Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

36. fundur 30. október 2008 kl. 18:00 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 30. október 2008, kl. 18.00 að Hafnargötu
17- 19.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut
Hlöðversdóttir, Bergur Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og
Sigurður Kristinsson.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 53.-56. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Til máls tóku: Íris Bettý, Birgir Örn.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
2. Fundargerðir 33. og 34. fundar skipulags- og bygginganefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Með vísan til 2. máls í 33. fundargerð dregur forseti eftirfarandi skipulagsmál fram til
afgreiðslu bæjarstjórnar.
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 1994-2014, breyting vegna miðsvæðis Vogum.
Tillagan hefur verið tekin til umfjöllunar í skipulagsnefnd. Engar athugasemdir hafa
borist.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýsingu og vísar henni til afgreiðslu
Skipulagsstofnunar.

Miðsvæði, tillaga að deiliskipulagi, afgreiðsla eftir auglýsingu.
Tillagan hefur verið tekin til umfjöllunar í skipulagsnefnd. Ahugasemdir og ábendingar
bárust frá einum aðila og hefur nefndin tekið afstöðu til þeirra, en leggur til að tillagan
verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýsingu, með fyrirvara um staðfestingu
Skipulagsstofnunar á tengdri aðalskipulagsbreytingu.

2

Iðnaðarsvæði við Vogabraut, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan hefur verið tekin til umfjöllunar í skipulagsnefnd. Engar athugasemdir hafa
borist.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýsingu, með fyrirvara um staðfestingu
Skipulagsstofnunar á tengdri aðalskipulagsbreytingu.
Iðndalur, tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan hefur verið tekin til umfjöllunar í skipulagsnefnd. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna óbreytta frá auglýsingu, með fyrirvara um staðfestingu
Skipulagsstofnunar á tengdri aðalskipulagsbreytingu.
Til máls tók: Birgir Örn.
Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti.
3. Umræður um efnahagsástandið.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarstjórn vill taka undir bókun bæjarráðs frá 23.október s.l. þar sem lögð er til
aðgerðaráætlun sveitarfélagsins vegna breytinga í fjármála og atvinnuumhverfi.
Mikilvægt er að verja grunnþjónustuna og endurskoða fjárhagsáætlanir og forgangsraða
upp á nýtt. Ljóst er að meginverkefni bæjarráðs og bæjarstjórnar þennan veturinn verði að
lágmarka þau áhrif sem þetta ástand kann að hafa á stöðu bæjarbúa og bæjarsjóðs.
Til máls tók: Birgir Örn.
4. Tillaga að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði skipulagsins.
Fulltrúar H lista samþykkja Aðalskipulagstillöguna með eftirfarandi athugasemdum:
Við gerum athugasemd við stækkun hesthúsasvæðis sunnan þéttbýlisins. Framtíðar
hesthúsasvæði er fyrirhugað norðan byggðarinnar og því er eðlilegt að frekari uppbygging
verði á því svæði.
Við ítrekum afstöðu okkar frá fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 18. september
2007 og tillögu okkar í bæjarstjórn þann 3. október þar sem lagt var til að fella út úr
skipulagi hverfisvernd á ströndinni og setja aðeins hverfisvernd á þau svæði þar sem
sannanlega er að finna náttúru- og menningaminjar.
Í matskaflanum um loftlínur og jarðstrengi kemur fram að háspennulínur í lofti hafi
veruleg áhrif á náttúruverndarsvæði og hverfisverndarsvæði ásamt því að sjónræn áhrif á
náttúrulegt landslag eru talin veruleg. Í ljósi þessa gerum við athugasemd við að í
skipulaginu leyfi meirhluti E listans loftlínur í landi sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn þakkar skipulags- og bygginganefnd og vinnuhóp um nýtt aðalskipulag fyrir
vel unnin störf. Aðalskipulagstillagan er vel unnin og metnaðarfull með skýrri

