Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 3. júní 2008, kl. 18.00 að Hafnargötu
17- 19.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Bergur
Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigurður Kristinsson.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Forseti leitar afbrigða til að taka á dagskrá undir 8.lið málið kjör í embætti til eins árs.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti minnihluta vekur athygli á að fundargögn hafi borist of seint til eins
bæjarfulltrúa minnihlutans.
Forseti lýsir fundinn löglegan enda allir bæjarfulltrúar mættir.
1. Fundarsköp bæjarstjórnar.
Forseti fer yfir ákvæði 22.gr, 25. gr., 33. gr. og 37. gr. Samþykktar um stjórn og
fundarsköp Sveitarfélagsins Voga.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún og Sigurður.
2. Fundargerðir 45. og 46. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Íris Bettý leggur fram eftirfarandi bókun.
Því vil ég ítreka að fulltrúa minnihlutans var ómögulegt að undirbúa sig fyrir liði nr.
10, 13, 15, 17, 21 og 22 þar sem fylgigögn vantaði með fundarboði. Bæjarstjóri
svaraði gögn með þessum liðum verði lögð fram á fundinum, í þessa svar frá
bæjarstjóra sýnist mér að ástæða til að ítreka að ómögulegt er að undirbúa sig fyrir
fundi þegar gögnin vantar.
Bæjarstjóri bókar að það sé ekkert óeðlilegt við það að gögn með málum sem eru lögð
fram til kynningar í bæjarráði séu lögð fram á fundum.
Með vísan til 7. liðar 45. fundargerðar leggur Hörður til að bæjarstjórn taki undir með
afgreiðslu bæjarráðs og harmi að menntamálaráðherra sjái sér ekki fært að taka þátt í
2
eða styðja verkefni til heilsueflingar í skólum, á sama hátt og heilbrigðisráðherra
hefur ákveðið að gera.
Samþykkt samhljóða.
Með vísan til 12. liðar 45. fundargerðar leggur Inga Sigrún fram eftirfarandi bókun.
Ég vil ítreka ánægju mína með að Sveitarfélagið Vogar ætlar að taka þátt í
undirbúningi og stofnun félags um atvinnuþróun umhverfis Keflavíkurflugvöll. Við í
Vogum höfum upp á mikið landsvæði að bjóða til öflugrar atvinnuþróunar auk þess
sem við erum afar vel staðsett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Stór-
Reykjavíkursvæðisins.
Nú skora ég á meirihlutann að nýta sér þetta mikla tækifæri og leita nú allra leiða til
að skapa bæjarbúum þau tækifæri sem uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll býr
yfir þar sem áherslan er lögð á að nýta alþjóðleg tengsl og þekkingu. Ég skora á
meirihlutann að þróa í samvinnu við minnihlutann öfluga atvinnustefnu fyrir
sveitarfélagið þar sem hugað er að umhverfi og samfélagi auk þes sem ítarlega verði
farið í að skoða hvað samfélagið okkar hefur upp á að bjóða í slíku samstarfi. Ég tel
að á þann hátt getum við á skilvirkan hátt lagt okkar mikilvæga lóð með fullum þunga
á vogarskálararnar þegar vinna starfshópsins hefst.
Með vísan til 2. liðar 46. fundargerðar bæjarráðs greinir Bergur Álfþórsson frá því að
Kolbeinn Sigurjónsson verður fulltrúi í Öldungaráði Sveitarfélagsins Voga í stað Ingu
Bjarnadóttur sem hefur óskað eftir að taka ekki sæti.
Með vísan til 15. máls um ráðningu Frístunda- og menningarfulltrúa leggur Inga
Sigrún fram tillögu um að bæjarstjórn bjóði Ólaf Þór Ólafsson velkominn í starf
Frístunda- og menningarfulltrúa og óskar honum alls hins besta í störfum fyrir
bæjarfélagið.
Samþykkt samhljóða.
