að minnihlutinn hafi ekki hug á að
vinna að því.
Helena vill fá svör frá fulltrúa H- listans við því hvers vegna listinn vilji skoða
spurningarnar áður en þær eru lagðar fram.
Inga Sigrún svarar því til að hún sé ekki ósátt við spurningarnar, heldur að
spurningakönnunin hafi ekki verið kynnt fyrir stýrihópnum áður en hún var lögð fyrir.
Hörður bendir á að fulltrúi H- listans hafi samþykkt að taka þátt í verkefninu og
samþykkt að mæta á fund í stýrihópnum, en mjög skömmu fyrir fund tilkynnt að
fulltrúar H- listans muni ekki taka þátt í vinnunni. Spyr af hverju þessi skyndilega
stefnubreyting hafi orðið.
Inga Sigrún vísar til bókunar sinnar og telur ekki að um skyndilega stefnubreytingu sé
að ræða.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða að öðru leyti.

2
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Inga Rut, Anný Helena, Íris Bettý, Birgir og
Róbert.
2. Stofnsamþykkt Suðurlinda ohf.
Drög að stofnsamningi og samþykkt Suðurlinda ohf. eru lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir einróma fyrirliggjandi drög að stofnsamningi fyrir Suðurlindir
ohf., og jafnframt að bæjarstjóri hafi fullt umboð til þess að fara með hlut
Sveitarfélagsins Voga á stofnfundinum.
Bæjarstjórn fagnar samkomulaginu og vekur athygli á því að félagið mun hafa aðsetur
í Vogum.
Stofnfundur félagsins verður haldinn þann 20. desember næstkomandi í Tjarnarsal.
Til máls tóku: Birgir og Inga Sigrún,
3. Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008. Seinni umræða.
Fjárhagsáætlun ársins 2008 er lögð fram til seinni umræðu. Vísað er til yfirferðar
bæjarstjóra um forsendur og tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið
2008, sem kynnt var við fyrri umræðu þann 6. desember.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Í fyrstu umræðu fjárhagsáætlunnar fór forseti bæjarstjórnar mikinn og þakkaði sér
þráfaldlega stöðu bæjarstjóðs sem hann telur eina bestu í sögu sveitarfélagsins.
Ennfremur steig bæjarstjóri í pontu og þakkaði sjálfum sér röggsama stjórnun og þann
árangur sem náðst hefði undir stjórn hans.
Við sjáum þessa þó ekki svo skýr merki. Ekki hefur verið farið í neinar framkvæmdir
á árinu og verkefnum sem voru á þriggja ára áætlun H listans hefur verið frestað.
Með sölu á hlut sveitarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja bættist hagur sveitarfélagsins
og í seinni umræðu um fjárhagsáætlunina leggjum við í H listanum til að þeim
peningum verið ráðstafað sérstaklega til verkefna en ekki látnir beint inn í rekstur
bæjarins eins og nú er gert ráð fyrir.
Í greinargerð fjárhagsáætlunar er fullyrt að góður árangur sé af útboði mötuneytis.
Okkur finnst varasamt að fullyrða slíkt þegar svo lítil reynsla er að verkefninu auk
þess sem bæjarstjóri taldi á síðasta bæjarstjórnarfundi að rekstur mötuneytisins væri
trúlega ekki að koma betur út. Það er þó von okkar að aðeins sé um
byrjunarerfiðleika að ræða og reksturinn verði betri eftir því sem meiri reynsla kemst
á starfsemina.
Á næsta ári hyggst sveitarfélagið fara í framkvæmdir á svokölluðu miðbæjarsvæði og
er það vel. Við bendum þó á að áhættusamt gæti verið að ráðast í miðbæinn á sama
tíma og farið verður í Grænuborgarsvæðið. Hætta getur verið á offramboði fasteigna
og þar með lækkun á íbúðarverði og fasteignamati með neikvæðum áhrifum á
bæjarsjóð.

