Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

18. fundur 06. febrúar 2007 kl. 18:00 - 19:00 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 6. febrúar 2007, kl. 18 í Tjarnarsal.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Bergur
Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigurður Kristinsson.
Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
1. Fundargerð 15. fundar bæjarráðs 23. janúar 2007.
Íris Bettý leggur fram bókun varðandi 1. lið í fundargerðinni.
H- listinn vill lýsa ánægju sinni með nýjustu fréttir af aukinni löggæslu í
sveitarfélaginu.
Varðandi 2. lið fundargerðarinnar leggur Inga Sigrún fram tillögu um að gengið verði
til samningaviðræðna við GVS á grundvelli draga sem þeir kynntu á
bæjarráðsfundinum. Í samkomulaginu verði meðal annars kveðið á um uppeldisstefnu
klúbbsins.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Varðandi 13. lið, vill bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þakka
PricewaterHouseCoopers endurskoðun fyrir gott starf í þágu sveitarfélagsins
undanfarin ár.
Varðandi 14. lið, leggur Inga Sigrún fram tillögu um að á nýrri vefsíðu
Sveitarfélagsins Voga verði tengill þar sem sérstaklega verði fjallað um Staðardagskrá
21.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Varðandi 16. lið leggur Inga Sigrún fram eftirfarandi bókun.
H- listinn vill fagna því að styrkurinn gerir H- listadrauminn um Stórheimili fyrir
eldri borgara að veruleika.
Varðandi 20. lið, leggur Inga Sigrún fram eftirfarandi tillögu:
Þrátt fyrir að við sjáum ekki fyrir okkur að húsnæði Glaðheima verði notað í því
ástandi sem það er nú, viljum við leggja til að ákvörðun um að rífa Glaðheima verði
frestað þar rætt hefur verið við áhugasöm félagasamtök s.s. Kvenfélagið Fjóluna um
hvort þau hafa styrk og bolmagn til að endurgera húsið.

2

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Forseti leggur fram tillögu um að afgreiðslu 23. liðar fundargerðarinnar um
deiliskipulagstillögu Aragerði 2-4 verði frestað.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Forseti leggur fundargerðina að öðru leyti fram til samþykktar.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Sigurður gerir grein fyrir því að minnihlutinn samþykkir fundargerðina með fyrirvara
um afgreiðslu 20. liðar.
Til máls tóku: Íris Bettý, Róbert, Inga Rut, Inga Sigrún, Sigurður, Hörður og Birgir.
2. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórnin samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð
45.000.000 kr. til 5 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir
fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr.
73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til skuldbreytingar óhagstæðari
lána, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.
Jafnframt er Róbert Ragnarssyni, kt. 240376-3509, veitt fullt og ótakmarkað umboð
til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamning eða skuldabréf við
Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa
út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku
þessari.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Birgir, Róbert og Sigurður.
3. Þriggja ára áætlun 2008-2010. Seinni umræða.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir því að engar tillögur um breytingar á áætluninni hafi
komið fram milli fyrri og seinni umræðu.
Forseti bæjarstjórnar leggur þriggja ára áætlun fyrir árin 2008- 2010 fram til
samþykktar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Róbert, Birgir og Inga Sigrún.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00

Getum við bætt efni síðunnar?