Með vísan til 12. liðar 46. fundar um Umhverfisviku Sveitarfélagsins Voga vill
bæjarstjórn þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við að gera bæinn snyrtilegan í
umhverfisvikunni.
Með vísan til 19. liðar 46. fundar vill meirihlutinn vekja athygli á því að til stendur að
fara í umtalsverðar framkvæmdir við götur og gangstéttar í sumar sem mun enn bæta
ásýnd sveitarfélagsins. Með þessu er verið að fylgja eftir góðum verkum bæjarbúa í
umhverfisvikunni.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir, Íris Bettý, Inga Sigrún, Róbert, Hörður, Bergur, Sigurður og
Inga Rut.
3. Fundargerð 29. fundar skipulags- og bygginganefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
3
Með vísan til 5.liðar fundargerðarinnar leggur meirihlutinn til að bæjarstjórn fresti
afgreiðslu málsins þar til ítarlegri gögn liggja fyrir.
Inga Sigrún óskar að eftirfarandi fyrirspurn verði bókuð.
Þegar mágkona forseta bæjarstjórnar gengur ein gegn sameiginlegu áliti skipulags- og
bygginganefndar tekur bæjarstjórn upp málið og snýr við niðurstöðu nefndarinnar.
Slíkt gerist nú og einnig á 19. fundi nefndarinnar. Er það tilviljun eða má ætla að
fjölskyldutengsl hafi átt hér hlut að máli?
Forseti svarar því til að tillaga um frestun hefur ekkert með fjölskyldutengsl að gera,
enda er tillagan borin fram af meirihlutanum ekki forseta persónulega og sé til marks
um fagleg vinnubrögð meirihlutans.
Sigurður leggur til að fundargerðin verði samþykkt óbreytt og afgreiðsla
bygginganefndar standi.
Forseti ber upp tillögu Sigurðar upp til atkvæða.
Felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Forseti ber upp tillögu meirihlutans.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða að öðru leyti.
Til máls tóku: Birgir, Inga Sigrún, Sigurður, Inga Rut, Íris Bettý og Hörður.
4. Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla Sveitarfélagsins Voga fyrir árið
2007. Seinni umræða.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarstjóri fer yfir helstu atriði skýrslu KPMG um endurskoðun vegna ársins 2007.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Í bókun forseta bæjarstjórnar um ársreikninginn fer hann mikinn og viðhefur stór orð
um styrka fjármálastjórn, traustan rekstur og árangur við erfiðar aðstæður. Í máli
forseta kemur fram að nokkrir sérfræðingar hafa verið fengnir til að koma að
rekstrinum og ef rýnt er í sundurliðanirnar kemur í ljós að 19 milljónir hafa farið í að
greiða sérfræðiþjónustu, sú tala er hærri en árslaun bæjarstjóra og forseta
bæjarstjórnar til saman, sem í tíð H listans unnu slík sérfræðiverk jafnhliða sínum
föstu verkefnum.
En hvað sýna ársreikningar Sveitarfélagsins Voga 2007. Hve styrk er stjórnunin? Ef
rýnt er í efnahagsreikninginn og tölur skoðaðar án tekna af sölu hlutabréfa í Hitaveitu
Suðurnesja kemur upp ný staða.
Í stað 129 milljón króna veltufé frá rekstri sem E- listamenn hafa barið sér á brjóst
með í fjölmiðlum kemur í ljós veltufé frá rekstri 6,7 milljónir. Í ársreikningi kemur
fram að Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er 1.152.329.983 kr. Ef söluhagnaður og
vaxtatekjur vegna sölu á bréfum í Hitaveitunnar dreginn frá (1.187.850 kr.) kemur í
ljós tap á rekstrinum upp á 35,8 milljónir krónur. Það er móðgun við íbúa
4
sveitarfélagsins að viðhafa slíka blekkingu. Á sama tíma og árið 2007 var eitt besta ár
í rekstri sveitarfélaga á Íslandi er árangurinn því ekki betri en raun ber vitni.
