Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 28. maí 2009 kl. 18.00 að Hafnargötu 17-
19.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Brynhildur Sesselja
Hafsteinsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og
Sigurður Kristinsson.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 70. og 71. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Varðandi 12. og 24. mál 70. fundargerðar bæjarráðs þá leggur Hörður Harðarson fram
eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta E-lista:
Að gefnu tilefni vill meirihluti E-listans koma eftirfarandi á framfæri vegna skrifa oddvita
minnihlutans á heimasíðu H-listans undir yfirskriftinni "Efst á baugi í apríl og mars".
Orðrétt segir á heimasíðu H-listans:
„Samstarfi við Kálfatjarnarkirkju í starfsmannamálum var hafnað.“
Bókun bæjarráðs á 70. fundi 12.lið þann 7. maí hljóðaði þannig:
"Boðið er upp á aðstoð og samstarf. Sóknarnefnd hefur heimild til að sækja í eigin nafni
um sérverkefni á vegum Svæðisvinnumiðlana."
Orðrétt segir á heimasíðu H-listans:
„Beiðni smábátafélagsins og Kvenfélagsins Fjólu um aðstoð í húsnæðismálum var hafnað.“
Bókun bæjarráðs á 70. fundi þann 7. maí hljóðaði þannig:
"Bæjarráð hvetur Smábátafélagið til að hafa forgöngu um að félögin ræði saman um
sameiginlega uppbyggingu félagsaðstöðu“.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
2
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Hörður, Þorvaldur Örn, Róbert, Sigurður
2. Lækkun hámarkshraða í þéttbýlinu í Vogum.
Fyrir fundinum liggur skýrsla Forvarnarhúss Sjóvá varðandi umferðarmerkingar ásamt tillögu
um að umferðarhraði yrði almennt 30 km/klst í þéttbýlinu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tók undir tillöguna á 5. fundi sínum. Bæjarráð tók undir þá
tillögu á 70. fundi. Fyrir fundinum liggur samþykki Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Bæjarstjórn samþykkir að hámarkshraði í þéttbýlinu í Vogum verði 30 km/klst. Bæjarstjóra
falið að auglýsa breytinguna með gildistöku 21. ágúst, 2009 og breyta umferðarmerkingum til
samræmis, m.a. með því að setja upp hlið við innkeyrsluna í bæinn eins og lagt er til í skýrslu
Forvarnarhúss.
Til máls tóku: Birgir Örn, Íris Bettý, Róbert
3. Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Sandgerðisbæ, Sveitarfélaginu Garði og
Sveitarfélaginu Vogum.
Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð lagðar fram. Breytingar hafa verið gerðar á 3., 15. og 16. gr.
Forseti gefur orðið laust.
Reglurnar eru samþykktar með áður framkomnum athugasemdum. Bæjarstjóra falið að koma
ábendingum varðandi orðalag til félagsmálastjóra.
Til máls tóku: Birgir Örn, Róbert, Inga Sigrún, Íris Bettý
4. Kjör í embætti til eins árs.
Með vísan til ákvæða sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og Samþykkt um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Voga skal fara fram atkvæðagreiðsla í embætti til eins árs í júní ár hvert.
Forseti ber upp tillögu um fulltrúa og varafulltrúa í bæjarráð til eins árs.
Aðalmenn:
Hörður Harðarson, formaður E-lista
Birgir Örn Ólafsson, E-lista
Inga Sigrún Atladóttir, H-lista
Varamenn:
Inga Rut Hlöðversdóttir, E-lista
Bergur Álfþórsson, E-lista
Íris Bettý Alfreðsdóttir, H-lista
Forseti ber upp tillögu um forseta bæjarstjórnar og varaforseta til eins árs.
Forseti bæjarstjórnar: Birgir Örn Ólafsson, E-lista
Varaforseti bæjarstjórnar: Inga Rut Hlöðversdóttir, E-lista
2. varaforseti bæjarstjórnar: Bergur Álfþórsson, E-lista
Forseti ber upp tillögu um skrifara og varaskrifara til eins árs.
Fulltrúa E- lista Hörður Harðarson og Inga Rut Hlöðversdóttir til vara.
3
Fulltrúar H- lista Íris Bettý Alfreðsdóttir og Inga Sigrún Atladóttir til vara.
Tillögurnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tók: Birgir Örn
5. Sumarleyfi bæjarstjórnar
Forseti ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði í júní og júlí. Næsti reglulegi
fundur bæjarstjórnar verði 27. ágúst. Ennfremur að bæjarráði verði veitt umboð til
fullnaðarafgreiðslu mála í orlofi bæjarstjórnar, í samræmi við 39. gr. sveitarstjórnarlaga nr.
45/1998.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Birgir Örn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15