Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 6. maí, 2010 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Bergur
Álfþórsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Sigríður Ragna Birgisdóttir
varamaður Sigurðar Kristinssonar og Jón Elíasson varamaður Írisar Bettýar Alfreðsdóttur.
Þorvaldur Örn Árnason tekur sæti á fundi kl. 18.07 er Birgir Örn Ólafsson vék af fundi.
Þorvaldur Örn víkur af fundi kl. 18.57 er Birgir Örn Ólafsson tekur sæti á fundi.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri og Eirný Vals bæjarritari er ritar fundargerð.
Gestur fundarins er Lilja Karlsdóttir endurskoðandi.
Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar stýrir fundi. Inga Rut Hlöðversdóttir stýrir fundi
kl. 18.07 til kl. 18.57.
1. Fundargerðir 90. og 91. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Forseti óskar bókað varðandi 16. lið 90. fundargerðar og 11. lið 91. fundargerðar.
Ef þessir liðir verða teknir til umræðu á fundinum mun hann víkja af fundi á meðan
umræðu um þá stendur.
Birgir Örn Ólafsson víkur af fundi kl. 18.07.
Þorvaldur Örn Árnason tekur sæti á fundi kl. 18.07.
Inga Sigrún Atladóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Um gögn fyrir lokaða fundi nefnda sveitarfélaga fer eftir upplýsingalögum. Þrátt
fyrir að sveitarstjórnarlög mæli svo fyrir í 16.grein að sveitarstjórnarfundir skuli
haldnir fyrir opnum dyrum leiðir það ekki af sér að lokaðir fundir séu undanþegir
upplýsingalögum þar til efni þeirra hefur verið staðfest af bæjarstjórn.
Samkvæmt 3. grein upplýsingalaga nær upplýsingaskylda stjórnvalda til allra skjala
sem mál varða. Í 4.-6. grein er getið um takmarkanir á upplýsingarétti og er ekki
séð að gögn fyrir bæjarráðsfundi geti fallið undir þær skilgreiningar.
Tel ég túlkun formanns bæjarráðs á sveitarstjórnarlögunum á misskilningi byggða.
2
Ennfremur vil ég taka það fram að þær ásakanir sem formaður bæjarráðs ber upp á
mig í upphafi 91. fundar bæjarráðs eru með öllu ósannar þar sem ég fór ekki með
neitt af þeim gögnum sem fyrir fundinum lágu í fjölmiðla.
Vegna þeirra ummæla sem formaður bæjarráðs lét bóka í fundargerð bæjarráðs
óska ég eftir því að formaður bæjarstjórnar bóki afsökunarbeiðni vegna ummæla
sinna.
Bergur Álfþórsson óskar bókað að hann undrist það að H-listinn hái pólitík sína
undir nafnleynd.
Minnihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun varðandi 11. lið
fundargerðar 91. fundar:
Við lýsum yfir ánægju okkar með endalok þessa máls þar sem Sveitarfélagið féll
frá því að kaupa hlut í óskiptu landi Vogajarða. Ennfremur lýsum við vanþóknun
okkar á þeim vinnubrögðum sem meirihlutinn viðhafði í þessu máli. Þegar
ákvörðun er tekin um að ráðstafa á annað hundruð milljónum króna úr sveitarsjóði
er mikilvægt að málið fái ítarlega umræðu og að öllum málsmeðferðarreglum sé
fylgt eins vel og kostur er, ekki síst þegar litið er til augljósra hagsmunatengsla
forseta bæjarstjórnar við málið.
Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:.
Það er algjörlega nauðsynlegt fyrir sveitarfélög að hafa aðgang að landi til
framtíðarþróunar og uppbyggingar. Í sveitarfélaginu er nægt land skipulagt undir
íbúðabyggð, en ljóst er að atvinnulóðir eru af skornum skammti. Auk þess hafa á
undanförnum árum, jafnt þegar H listinn var við völd og á núverandi kjörtímabili,
komið upp fjölmörg tilfelli þar sem sveitarfélagið er aðþrengt vegna eignarhalds á
landi og getur ekki klárað verkefni sem eru á áætlun. Nýlegasta dæmið varðar
göngu- og reiðleið frá Vogum að Háabjalla.
Markmið meirihluta bæjarstjórnar var að kaupa ráðandi hlut í landi Vogajarða af
eiganda Stóru-Voga og ná samkomulagi við aðra landeigendur um þróun og
nýtingu landsins til framtíðar. Í ljósi viðbragða annarra landeigenda má ljóst vera
að samkomulag mun ekki nást á næstu árum og tilboð eiganda Stóru-Voga því of
hátt.
Á 91. bæjarráðsfundi samþykkti bæjarráð að ganga ekki að tilboðinu. Málinu er þar
með lokið og verður H-listafólk því að eiga sínar samsæriskenningar fyrir sig.
Hörður Harðarson óskar eftir að fá bókað:
Hvaða fjölskyldutengsl eru milli einhvers bæjarfulltrúa og eigenda Stóru-Voga?
Minnihlutinn óskar bókað:
Í bréfi sem hluti eigenda í óskiptu landi Vogajarða sendi bæjarráði segir meðal
annars: ,,Það er álit okkar, að umrædd kaup séu varasöm ráðstöfun af hálfu
sveitarfélagsins af mörgum ástæðum, bæði með tilliti til góðra stjórnsýsluhátta m.a.
