Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

46. fundur 29. október 2009 kl. 18:10 - 19:20 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 29. október 2009 kl. 18.10 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Þorvaldur Örn
Árnason, Bergur Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir og Sigríður
Ragna Birgisdóttir.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi. Forseti býður Jóhönnu Guðjónsdóttur
velkomna á sinn fyrsta fund bæjarstjórnar.
1. Fundargerðir 79. og 80. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Hörður, Sigríður Ragna, Bergur, Inga Rut.
2. Fundargerð 42. fundar fræðslunefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Bæjarstjórn þakkar starfsmönnum leikskóla fyrir þeirra framlag við endurhönnun
skólalóðar Heilsuleikskólans Suðurvalla.
Bæjarstjórn tekur undir tillögu fræðslunefndar um að hefja framkvæmdir við breytingar á
skólalóð Heilsuleikskólans Suðurvalla, og leggur til að framkvæmdir fari fram í
sumarleyfi leikskólans árið 2010.
Málinu er vísað til vinnuhóps um fjárhagsáætlun ársins 2010.
Þorvaldur Örn Árnason víkur af fundi kl. 18.20.
Inga Rut Hlöðversdóttir kemur á fund kl. 18.20.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Bergur.,
3. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga.
Bæjarritari fór yfir tillögu að Skólastefnu Sveitarfélagsins Voga.

2
Bæjarstjórn samþykkir tillögu verkefnisstjórnar um skólastefnu Sveitarfélagsins Voga og
vísar henni til endanlegs frágangs hjá verkefnisstjórn.
Um leið og bæjarstjórn fagnar því að í fyrsta sinn er til samræmd skólastefna fyrir
Sveitarfélagið Voga, vill hún þakka öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu.
Til máls tóku: Birgir Örn, Sigríður Ragna, Róbert, Hörður.
4. Northern Lights. Viljayfirlýsing.
Vísað er til gagna frá 79. fundi bæjarráðs og kynningarfund með fulltrúum Northern
Lights þann 19. október.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita Viljayfirlýsingu Northern Lights og
Sveitarfélagsins Voga um samstarf við rafbílavæðingu Íslands.
Til máls tóku: Birgir Örn, Hörður, Inga Rut.
5. Unglingalandsmót UMFÍ í Vogum 2012.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir sameiginlegri tillögu sveitarfélagsins og UMFÞ um skipan
nefndar til að undirbúa umsókn um Unglingalandsmót UMFÍ í Vogum 2012.
Ungmennafélagið Þróttur Vogum hefur lýst yfir áhuga á að halda Unglingalandsmót
UMFÍ í Vogum á 80 ára afmælisári félagsins 2012. Félagið hefur tvívegis sett inn umsókn
til UMFÍ til að minna á áhuga sinn. Eins og kom fram á fundi bæjarfulltrúa og stjórnar
UMFÞ með fulltrúum UMFÍ þann 19. október sl. er formlegt umsóknarferli fyrir
Unglingalandsmót 2012 nú að hefjast og skal skila inn umsókn í upphafi árs 2010. Á
Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður í Grundarfirði í sumar verður tilkynnt hvaða
félag fær að halda mótið 2012.
Á fundinum fóru fulltrúar UMFÍ hvað felst í því að halda Unglingalandsmót UMFÍ.
Kynning UMFÍ er fylgigagn með tillögu þessari. Í máli fulltrúa UMFÍ kom fram að vanda
þurfi til umsóknar og þó félagið sé mótshaldari og umsóknaraðili, þurfi að liggja fyrir
skýr stuðningur þess sveitarfélags sem félagið starfar í.
Í ljósi þess er lagt til að sett verði á fót nefnd til að undirbúa umsókn um
Unglingalandsmót UMFÍ í Vogum 2012.
Í nefndinni verði tveir fulltrúar UMFÞ, tveir fulltrúar sveitarfélagsins og einn fulltrúi
annarra félagasamtaka eða atvinnulífs. Með nefndinni starfi frístunda- og
menningarfulltrúi Sv. Voga.
Verkefni nefndarinnar verði að undirbúa umsóknina og afla nauðsynlegra gagna þar að
lútandi. Verkefni nefndarinnar verði m.a. að leggja fram tillögu að íþróttagreinum,meta
þörf fyrir mannvirki, áætla kostnað við uppbyggingu nauðsynlegra mannvirkja, ásamt
öðru sem viðkemur umsókninni.
Nefndin skal leggja fram tillögu að umsókn eigi síðar en 15. desember 2009, sem verður
tekin til umfjöllunar í stjórn UMFÞ og bæjarstjórn.
Lagt er til að engin nefndarlaun verði greidd fyrir vinnu í nefndinni.

3

H-listinn lagði fram eftirfarandi bókun:
Við í H-listanum ítrekum að við getum ekki tekið afstöðu til umsóknar UMFÞ um
unglingalandsmót fyrr en kostnaðaráætlun liggur fyrir. Afstaða bæjarstjórnar og aðkoma
bæjarfélagsins á að okkar mati að mótast í vinnu við fjárhagsáætlun og finnst okkur
ábyrgðarleysi að gefa UMFÞ vonir um stuðning sveitarfélagsins við verkefnið áður en
kostnaður hefur verið metinn. Við erum tilbúin að skipa fulltrúa í nefnd til að skoða
verkefnið en við viljum ítreka að það felur ekki sjálfkrafa í sér stuðning við væntanlega
umsókn.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna. Tilnefnt verður í nefndina á bæjarráðsfundi 5.
nóvember.
Til máls tóku: Birgir Örn, Róbert, Inga Sigrún, Hörður, Bergur, Sigríður Ragna.
6. Fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun.
Forseti bæjarstjórnar gerir grein fyrir breytingum á skipan vinnuhóps um fjárhagsáætlun
ársins 2010 og þriggja ára áætlun.
Formenn nefnda hafa verið skipaðir í hópinn í stað fulltrúa minnihluta.
Bæjarritari gerir grein fyrir verkáætlun og tímasetningum fjárhagsáætlunarvinnu. Stefnt
að fyrri umræðu á nóvemberfundi bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Birgir Örn, Róbert.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20

Getum við bætt efni síðunnar?