Það er ekki erfitt að skila afgangi frá rekstri sveitarfélaga í góðærði og þegar engar
framkvæmdar eru. Þrátt fyrir bestu aðstæður, nær E- listinn ekki að skila jákvæðri
rekstrarniðurstöðu. Í stjórnartíð H- listans var miklu fé varið í uppbyggingu til að laða
að nýja íbúa með það m.a. fyrir augum að auka hagkvæmni rekstrarins. Sú mikla
tekjuaukning útsvars árið 2007 er ekki vegna styrkrar stjórnar E- listans heldur vegna
þess að H- listinn úthlutaði lóðum og laðaði nýja íbúa til bæjarfélagsins. Hvað hefur
gerst síðan E- listinn tók við völdum? Ekkert. Engar nýjar framkvæmdir, viðhald á
götum og gangstéttum hefur legið niðri og örfáum lóðum hefur verið úthlutað. Í
sannleika sagt er ég bæði undrandi og hneyksluð á framsögu forsetans, ég vona að
hann trúi ekki sjálfur að hann eigi skilið allt það hrós sem hann ætlar sér, því ef svo er
þá tel ég að við Vogabúar séum illa staddir.
Forseti bókar eftirfarandi.
Meirihluti E-listans lýsir ánægju sinni með þann góða árangur sem náðst hefur í
fjármálastjórn sveitarfélagsins síðastliðin tvö ár um leið og vísað er í bókun
meirihlutans undir 3. lið 32. fundar bæjarstjórnar frá 6. maí s.l.
Bergur leggur fram eftirfarandi bókun:
Um leið og við bæjarfulltrúar meirihluta E-listans færum deildarstjórum og öðrum
starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir framgöngu þeirra í að tryggja góðan
rekstur sveitarfélagsins viljum við sérstaklega þakka bæjarstjóranum Róberti
Ragnarssyni vasklega framgöngu í því að innleiða og fylgja eftir stefnu meirihluta E-
listans í fjármálastjórn sveitarfélagsins.
Forseti leggur til að ársreikningurinn verði staðfestur með undirritun bæjarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir, Róbert, Inga Sigrún, Hörður, Róbert og Bergur.
5. Tillögur um breytingar á skipulagi vegna miðbæjarsvæðis
Inga Rut gerir grein fyrir vanhæfi sínu til umfjöllunar um málið og víkur af fundi.
Þorvaldur Örn Árnason kemur til fundar kl. 19.35.
Bæjarstjóri fer yfir tillögur að breytingum á skipulag sveitarfélagsins vegna
miðbæjarsvæðis.
Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki að óska eftir heimild
Skipulagsstofnunar til að auglýsa eftirfarandi skipulagstillögur með vísan til 25. gr.
skipulags- og byggingarlaga.
Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 1994- 2014,
Samþykkt samhljóða.
Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Heiðarholt
Samþykkt samhljóða
Breyting á deiliskipulagi við Iðndal
Samþykkt samhljóða
5
Nýtt deiliskipulag miðbæjarsvæðis.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Róbert, Birgir, Sigurður og Hörður.
Þorvaldur Örn víkur af fundi og Inga Rut tekur aftur sæti kl. 19.45.
6. Breytingar á fulltrúum í nefndum.
Meirihluti E- listans tilnefnir Hörð Harðarson í skipulags- og bygginganefnd í stað
Gunnars Helgasonar og skipar Oktavíu Jóhönnu Ragnarsdóttur í embætti formanns.
Samþykkt með fjórum atkvæðum þrír sitja hjá.
Til máls tók: Birgir.
7. Fjarvera fulltrúa H- lista á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Forseti gefur orðið laust.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Árið 2006 þurftum við í H- listanum að kæra framgöngu meirihlutans til
félagsmálaráðuneytisins til að fá þá fulltrúa sem okkur bar á landsþing Sambands
íslenskra sveitarfélaga. Þetta sýnir glögglega hve mikin metnað við höfum til að
fylgjast með á þinginu og láta okkur hagsmunamál sveitarfélagsins varða.