3
framtíðarsýn um uppbyggingu sveitarfélagsins næstu 20 árin. Jafnframt vill bæjarstjórn
þakka skipulagsráðgjöfum sveitarfélagsins fyrir ánægjulegt samstarf.
Bæjarstjórn samþykkir að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til athugunar.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Birgir Örn.
5. Samkomulag milli Sveitarfélagsins Voga og Landsnets hf. um uppbyggingu
raforkuflutningskerfis.
Forseti gefur orðið laust.
Minnihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Við í H listanum hörmum að í því samkomulagi sem hér liggur til samþykktar fari
meirihluti sveitarstjórnar E-listans gegn vilja íbúafundar sem samþykkti að allar raflínur
sem lagðar yrðu um land sveitarfélagsins færu í jörð. Einnig virða þeir að vettugi ósk 354
íbúa sveitarfélagsins um íbúakosningu um málið sem fram kom í undirskriftalista sem
afhentur var bæjarstjóra þann 21. ágúst 2008.
Við efumst um að reynt hafi verið til fullnustu að fá raforkuflutning um land
Sveitarfélagsins í jörð eins og kemur fram í greinargerð með samkomulaginu. Landsnet
hefur fyrst og fremst lagt áherslu á kosnað í röksemdarfærslum sínum og viljum við í því
samhengi minna á lokaorð skýrslu Almennu verkfræðistofunnar sem gerði úttekt á þeim
forsendum sem Landsnet hélt fram í viðræðum við sveitarfélagið, en þar segir m.a.
„kostnaðarhlutfall breytist verulega ef landverð er tekið með í reikninginn. Jafnvel er
hugsanlegt að kostnaður verði af svipaðri stærðargráðu, sérstaklega ef nánara
kostnaðarmat á jarðstreng lendir í lægri kantinum á óvissubilinu.“ Einnig kemur fram í
skýrslunni athugasemd við þá staðhæfingu Landsnets að jarðstrengur sé ekki raunhæfur
valkostur.
Umrædd skýrsla hefur aldrei verið kynnt íbúum sveitarfélagsins og því hefur ekki verið
gætt hlutleysis í kynningu málsins eins og meirihlutinn E-listans hefur haldið fram.
Við bendum á að Sv. Vogar eru eina sveitarfélagið sem ekki hefur fengið neitt af kröfum
sínum framgengt í viðræðum við Landsnet og við undrumst slíkar málalyktir. Frá þeim
drögum sem kynnt voru fyrst hefur meirihlutinn þurft að draga til baka kröfu sína um
ákveðna dagsetningu jarðstrengja, auk þess krafan um greiðslu Landsnets á
fasteignagjöldum vegna línanna hefur verið tekin út úr samkomulaginu.
Að síðustu viljum við benda á að þrátt fyrir ábendingar okkar í H- listnum hefur Lansdnet
ekki ennþá reynt að semja við landeigendur og í því samhengi undrumst við að meirihluti
sveitarstjórnar hafi samþykkt að setja inn í samkomulagið viðurkenningu á eignarnámi
þeirra jarða sem loftlínurnar eiga að fara um.
Sveitarstjórn hefur skipulagsvald í málum sem þessum og þó svo að uppbygging atvinnu
sé mikilvæg þurfa samningar sem þessir að taka í einhverjum mæli mið af kröfum
sveitarfélagsins. Svo hefur því miður ekki verið í þessu tilviki.
Á tímum sem þessum þegar útlit er fyrir að við munum skilja eftir milljarða skuldir fyrir
komandi kynslóðir þurfum við að hugsa til þess að spilla ekki þeim tækifærum sem felst í

4
þeirri auðlind sem ósnortin víðerni eru. Upplifun íslenskra sem erlendra ferðamanna af
Reykjanesinu verður ekki sú sama eftir að umræddar línur hafa risið
Meirihluti bæjarstjórnar fagnar því að náðst hafi samkomulagi við Landsnet um
uppbyggingu raforkuflutningskerfis í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að hafa tryggt að
kostnaður falli ekki á sveitarfélagið ef um flutning mannvirkjana verði að ræða eða línur
settar í jörðu.
Meginmarkmið samkomulagsins er:
-Að draga eins og kostur er úr umhverfisáhrifum mannvirkjana bæði hvað varðar rask og
sjónræn áhrif. Loftlínur raska minna en strengir og hefur það náðst fram að mannvirkin
verða umfangsminni en stefnt var að.
– Að mannvirkin hamli ekki skipulagi og þróun byggðar. Þau verða þau flutt eða lögð í
jörðu á kostnað Landsnets ef til þess kemur.
- Að sveitarfélagið fái tekjur af mannirkjunum líkt og öðrum mannvirkjum.
– Að forsendur fyrir lagningu jarðstrengja verði metnar reglulega
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír á móti.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Birgir Örn.
6. Tilnefningar í nefndir samkvæmt nýju skipuriti Sveitarfélagsins Voga
Forseti kallar eftir tilnefningum í umhverfis- og skipulagsnefnd, frístunda- og
menningarnefnd og starfshóp um skólastefnu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd
Aðalmenn
Þorvaldur Örn Árnason, Kirkjugerði 7., formaður
Hörður Harðarson, Vogagerði 3
Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Akurgerði 20,
Þórður Guðmundsson, Suðurgötu 2a
Guðbjörg Theodórsdóttir, Akurgerði 23
Varamenn
Agnes Stefánsdóttir, Heiðardal 12
Hilmar Egill Sveinbjörnsson, Hofgerði 5
Svanborg Svansdóttir, Kirkjugerði 10
Inga Sigrún Atladóttir, Aragerði 12.
Geir Ómar Kristinsson, Vogagerði 26
Frístunda- og menningarnefnd
Aðalmenn
Bergur Álfþórsson, Kirkjugerði 10, formaður
Brynhildur Hafsteinsdóttir, Smáratúni
Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Egilsgötu 8
Ragnar Davíð Riordan, Hafnargata 1
Kristján Árnason, Miðdal 8.
Varamenn
Magnús Björgvinsson, Mýrargötu 8

5

Helga Ragnarsdóttir, Akurgerði 24
Gordon Patterson, Ægisgötu 42
Sigríður Ragna Birgisdóttir, Hafnargötu 20.
Margrét Salome Sigurðardóttir, Miðdal 2.
Nýir varamenn E- lista í fræðslunefnd.
Guðmundur Viktorsson, Hafnargötu 20 og
Kjartan Hilmisson, Brekkugötu 18
Starfshópur um skólastefnu
Aðalmenn
Áshildur Linnet, Hofgerði 7
Júlía Rós Atladóttir, Hólagötu 4.
Varamenn
Bergur Álfþórsson, Kirkjugerði 10
Inga Sigrún Atladóttir, Aragerði 12
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.

Getum við bætt efni síðunnar?