Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

40. fundur 26. febrúar 2009 kl. 18:00 - 19:40 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 26. febrúar 2009 kl. 18.00 að Hafnargötu
17- 19.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson,
Þorvaldur Örn Árnason, Inga Sigrún Atladóttir, Sigríður Ragna Birgisdóttir og Sigurður
Kristinsson.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Forseti leitar afbrigða til að taka á dagskrá málefni HSS með vísan til gagna sem
bæjarfulltrúar hafa fengið í tölvupósti.
Samþykkt samhljóða.
1. Fundargerðir 64. og 65. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Minnihluti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Í drögum að vinnureglum sem voru tekin fyrir í bæjarráði 19. febrúar stendur að
bæjarstjóri megi einn samþykkja reikninga vegna áfengis. Okkar tillaga er að það sé með
öllu óheimilt að kaupa áfengi út á reikning sveitarfélagsins.
Tillaga minnihlutans felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Meirihluti bæjarráðs samþykkti á síðasta fundi sínum að hætta fjárstuðningi við
Kálfatjarnarkirkju, við leggjum það til að þessi ákvörðun verði dregin til baka og
sveitarfélagið haldi áfram að styrkja Kálfatjarnarkirkju eins og hefur verið gert í
fjöldamörg ár.
Tillaga minnihlutans felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarfélagið hyggst styðja starf kirkjunnar að öðru leyti áfram í þeirri mynd sem nú er
gert.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða að öðru leyti.

2
Til máls tóku: Sigurður, Birgir Örn, Hörður, Bergur, Þorvaldur Örn, Róbert, Sigríður
Ragna og Inga Sigrún.
2. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu byggingafulltrúa. Seinni umræða.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir breytingum á samþykktinni.
Forseti gefur orðið laust.
Forseti ber samþykktirnar upp til atkvæða í tvennu lagi.
Samþykkt um breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins vegna
fullnaðarafgreiðslu mála hjá nefndum og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt um embættisafgreiðslu skipulags- og byggingafulltrúans í Vogum.
Samþykkt samhljóða.
3. Breyting á ráðningarsamningi bæjarstjóra.
Forseti gerir grein fyrir tillögu að breytingu á ráðningarsamning bæjarstjóra.
Forseti gefur orðið laust.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Í tillögu að breytingu á ráðningarsamning bæjarstjóra er ekki gert ráð fyrir launalækkun
bæjarstjóra þrátt fyrir tillögu minnihlutans um það á síðasta bæjarstjórnarfundi. ´
Í fyrirhugaðri breytingu á kjörum bæjarstjóra er aflagður fastur bílastyrkur en í staðinn
verður akstur greiddur samkvæmt akstursdagbók. Slík breyting á kjörum bæjarstjóra er
ekki að þýða launalækkun.
Bílastyrkur er greiddur vegna útlagðs kostnaðar viðkomandi starfsmanns og er því ekki
laun. Því viljum við leggja til að bæjarstjóri taki á sig sömu launalækkun og samþykkt var
á kjörum bæjarfulltrúa.
Bergur Álfþórsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi ummæla fulltrúa minnihlutans um launakjör bæjarstjóra er rétt að benda á að
skattgreiðendur í sveitarfélaginu mega vera þakklátir því að E-listinn kaus að fylgja ekki
stefnu fyrri meirihluta í launamálum bæjarstjóra.
Minnihlutinn gerir mikið úr launakjörum núverandi bæjarstjóra svo ég tel rétt að bera
saman kjör hans og fyrri bæjarstjóra sem samdi um kjör sín við þáverandi meirihluta, svo
augljósum misskilningi sé í eitt skipti fyrir öll eytt.
Við gerð ráðningarsamnings við fyrri bæjarstjóra í september 2003 voru laun hans kr.
607.000 á mánuði í 13 mánuði á ári tryggð með launavísitölu. Væru launin uppreiknuð til
dagsins í dag m.v. launavísitölu væru þau rúm 992 þúsund á mánuði, samanborið við 726
þúsunda laun núverandi bæjarstjóra.
Til viðbótar má benda á að fyrri bæjarstjóri fékk greidda 2.400 á ári kílómetrum meiri
akstur en núverandi bæjarstjóri fyrir breytingu á ráðningarsamningi hans.
Sigurður Kristinsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Framvegis afþakka ég öll laun fyrir fundi í bæjarstjórn.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.

3

Bergur óskar að bókað verði:
Ég lýsi undrun minni á því að minnihlutinn sem berst fyrir því að rýra kjör bæjarstjóra
skuli ekki geta greitt atkvæði með því að kjör bæjarstjórans séu rýrð.
Inga Sigrún óskar að bókað verði:
Ég lýsi undrun minni á þessari umræðu. Við erum að leggja til að bæjarstjóri taki á sig
minni kjaraskerðingu en meirihlutinn lagði til fyrir bæjarfulltrúa. Forseti bæjarstjórnar
talar um að hann þekki þessi vinnubrögð minnihlutans og bæjarfulltrúi talar um
smásmuguleg vinnubrögð og popularisma hjá minnihlutanum.
Til máls tóku: Sigurður, Bergur, Hörður, Inga Sigrún og Birgir Örn.
4. Málefni HSS
Minnisblað um málefni HSS er lagt fram.
Forseti gefur orðið laust.
Efirfarandi var bókað:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga ítrekar áskorun til ráðherra heilbrigðismála frá 12. júní
2008 um að tryggja íbúum á Suðurnesjum sambærilegt fjármagn til heilbrigðisþjónustu
og öðrum sambærilegum þjónustusvæðum.
Á Suðurnesjum búa rúmlega 21 þúsund manns og hefur þeim fjölgað mjög mikið
undanfarin ár sem eðlilega kallar á aukna þjónustu. Auk þess er á Suðurnesjum eini
alþjóðaflugvöllur landsins sem leggur miklar skyldur á herðar samfélaginu á
Suðurnesjum, ekki síst HSS, komi til óhappa tengdum flugi.
Í fjárlögum ársins 2009 er gert ráð fyrir að HSS fái um 70% lægri fjárveitingu til
heilsugæsluþjónustu en Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi sé miðað við framlög á
hvern íbúa. Nú stendur til að loka heilsugæsluseljum í Vogum, Sandgerði og Garði í
hagræðingarskyni og senda um 4.500 íbúa þeirra sveitarfélaga á heilsugæslustöðina í
Reykjanesbæ sem nú þegar er aðþrengd.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga treystir því að heilbrigðisráðherra muni tryggja að
heilbrigðisþjónusta við íbúa í Vogum verði sambærileg við þjónustu í öðrum 1.230
manna sveitarfélögum á landinu.
Til máls tóku: Sigurður, Inga Sigrún, Þorvaldur Örn, Róbert, Hörður og Birgir Örn.
5. Þriggja ára rammafjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga. Seinni umræða.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir breytingum á þriggja ára áætlun milli fyrri og seinni umræðu.
Helstu breytingar frá fyrri umræðu eru eftirfarandi.
• Ávöxtun Framfarasjóðsins var hækkuð úr 6-8%.
• Almennur rekstrarkostnaður var lækkaður um 5% á ári.
• Lántaka upp á alls 190 milljónir á tímabilinu kemur inn til að mæta fjárþörf vegna
fjárfestinga upp á alls 220 milljónir.
 110 milljónir á árinu 2010
 55 milljónir á árinu 2011
 25 milljónir á árinu 2012.

4

Forseti gefur orðið laust.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Forseti leggur til að Þriggja ára rammafjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin
2010- 2012 verði samþykkt.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.40

Getum við bætt efni síðunnar?