Í bókun formanns bæjarráðs á síðasta bæjarstjórnarfundi kemur fram að ég hafi ekki
sótt síðustu þing sambandsins þar sem ,,engin ferðalög hafa verið í boði” og að ég hafi
ekki boðað varamann í minn stað. Með þessum orðum sínum á opinberum vettvangi
er vegið að heiðri mínum sem bæjarfulltrúa og ég borin brigslum sem ég vil ekki una.
Ég hef aldrei unnið nokkuð starf fyrir Sveitarfélagið Voga til þess að komast í
ferðalög eins og formaðurinn fullyrðir, né hef ég að neinum öðrum hvötum en áhuga
sinnt bæjarfulltrúastarfi mínu. Einnig vil ég taka fram að í bæði skiptin hafði ég
samband við minn varamann sem í hvorugt skiptið átti þess kost að fara.
Fyrra þingið var í Reykjavík 23. mars 2007, á það mætti ég ekki vegna snögglegra
veikinda sem ég gat ekki fyllilega séð fyrir og eins og háttvirtum formanni bæjarráðs
gæti verið kunnugt fæddi ég barn 24. mars 2007.
Seinna þingið var í Reykjavík 4. apríl 2008. Í Stóru- Vogaskóla voru veikindi og
önnur forföll svo mikinn þennan dag að ég gat ekki komist frá, mjög erfitt hefði verið
að manna afleysingu og vegna mikilla forfalla var enn mikilvægara að ég sem
stjórnandi væri til staðar fyrir þá sem fyrir voru. Með ekkert nema hagsmuni
sveitarfélagsins í huga ákvað ég að sinna starfi mínu í stað þess að fara á XII.
landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Vegna bókunar háttvirts bæjarfulltrúa hef ég leitað mér álits lögfræðinga og telja þeir
báðir að opinber bókun af þessu tagi brjóti gegn 235. gr. 25. kafla almennra
hegningarlaga en þar segir ,,Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því sem,
verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það
sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
6
Í ljósi þessa vil ég gefa bæjarfulltrúa Herði Harðarsyni tækifæri til að bóka
afsökunarbeiðni, að öðrum kosti fer ég fram á að forseti víti hann í samræmi við 26.
gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga, en þar segir: ,,Beri
bæjarfulltrúi aðra menn brigslum skal forseti víta hann”.
Til máls tóku: Birgir, Inga Sigrún, Hörður og Sigurður.
8. Kjör í embætti til eins árs.
Með vísan til ákvæða sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og Samþykkt um stjórn og
fundarsköp Sveitarfélagsins Voga skal fara fram atkvæðagreiðsla í embætti til eins árs
í júní ár hvert.
Forseti ber upp tillögu um fulltrúa og varafulltrúa E- listans í bæjarráð til eins árs.
Aðalmenn:
Hörður Harðarson, formaður E-lista
Birgir Örn Ólafsson, E-lista
Inga Sigrún Atladóttir, H-lista
Varamenn:
Inga Rut Hlöðversdóttir, E-lista
Bergur Álfþórsson, E-lista
Íris Bettý Alfreðsdóttir, H-lista
Tilnefningar E- listans eru samþykktar með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Tilnefningar H- listans eru samþykktar samhljóða.
Forseti ber upp tillögu um forseta bæjarstjórnar og varaforseta til eins árs.
Forseti bæjarstjórnar: Birgir Örn Ólafsson, E-lista
Varaforseti bæjarstjórnar: Inga Rut Hlöðversdóttir, E-lista
2. varaforseti bæjarstjórnar: Bergur Álfþórsson, E-lista
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá
Forseti ber upp tillögu um skrifara og varaskrifara til eins árs.
Fulltrúa E- lista Hörður Harðarson og Inga Rut Hlöðversdóttir til vara
Fulltrúar H- lista Íris Bettý Alfreðsdóttir og Inga Sigrún Atladóttir til vara.
Tilnefningar E- listans eru samþykktar með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Tilnefningar H- listans eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir og Inga Sigrún.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.25.