Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 26. nóvember 2009 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson,
Brynhildur Hafsteinsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Kristinsson og Íris Bettý Alfreðsdóttir.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar fundargerð.
Inga Rut Hlöðversdóttir, 1. varaforseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 81. og 82. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að útsvarsprósenta ársins 2010 verði 13,28%, með
vísan til 17. liðar á 82. fundi.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Inga Rut, Inga Sigrún, Róbert.
2. Samstarfssamningar Sveitarfélagsins Voga og félagasamtaka.
Forseti leggur fram til samþykktar samstarfssamninga við eftirfarandi félagasamtök í
Sveitarfélaginu Vogum:
Smábátafélag Voga
Skógræktarfélagið Skógfell
Kvenfélagið Fjólu
Lionsklúbbinn Keili
Vogahesta
Áður hafa verið undirritaðir samningar við Ungmennafélagið Þrótt og Golfklúbb
Vatnsleysustrandar. Stefnt er að undirritun samninga við Minjafélag Vatnsleysustrandar á næstu
dögum.
Minnihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Við í H-listanum fögnum því að samningar hafi náðst við félagasamtök í sveitarfélaginu og
bindum við miklar vonir við að samstarfssamningarnir verði til að auðga mannlíf í sveitarfélaginu
og efla þau félagasamtök sem hér starfa. Við hörmum það þó að ekki sé skrifað undir samning við
Björgunarsveitina Skyggni þar sem samningur við þá fyrir árin 2010-2012 lá fyrir, ásamt
samþykki sveitarinnar í tölvupósti til bæjarstjóra.
Meirihluti bæjarstjórnar fagnar því að náðst hafa samningar við félagasamtök í bænum sem festa
samskipti bæjaryfirvalda og félaganna í sessi og leggja grunn að frekari framþróun félagsstarfs í
sveitarfélaginu.
2
Samstarfssamningarnir eru samþykktir samhljóða.
Til máls tóku: Inga Rut, Sigurður, Róbert, Inga Sigrún.
3. Bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til
sveitarfélaga.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarstjóri fór yfir efni bréfsins og tillögur samstarfshóps um flutning málefna fatlaðra í Garði,
Sandgerði og Vogum.
Bæjarstjórn fagnar því að þjónustu við fatlaða færast frá ríki til sveitarfélaga en vill ítreka
mikilvægi þess að sveitarfélögin tryggi að nægjanlegt fjármagn fylgi breytingunum.
Rekstrarreikningur sveitarfélagsins sem og flestra sveitarfélaga á Íslandi er þannig að þau geta
ekki tekið á sig auknar fjárhagslegar byrðar með tilflutningi verkefna.
Til máls tóku: Inga Rut, Róbert, Íris Bettý, Sigurður, Inga Sigrún.
4. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Afgreiðsla eftir ábendingar og athugasemdir
Skipulagsstofnunar, sbr. 16. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar.
Tillaga að Aðalskipulag Sveitarfélagins Voga 2008-2028 samþykkt í bæjarstjórn 24. september sl.
og vísað til umfjöllunar Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun gerði nokkrar athugasemdir með
bréfi dags. 14.11.2009.
Umhverfis- og skipulagsnefnd fjallaði um athugsemdirnar á fundi sínum þann 17. nóvember.
Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á áður auglýstri tillögu, með vísan til umsagnar
umhverfis- og skipulagsnefndar.
Forseti gefur orðið laust.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan er samþykkt samhljóða. Tillögunni er vísað til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.
5. Tillaga um að verðtrygging höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýtt á
árinu 2010.
Forseti gefur orðið laust.
Minnihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Þriðja árið í röð er fyrirhugað að taka ekki aðeins vexti af Framfarasjóðnum sem hafa verið milli
100 og 200 milljónir á ári heldur á einnig að skerða verðgildi hans með því að taka verðbætur
sjóðsins - þriðja árið í röð. Frá því að Framfarasjóðurinn var stofnaður hafa hundruðir milljóna
verið teknar úr sjóðnum í rekstur sveitarfélagsins, með áætlun síðasta árs og þess næsta er útlit
fyrir að framlög úr Framfarasjóði verði farin að nálgast milljarð í lok kjörtímabilsins.
Bæjarstjóri leggur til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað og vísað aftur til bæjarráðs.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Rut, Inga Sigrún, Róbert, Sigurður.
6. Fjárhagsáætlun 2010 og þriggja ára áætlun. Fyrri umræða.
3
Fjárhagsáætlun ársins 2010 og þriggja ára áætlun er lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarstjóri fer yfir forsendur og tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2010,
og þriggja ára rammaáætlun 2011-2013.
Helstu þættir eru eftirfarandi.
Áætlun
Tekjur: 2010
Skatttekjur................................... 321.795
Framlög jöfnunarsjóðs................ 133.426
Aðrar tekjur................................. 121.223
Alls 576.444
Gjöld:
Laun og launatengd gjöld........ 328.426
Annar rekstrarkostnaður.......... 305.081
Afskriftir................................... 33.319
Alls 666.826
Niðurstaða án fjármagnsliða (90.382)
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 93 milljónir í nýjum útrásum fráveitu, íþróttasvæði og
opin svæði, leiksvæði leikskóla og endurgerð gatna.
Áætlun um fjármagnstekjur og fjármagnsþörf er háð ákvörðun bæjarstjórnar um nýtingu
Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga og er því vísað til umræðu í bæjarráði og afgreiðslu við
seinni umræðu.
Forseti gefur orðið laust.
Forseti leggur til að fjárhagsáætlun ársins 2010 og þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga
fyrir árin 2011-2013 verði vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar, og breytingatillögum til umræðu
í bæjaráði.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Rut, Róbert, Inga Sigrún, Sigurður.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20