3
Við í H listanum leggjumst alfarið gegn því að bætt verði við stöðu bæjarritara á
skrifstofu bæjarins. Ekki hefur verið lögð fram starfslýsing fyrir þetta nýja starf og
alls óljóst hvert starfssvið hans verður. Þó ljóst sé að um hreina viðbót verði að ræða.
Við köllum því eftir meiri undirbúningi málsins áður en við treystum okkar til að taka
afstöðu til þess.
Að lokum viljum við benda á að í forsendum fjárhagsáætlunar er ekki gert ráð fyrir
auknum kostnaði vegna kjarasamninga og teljum við það afar óraunhæft. Í fyrirspurn
svaraði bæjarstjóri því til að hækkun útsvars væri líkleg til að koma til móts við
hækkun vegna kjarasamninga.
Á síðsta bæjarstjórnarfundi lögðu fulltrúar H lista fram tillögur og óskuðu eftir
afgreiðslu þeirra. Forseti bæjarstjórnar óskaði þá eftir því að breytingatillögum yrði
vísað til umræðu í bæjarráði og samþykktum við það. Í bæjarráði þann 11. desember
óskaði meirihluti bæjarráðs eftir frekari útfærslu tillagnanna án þess að nokkuð hefði
verið uppi um það á bæjarstjórnarfundinum, enda töldum við þá að tillögurnar væru
þess eðlis að hægt væri að taka tillit til þeirra.
Við munum því leggja tillögur okkar fram aftur nú í seinni umræðu.
Minnihlutinn leggur fram þrjár breytingatillögur.
I. Við leggjum til að hætt verið við að bæta við starfi bæjarritara á skrifstofu bæjarins
og í staðinn verði sett á stofn starf forstöðumanns stórheimilis sem sjá mun um það
uppbyggingarstarf sem þar er fyrirsjáanlegt í málefnum aldraðra. Hluti þeirra
6.000.000 sem starf bæjarritara muni kosta teljum við að gæti náð að greiða fyrir 60%
starf forstöðumanns stórheimilis.
II. Við leggjum til að nemendur grunnskólans greiði 100 kr fyrir hverja máltíð eða um
2000 krónur á mánuði. Þessa peninga munum við nota til að lækka leikskólagjöld,
sem nú eru þau hæstu á Suðurnesjum, um allt að 20%. Með því að taka vægt gjald
fyrir matinn teljum við nýtingin verði betri og auðveldara sé að áætla um magn.
Prósenta fasteignagjalda lækkar úr 0,3 í 0,28 og er fögnum við því sérstaklega í ljósi
þess að fasteignamat í sveitarfélaginu hefur hækkað nokkuð.
III. Við leggjum þó til að sama lækkun verði á vatnsgjaldi og holræsagjaldi og að
jafnframt verði afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja líka af þeim gjöldum.
Inga Rut óskar eftir fundarhléi. Forseti samþykkir 5 mínútna fundarhlé.
Forseti ber fyrstu breytingatillögu minnihlutans upp til atkvæða.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Forseti ber aðra breytingatillögu minnihlutans upp til atkvæða.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Forseti ber þriðju breytingatillögu minnihlutans upp til atkvæða.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Forseti ber upp eftirfarandi bókun.

4

Meirihlutinn telur áætlunina vera raunhæfa og gefa rétta mynd af stöðu
sveitarfélagsins og vill þakka fyrir hve faglega áætlun var unnin af bæjarfulltrúum,
forstöðumönnum og ráðgjöfum.
Forseti ber fjárhagsáætlun ársins 2008 upp til atkvæðagreiðslu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Íris Bettý, Anný Helena, Birgir og Róbert.
4. Gjaldskrá og álagning skatta fyrir árið 2008.
Gjaldskrá og álagningarhlutföll skatta er lögð fram til seinni umræðu.
2008
Útsvarshlutfall 13,03%
Fasteignaskattur íbúðir, A-stofn, % af fasteignamati 0,28%
Fasteignaskattur, atvinnuhúsnæði, C-stofn, % af fasteignamati 1,40%
Holræsagjald íbúðir, % af fasteignamati 0,17%
Holræsagjald, atv.húsn, % af fasteignamati 0,17%
Vatnsgjald, íbúðir, % af fasteignamati 0,19%
Vatnsgjald, atv.húsn., % af fasteignamati 0,19%
Vatnsgjald, atv.húsn., kr. á tonn 9
Lóðarleiga, % af fasteignamati lóðar 1,40%
Sorphirðugjald, kr.pr.fasteignanúmer 7.900
Sorpeyðingargjald, kr.pr.fasteignanúmer 18.870
Eftirfarandi breytingar voru gerðar milli fyrri og seinni umræðu.
Ákvæði varðandi vínveitingaleyfi falla út, með vísan til breyttra laga um veitinga- og
gististaði.
Með vísan til ábendinga minnihlutans við fyrri umræðu er gjald fyrir matarbakka
lækkað úr 550 kr. í 515 kr. og gjald fyrir heimilisþjónustu lækkað úr 515 kr. í 460 kr.
Forseti ber gjaldskrána upp til atkvæða.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Birgir og Róbert.
5. Þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2009- 2011. Seinni
umræða.
Þriggja ára áætlun er lögð fram til seinni umræðu.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Í ágúst 2006 spurði fulltrúi H listans á bæjarstjórnarfundi um hve lengi ætti að fresta
lagningu nýrra göngustíga og lýsingu þeirra sem voru á þriggja ára áætlun H listans.
Svör bæjarstjóra voru á þá leið að ef ekki væri unnt að ráðast í framkvæmdirnar
sumarið 2006 yrði það gert árið 2007. Enn bólar ekkert á efndum og því viljum við
leggja til að strax á næsta ári verði leitað leiða til að fara í þessar framkvæmdir.

5
Hörður fagnar því að eina breytingatillaga minnihlutans við afgreiðslu þriggja ára
áætlunar sé að flýta framkvæmdum við ljósastaura. Það hljóti að vera vísbending um
að allt sé í góðu lagi í sveitarfélaginu.
Hörður vill bjóða oddvita minnihlutans í gönguferð um leið og lýsingin verður komin.
Oddviti minnihlutans þiggur boðið.
Forseti ber tillögu að Þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2009-
2011 upp til atkvæða.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður og Birgir.
Forseti þakkar bæjarfulltrúum samstarfið á árinu og óskar þeim jafnt sem bæjarbúum
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20.

Getum við bætt efni síðunnar?