3
vegna þess freistnivanda, sem af þeim leiðir, eðlilegs hlutverks sveitarfélagsins og
vegna íhlutunar í viðskiptaleg málefni, sem verða að teljast utan eðlilegt tilgangs
sveitarfélagsins.
Við bendum meðal annars á að fyrir liggur nýlega staðfest aðalskipulag fyrir
sveitarfélagið, og bendir ekkert í því skipulagi til þess, að þörf sé á því, að
sveitarfélagið eignist hlut í umræddu landi Vogajarða. Hefði vissulega verið
eðlilegt, að það kæmi fram í aðalskipulagi með tilheyrandi rökstuðningi, ef
umrædd eignarumráð hefðu verið talin nauðsynleg fyrir hagsmuni
sveitarfélagsins.“
Minnihlutinn óskar bókað:
Landið er óskipt land og einn eigandi að landinu er tengdamóðir forseta
bæjarstjórnar.
Bergur Álfþórsson óskar bókað:
Eftir það sem fram hefur komið í umræðum undrast ég ekki að H-listinn hái baráttu
sína undir nafnleynd.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: BÖÓ, ISA, HH, IRH, ÞÖÁ, BÁ, JE, RR, SRB
Þorvaldur Örn Árnason víkur af fundi kl. 18.57
Birgir Örn Ólafsson tekur sæti á fundi kl. 18.57
2. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009. Fyrri umræða.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009 er lagður fram til fyrri
umræðu. Ársreikningurinn var áður tekinn til fyrri umræðu þann 23. mars
síðastliðinn, en vegna verulegra breytinga í kjölfar nýrra álita Reikningsskila og
upplýsinganefndar er málið tekið aftur til fyrri umræðu.
Lilja Karlsdóttir endurskoðandi hjá KPMG fer yfir ársreikninginn og
endurskoðunarskýrslu.
Bæjarstjórn þakkar Lilju Karlsdóttur fyrir samvinnuna.
Bæjarstjóri fer yfir helstu niðurstöður. Bæjarstjóri vísar til samþykktar bæjarráðs
um að leiðrétta eignarhluti í samstarfsverkefnum á Suðurnesjum og færa til
lækkunar á eigin fé, sbr. skýringu 14 í ársreikningi.
Bæjarráð samþykkti jafnframt að afskrifa skuld hafnarsjóðs við aðalsjóð í gegnum
eigið fé, sbr. skýringu 14 í ársreikningi.
Eigið fé A-hlutans lækkar því um 100.748.184.- krónur milli áranna 2008 og 2009
vegna þessara breytinga.
4
Auk þess vekur bæjarstjóri athygli á því að gerðar hafa verið breytingar á
ársreikningi þeim sem var tekinn til fyrri umræðu þann 23. mars í samræmi við álit
Reikningsskila- og upplýsinganefndar nr. 1/2010 um færslu leigusamninga
fasteigna og annarra mannvirkja í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga og nr.
2/2010 um færslu á lóðum og lendum í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga,
sbr. skýring nr. 3
Breytingarnar hafa áhrif á efnahagsreikning sveitarfélagsins um síðustu áramót,
þannig að lóðarleigusamningar og réttindi sveitarfélagsins skv
fasteignaleigusamningum við EFF og Búmenn eru færð til eignar, meðan
skuldbindingar vegna sömu fasteignaleigusamninga eru færðar til skulda.
Breytingarnar leiða til rúmlega 606 milljóna króna lækkunar á eigin fé
sveitarfélagsins. Bætist þessi lækkun við rúmlega 100 milljóna áður samþykkta
lækkun á eigin fé til að leiðrétta eignarhluti í samstarfsverkefnum á Suðurnesjum
og afskrifta á skuld hafnarsjóðs við aðalsjóð.
Eigið fé sveitarfélagsins verður eftir breytingarnar jákvætt um 879,5 m.kr.
Helstu niðurstöður samstöðureiknings eru eftirfarandi.
Tekjur 604.759.553 kr.
Gjöld 728.697.165 kr.
Rekstrarniðurstaða f/fjármagnsliði -123.937.612 kr.
Fjármagnsliðir 124.286.374 kr.
Rekstrarniðurstaða 348.762 kr.
Eignir 3.132.713.341 kr.
Skuldir og skuldbindingar 2.256.843.982 kr.
Þar af langtímalán með næsta árs afborgunum: 485.859.458 kr.
Veltufé frá rekstri 68.488.751 kr.
Ársreikningi vísað til seinni umræðu.
Til máls tóku: BÖÓ, RR
Inga Rut Hlöðversdóttir tók til máls utan dagskrár og leggur fram eftirfarandi
bókun:
Þar sem fyrir liggur að ég mun ekki eiga sæti í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og
mun vera fjarverandi á síðasta fundi bæjarstjórnar á þessu kjörtímabili vil ég nota
þetta tækifæri til að þakka bæjarfulltrúum, bæjarstjóra, bæjarritara og öðru
starfsfólki Sv. Voga góða samvinnu á þessu kjörtímabili.
Bæjarstjórn þakkar Ingu Rut Hlöðversdóttur fyrir gott samstaf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.35.